„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Nýjungar í atvinnulífi Vestmanneyinga“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Nýjungar í atvinnulífi Vestmannaeyinga</big></big> Oft hefur verið á það minnst að auka þyrfti fjölbreytni í atvinnulífi okkar og skapa fleiri tækifæri í at...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Forráðamenn Vélsmiðjunnar Magna þoldu illa að horfa upp á það, að þeir útgerðarmenn sem hugðust byggja yfir skip sín þyrftu að leita út fyrir byggðarlagið með þá þjónustu og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og illa aðstöðu, ákváðu þeir að taka að sér að byggja yfir Álseyna hér heima. Verkið hófst í haust og því lauk í febrúar. Ber mönnum saman um að vel hafi tekist til og gefi þesi smíði ekkert eftir því sem annars staðar gerist best. Um leið og við óskum Magna til hamingju með Álseyna er það ósk okkar og von að vélsmiðjurnar hér verði í framtíðinni færar um að taka að sér þessa þjónustu og aðra ámóta sjálfum sér og byggðarlaginu til hagsbóta.<br>
Forráðamenn Vélsmiðjunnar Magna þoldu illa að horfa upp á það, að þeir útgerðarmenn sem hugðust byggja yfir skip sín þyrftu að leita út fyrir byggðarlagið með þá þjónustu og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og illa aðstöðu, ákváðu þeir að taka að sér að byggja yfir Álseyna hér heima. Verkið hófst í haust og því lauk í febrúar. Ber mönnum saman um að vel hafi tekist til og gefi þesi smíði ekkert eftir því sem annars staðar gerist best. Um leið og við óskum Magna til hamingju með Álseyna er það ósk okkar og von að vélsmiðjurnar hér verði í framtíðinni færar um að taka að sér þessa þjónustu og aðra ámóta sjálfum sér og byggðarlaginu til hagsbóta.<br>
Þá er það einnig ánægjuefni að geta sagt frá tveimur nýjum greinum í fiskiðnaði sem hafist var handa um á árinu. Það eru fyrirtækin Eyjafiskur og Niðursuðuverksmiðja Lifrasamlagsins. Við segjum frá þessum nýju fyrirtækjum í máli og myndum hér á eftir.  
Þá er það einnig ánægjuefni að geta sagt frá tveimur nýjum greinum í fiskiðnaði sem hafist var handa um á árinu. Það eru fyrirtækin Eyjafiskur og Niðursuðuverksmiðja Lifrasamlagsins. Við segjum frá þessum nýju fyrirtækjum í máli og myndum hér á eftir.  
'''Eyjafiskur'''
[[Kristján Sigurjónsson]] og kona hans [[Margrét Ólafsdóttir]], ásamt börnum sínum og tengdabörnum stofnsettu fyrirtækið [[Eyjafiskur|Eyjafisk]], sem einkum hefur sérhæft sig í framleiðslu á svonefndum bitafiski. Hefur reksturinn gengið vel enda stenst framleiðslan fyllilega samanburð við það besta annars staðar á landinu. Fyrirtækið er til húsa við Kirkjuveginn bak við gömlu bókabúðina og er þar orðin hin ágætasta aðstaða við vinnsluna. Á jarðhæð er móttaka, flökun og 16 fermetra frystir. Á annarri hæð er þurrkklefi, minni frystir og pökkunaraðstaða, kaffistofa, snyrting og lítil skrifstofa. Nú getur fyrirtækið unnið um 500 pakkningar daglega af bita-fiski en auk þess er bæði nýr og saltaður fiskur settur í neytendapakkningar og seldur héðan. Alls vinna fimm manns við fyrirtækið.
'''Lifrarniðursuða'''
Nú í ársbyrjun hófst starfsemi í hinni nýju niðursuðuverksmiðju Lifrarsamlagsins að Strandvegi 83. Framkvæmdir hafa staðið yfir allt árið 1979 bæði varðandi vélakost og húsnæði, en það er um 300 fermetrar. Verkið var framkvæmt af iðnaðarmönnum héðan og starfsmönnum Lifrarsamalagsins. Kostnaður við verkið mun hafa numið um 60-70 millj-ónum króna. í vetur hefur starfsemin gengið vel og allverulegt magn soðið niður. Markaður fyrir niðursoðna lifur er einkum í V-Þýskalandi en einnig munu vera góðir markaðsmöguleikar í Tekkóslóvakíu og víðar. Þegar verksmiðjan er rekin með fullum afköstum er starfsmannafjöldi 12-15 manns.
'''Verkleg sjóvinna'''
Það hefur oft verið um það rætt manna á meðal að skólarnir tengdust atvinnulífinu í landinu ekki nægilega og er það bæði satt og rétt. Sá skóli sem ekki gefur nemendum sínum innsýn í það þjóðlíf og samfélag, sem nemendurnir eiga að lifa í, er enginn skóli. Á undanfömum árum hafa augu manna lokist upp fyrir því hver nauðsyn er að tvinna þessa þætti saman við hið eiginlega skólanám og efla þátt hinna verklegu greina í skólunum.
   
Í vetur var gerð hér tilraun í tveimur bekkjum grunnskólans í þessum dúr og tekin upp kennsla í sjóvinnu í sjálfum skólanum en áður höfðu netaverkstæðin hlaupið undir bagga með 9. bekk, þar sem greinin hefur verið valgrein undanfarin ár. 7. bekk var einnig gefinn kostur á að nema þessa grein og virðist áhugi mikill ríkja þar fyrir slíku námi. Kennslu í þessum greinum annaðist í vetur sá sem hefur ritstjóm þessa blaðs á hendi og má segja að hér hafi fremur verið um tilraun að ræða, hvort unnt væri að færa þessa kennslu inn í skólana, heldur en skipulagt nám.<br>
Kennsluaðstaða var langt frá því að vera góð enda aðeins hugsuð til bráðabirgða. Verklega kennslan fór fram í gamla leikfimisalnum í Barnaskólanum en bókleg kennsla 9. bekkjar í siglingafræði uppi á háalofti í Gagnfræðaskólanum.<br>
Þrátt fyrir ýmsa annmarka í framkvæmd þessarar kennslu í vetur, hefur ýmislegt lærst af reynslunni og er í ráði að halda áfram á sömu braut næsta vetur og reyna þá að skapa betri aðstöðu til námsins. Þá hafa verið uppi hugmyndir um að tengja námið ýmsum þáttum utan skólans t.a.m. beitningu. Sigurgeir Jónasson smellti í vetur nokkrum myndum af áhugasömum ungum mönnum við sjóvinnu og siglingafræðinám.


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 28. ágúst 2015 kl. 13:56

Nýjungar í atvinnulífi Vestmannaeyinga

Oft hefur verið á það minnst að auka þyrfti fjölbreytni í atvinnulífi okkar og skapa fleiri tækifæri í atvinnu fólks. Óþarfi er minna hér á skipalyftuna sem nú virðist loks hilla undir að verði að veruleika og á áreiðanlega eftir að verða mikil lyftistöng fyrir þjónustugreinar sjávarútvegsins hér. En það er einnig gleðiefni að geta bent á nýjar greinar í atvinnulífinu, greinar sem skotið hafa upp kollinum hér á síðustu misserum.

Forráðamenn Vélsmiðjunnar Magna þoldu illa að horfa upp á það, að þeir útgerðarmenn sem hugðust byggja yfir skip sín þyrftu að leita út fyrir byggðarlagið með þá þjónustu og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og illa aðstöðu, ákváðu þeir að taka að sér að byggja yfir Álseyna hér heima. Verkið hófst í haust og því lauk í febrúar. Ber mönnum saman um að vel hafi tekist til og gefi þesi smíði ekkert eftir því sem annars staðar gerist best. Um leið og við óskum Magna til hamingju með Álseyna er það ósk okkar og von að vélsmiðjurnar hér verði í framtíðinni færar um að taka að sér þessa þjónustu og aðra ámóta sjálfum sér og byggðarlaginu til hagsbóta.
Þá er það einnig ánægjuefni að geta sagt frá tveimur nýjum greinum í fiskiðnaði sem hafist var handa um á árinu. Það eru fyrirtækin Eyjafiskur og Niðursuðuverksmiðja Lifrasamlagsins. Við segjum frá þessum nýju fyrirtækjum í máli og myndum hér á eftir.