„Ólöf Jónsdóttir (Hlíðarenda)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ólöf Jónsdóttir''' húsfreyja á Brekkum í Mýrdal, að síðustu í dvöl á Hlíðarenda fæddist 26. ágúst 1832 á Brekkum og lést 21. apríl 1904 á Hl...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
1. Jóhanna Ólafsdóttir, f. 27. mars 1861, d. 12. apríl 1861.<br> | 1. Jóhanna Ólafsdóttir, f. 27. mars 1861, d. 12. apríl 1861.<br> | ||
2. Jóhann Guðmundur Ólafsson, f. 23. júlí 1862, d. 5. janúar 1863.<br> | 2. Jóhann Guðmundur Ólafsson, f. 23. júlí 1862, d. 5. janúar 1863.<br> | ||
3. Bergur Ólafsson, f. | 3. Bergur Ólafsson vinnumaður víða, f. 27. ágúst 1865.<br> | ||
4. Jóhann Ólafsson, f. 9. október 1866, d. 3. janúar 1870.<br> | 4. Jóhann Ólafsson, f. 9. október 1866, d. 3. janúar 1870.<br> | ||
5. [[Ólafía Ólafsdóttir (Hlíðarenda)|Ólafía Ólafsdóttir]] húsfreyja á Hlíðarenda, f. 15. ágúst 1871, d. 27. desember 1951. | 5. [[Ólafía Ólafsdóttir (Hlíðarenda)|Ólafía Ólafsdóttir]] húsfreyja á Hlíðarenda, f. 15. ágúst 1871, d. 27. desember 1951. |
Útgáfa síðunnar 5. janúar 2016 kl. 22:15
Ólöf Jónsdóttir húsfreyja á Brekkum í Mýrdal, að síðustu í dvöl á Hlíðarenda fæddist 26. ágúst 1832 á Brekkum og lést 21. apríl 1904 á Hlíðarenda.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Brekkum, f. 1798 þar, d. 9. júní 1872 í Norðurgarði í Mýrdal, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1806 í Reynisholti í Mýrdal, d. 22. maí 1868 á Brekkum.
Ólöf var með foreldrum sínum á Brekkum til ársins 1841 og aftur 1842-1844, var í dvöl í Fjósum í Mýrdal 1844-1846, vinnustúlka í Keldudal þar 1846-1850, vinnukona á Felli þar 1850-1851, í Holti þar 1851-1863. Hún var húskona þar 1863-1864. Húsfreyja var hún á Brekkum 1864-1871. Hún ól 5 börn, missti 3 þeirra í frumbernsku. Hún var ekkja og vinnukona í Neðri-Dal þar 1873-1898, á Rauðhálsi þar 1898-1899. Þá fór hún til Reykjavíkur, en var komin til Ólafíu dóttur sinnar á Hrauni í Eyjum 1901, var ekkja á Hlíðarenda til dd. 1904.
Maður Ólafar, (8. október 1862), var Ólafur Jónsson bóndi, f. 25. mars 1836 u. Fjöllunum, d. 20. mars 1871, drukknaði í Dyrhólahöfn.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Ólafsdóttir, f. 27. mars 1861, d. 12. apríl 1861.
2. Jóhann Guðmundur Ólafsson, f. 23. júlí 1862, d. 5. janúar 1863.
3. Bergur Ólafsson vinnumaður víða, f. 27. ágúst 1865.
4. Jóhann Ólafsson, f. 9. október 1866, d. 3. janúar 1870.
5. Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, f. 15. ágúst 1871, d. 27. desember 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl
- Prestþjónustubækur
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.