„Sigríður Erlendsdóttir (Batavíu)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigríður Erlendsdóttir (Batavíu)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 21: Lína 21:
*Ættartölubækur Jóns Espólín, p. 160, p. 165, p. 5663.
*Ættartölubækur Jóns Espólín, p. 160, p. 165, p. 5663.
*Manntöl.
*Manntöl.
*Íslendingabók.is.}}
*Íslendingabók.is.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Fólk í dvöl]]
[[Flokkur: Fólk í dvöl]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Batavíu]]
[[Flokkur: Íbúar í Batavíu]]

Núverandi breyting frá og með 19. ágúst 2015 kl. 20:20

Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja á Búðarhóli í A-Landeyjum, síðar í dvöl í Batavíu, fæddist 7. febrúar 1826 í Svaðabæli u. Eyjafjöllum og lést 25. febrúar 1901 í Eyjum.
Faðir hennar var Erlendur bóndi í Svaðbæli og Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 1787, d. 3. apríl 1832, Sigurðsson bónda á Álfsstöðum á Skeiðum og í Varmadal á Kjalarnesi, f. 1734, d. 30. apríl 1804, Filippussonar, og konu Sigurðar Filippussonar Gunnhildar húsfreyju, f. 1743, d. 2. október 1818, Jónsdóttur.
Móðir Sigríðar á Búðarhóli og kona Erlendar í Svaðbæli var Þórdís húsfreyja, f. 17. nóvember 1791, d. 3. september 1855, Jónsdóttir bónda á Raufarfelli u. Eyjafjöllum 1801, skírður 28. september 1759, Þorleifssonar bónda í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1722, d. 29. janúar 1786, Guðnasonar og konu Þorleifs, Guðríðar húsfreyju, f. 1731, d. 21. maí 1813, Jónsdóttur.
Móðir Þórdísar í Svaðbæli og kona Jóns Þorleifssonar var Þórdís húsfreyja, f. 1765, á lífi 1845, Einarsdóttir bónda og lögréttumanns í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi, f. 1723, á lífi 1784, Hafliðasonar og konu Einars í Þrándarholti, Sigríðar húsfreyju, f. 1723, d. 1805, Jónsdóttur.

Sigríður var 15 ára vinnukona á Bakka í A-Landeyjum 1840, vinnukona á Búðarhóli 1850, og þar var Sigurður Hafliðason vinnumaður.
Hún giftist Sigurði 18. júlí 1854 og var húsfreyja á Búðarhóli 1855 og 1860. Sigurður lést 8. maí 1861, en Sigríður bjó áfram á Búðarhóli.
Hún giftist Jóni Jónssyni 30. júní 1863. Hann var f. 7. júlí 1831 á Efri-Hvoli í Hvolhreppi. Þau bjuggu á Búðarhóli til 1888, er þau fluttust til Eyja og dvöldu í Batavíu.

Sigríður var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Sigurður Hafliðason bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 24. mars 1820, d. 8. maí 1861.
Börn þeirra voru:
1. Sigurður, f. 5. maí 1848, d. 11. sama mánaðar.
2. Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Batavíu, síðari kona Guðmundar Ögmundssonar járnsmiðs og vitavarðar, f. 13. maí 1842, d. 19. nóvember 1914.
II. Síðari maður hennar var Jón Jónsson bóndi á Búðarhóli, síðar í dvöl í Batavíu, f. 7. júlí 1831, d. 15. desember 1903 í Eyjum.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Lögréttumannatal. Einar Bjarnason. Sögufélag 1952-1955.
  • Ættartölubækur Jóns Espólín, p. 160, p. 165, p. 5663.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.