„Hjálp:Leiðbeiningar“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 39: Lína 39:


== Að breyta síðu ==
== Að breyta síðu ==
Til þess að breyta síðu þarf bara að smella á "breyta" takkann. Þá opnast viðmót með textaritli þar sem hægt er að gera breytingar á efni síðunnar. Ofan við ritilinn er tækjastika, og neðan við er reitur þar sem ætlast er til þess að breytingarnar sem gerðar eru séu útskýrðar á einfaldan hátt, ásamt tveimur valmöguleikum - annarsvegar það hvort að breytingin sé minniháttar, og hinsvegar hvort að þú viljir vakta síðuna í framtíðinni til þess að vita af öðrum breytingum sem gerðar eru.
Síðast en ekki síst eru takkarnir "Vista" og "Forsýn"; fyrri takkinn vistar breytingarnar í gagnagrunninn þannig að allir sjá þær, en seinni takkinn getur verið gagnlegur til þess að sjá hvernig breytingar taka sig út án þess að gera þær öllum sýnilegar.
=== Minniháttar breytingar ===
Minniháttar breyting er sú breyting sem hefur engin áhrif á efnisinnihaldi greinarinnar, heldur eingöngu uppsetningu, málfar (en þó ekki orðalag!) og stafsetningu. Verulegar breytingar á uppsetningu ættu þó ekki að vera merktar sem minniháttar.


=== Um stíl og málvenjur ===
=== Um stíl og málvenjur ===
Alltaf skal skrifa texta greina á þannig hátt að upplýsingarnar sem koma þar fram séu óhlutdrægar (NPOV) og sannar. Nota skal '''breiðletrun''' á það orð í fyrstu setningu greinarinnar sem best lýsir greininni, þá helst nafn greinarinnar sjálfrar. Þá skal forast að nota breiðletrun annarsstaðar í greininni, og þá nota það sparlega. ''Skáletrun'' skal nota til þess að leggja áherslu á tiltekin orð, þá einkum orð sem eru vafasöm eða villandi, t.d. „Elliðaey kann e.t.v eitt sinn að hafa kallast ''H-ellirey'', sökum hellanna tveggja sem þar eru.“
* Nota skal „íslenskar gæsalappir“.
* Telja skal upp heimildir, sé þess þörf.


== Verkfæri ==
== Verkfæri ==
1.449

breytingar

Leiðsagnarval