„Þorsteinn Björnsson (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þorsteinn Björnsson (Vilborgarstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 19: Lína 19:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vinnumenn]]
[[Flokkur: Vinnumenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 26. ágúst 2015 kl. 11:06

Þorsteinn Björnsson vinnumaður á Búastöðum og Vilborgarstöðum fæddist 28. desember 1853 í Holti í Mýrdal og lést 9. mars 1883 á Vilborgarstöðum.
Foreldrar hans voru Björn Bergsteinsson bóndi, f. 12. maí 1827 á Árgilsstöðum í Breiðabólstaðarsókn, d. 23. júní 1906 á Dyrhólum í Mýrdal, og kona hans Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1825 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 20. október 1899 á Dýrhólum.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í Holti til unglingsára, var farinn þaðan 1869. Hann var vinnumaður í Gerðum á Reykjanesi 1870, kom þaðan 1872, var vinnumaður í Keldudal í Mýrdal 1872-1873.
Hann fluttist 1873, 19 ára gamall, úr Mýrdal að Búastöðum, var vinnumaður á Vestri-Búastöðum 1873 og 1874, en þá var Guðbjörg Bóel þar vinnukona. Þau voru þar vinnufólk 1875.
Þorsteinn var 22 ára vinnumaður í Stakkagerði 1876 og 1877.
Á Vilborgarstöðum var hann vinnumaður 1878 og 1880 var barn þeirra Friðriku, Sigríður Ólöf, þar á fyrsta ári. Þorsteinn lést þar 1883 „úr innvortis veikindum“.

I. Barnsmóðir hans var Guðbjörg Bóel Jónsdóttir, þá vinnukona á Búastöðum, f. 14. mars 1853, síðar húsfreyja á Seyðisfirði.
Barn þeirra var
1. Guðjón Þorsteinsson, f. 19. febrúar 1876 á Búastöðum, d. 20. október 1876 á Steinsstöðum úr „bólgusótt“.

II. Barnsmóðir Þorsteins var Friðrika Sighvatsdóttir, síðar húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 5. ágúst 1858, d. 27. apríl 1904.
Barn þeirra var:
1. Sigríður Ólöf húsfreyja á Jaðri og Litlu-Hólum, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1947, kona Matthíasar Finnbogasonar vélfræðings.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.