„Guðrún Soffía Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 250px|thumb|''Guðrún Soffía Jónsdóttir. '''Guðrún Soffía Jónsdóttir''' húsfreyja frá Elínarhúsi fæddist...) |
m (Verndaði „Guðrún Soffía Jónsdóttir“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 31. ágúst 2015 kl. 21:17
Guðrún Soffía Jónsdóttir húsfreyja frá Elínarhúsi fæddist 25. janúar 1863 og lést 5. febrúar 1893 í Utah.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bátsformaður, f. 29. mars 1829, d. 15. júlí 1868, og kona hans Vilborg Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1831, d. 18. júní 1924 í Utah.
Systkini Guðrúnnar Soffíu voru:
1. Ólöf Þóranna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1864, fór til Utah 1874.
2. Jóhann Pétur Jónsson, f. 6. október 1866, fór til Utah 1874.
3. Vilhjálmur Jónsson, f. 27. apríl 1868, fór til Utah 1874.
Faðir Guðrúnar Soffíu lést, er hún var 5 ára. Móðir hennar giftist Sigurður Árnason 1872 og þau fluttust til Spanish Fork í Utah 1874 með 4 börn hennar frá fyrra hjónabandi.
Guðrún Soffía giftist Pétri Valgarðssyni 1881 og eignaðist með honum 7 börn.
Hún lést 1893 í Spanish Fork.
Maður Guðrúnar Soffíu, (17. nóvember 1881), var Pétur Valgarðsson, f. 31. desember 1842, d. 14. október 1918. Foreldrar hans voru Valgarður Ófeigsson sjómaður í Reykjavík, f. 1. september 1801 í Efstadal í Grímsnesi, d. 10. júlí 1876 í Suðukoti í Reykjavíkursókn, og kona hans Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1807 á Moldhaugum í Eyjafirði, d. 20. ágúst 1883.
Börn þeirra voru:
1. Vilmina Christina, f. 1882, d. 1952.
2. William, f. 1884, d. 1960.
3. John, f. 1886, d. 1955.
4. Walter Albert, f. 1888, d. 1949.
5. Ephraim, f. 1891, d. 1950.
6. Edward, f. 1891, d. 1891.
7. Sophia, f. 1893, d. 1895.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Utah Icelandic Settlement, vefrit.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.