„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1992/Í tilefni af banndögum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(<)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 49: Lína 49:


Stokkseyri, 17.04 '92<br>  
Stokkseyri, 17.04 '92<br>  
'''Stefán A. Jónsson'''
'''Stefán A. Jónsson'''<br>
 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 24. september 2015 kl. 13:13

Í tilefni af banndögum krókaleyfisbáta

Landhelgisbrot hafa ekki verið tiltakanlega tíð nú í seinni tíð. Því kom það nokkuð á óvart um páskana þegar Landhelgisgæslan stóð einn af aldursforsetum flotans, Sigga í Bæ að „meintum ólöglegum veiðum“ og það á skaki. Þessi atburður varð Stokkseyringnum Stefáni Jónssyni að yrkisefni en hann er hagyrðingur góður. Vísurnar fara hér á eftir:

Á skírdag barst gæslunni skuggaleg frétt
skakbátur kominn á sjóinn,
nú yrði að kanna hvort allt væri rétt
og áttræður karlfauskur róinn.

Send var nú þyrla að sveima um haf
frá Surtsey og vestur að Dröngum,
árangur snarlega góðan það gaf
af gæslunnar æfingum ströngum.

Snöggir þeir þefa upp númer og nöfn
nú skyldi útgerðin borga-
skipuðu þrjótnum að halda í höfn
og hætta sem snarast að dorga.

En gamlinginn hlýddi ei réttarins rödd
hélt rólegur áfram að skaka.
Þyrlan í vandræðum virtist nú stödd
bað varðskip því lögbrjótinn taka.

Með gínandi fallbyssum geystist um sjá
gæslan í sókn vildi ráðast,
forhertum lögbrjótum nú skyldi ná
og neyða til hafnar sem bráðast.

Lögum að hlýða oss landsmönnum ber
og lagast að reglum og siðum,
aflinn af bátnum skal upptækur ger
til eflingar gæslu á miðum.

Aðeins í róðrinum ýsukóð tvö
að endingu féllu í valinn,
þarna við bættust svo þyrsklingar sjö,
þar með var fengurinn talinn.

Verðið á þorskinum þykir víst hátt
þeim sem á markaðinn sækja
í veskjunum þeirra samt vegur það smátt
sem verndarstörf landgrunnsins rækja.

Í sífellu gæslan á eftir þeim er
sem annast af prýði sinn nökkva,
en þeir eru friðhelgir, því er nú ver
sem þjóðfélagsskútunni sökkva.

Stokkseyri, 17.04 '92
Stefán A. Jónsson