„Saga“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(Saga frá Wikipedia)
Lína 1: Lína 1:
Fyrstu heimildir um Vestmannaeyjar eru í [[Landnáma|Landnámu]], þar sem segir frá [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarsyni]], fyrsta [[landnámsmaður|landnámsmanninum]]. Þegar að hann kom til landsins dvaldist hann um einn vetur á Ingólfshöfða, og hélt svo suður með landinu í vesturátt í leit að [[öndvegissúlur|öndvegissúlunum]] sínum. Þá fann hann bæ Hjörleifs, fóstbróður síns, og var hann þar nýlátinn. Úti af [[Hjörleifshöfði|Hjörleifshöfða]] sá hann báta með hinum [[Írland|írsku]] þrælum Hjörleifs, en bátarnir stefndu að eyjaklasa suður af Landeyjum. Eyjarnar voru þá nefndar eftir þrælunum, en Írar voru kallaðir ''Vestmenn'' á þessum tíma. Ingólfur elti þrælana uppi og drap þá, og eru mörg örnefni á eyjunum gefin eftir þrælunum, til dæmis er [[Helgafell]] nefnt eftir Helga sem var veginn þar, og Dufþekja í [[Heimaklettur|Heimakletti]] er nefnd eftir Dufþaki, sem sagður er hafa hoppað þar niður til þess að komast hjá því að falla fyrir sverði Ingólfs.
Fyrsti [[landnámsmaður]] eyjanna er sagður vera [[Herjólfur Bárðarson]], en hann bjó í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]]. Hann átti dótturina Vilborgu, sem eftir grjóthrun sem lagði bæ Herjólfs í eyði fluttist á Vilborgarstaði hjá [[Vilpa|Vilpu]]. Sögunni samkvæmt varaði [[hrafn]] Vilborgu við grjóthruninu og bjargaði þannig lífi hennar.
Frá tíma Herjólfs Bárðarsonar hefur verið byggð samfellt á eyjunni, þó svo að íbúafjöldinn hafi tekið stórar dýfur þrisvar síðan þá - fyrst um helmingsfækkun íbúa þegar að um þrjú hundruð manns voru numin á brott í [[Tyrkjaránið|tyrkjaráninu]] svokallaða árið [[1627]], svo í ungbarnadauðanum á 18. öld, og loks í Heimaeyjargosinu [[1973]] þegar að yfir 6 mánaða skeið bjuggu eingöngu um 200 manns á Heimaey, en þegar að gosið hófst var íbúafjöldi bæjarins um 5100.
{{Snið:Saga}}
{{Snið:Saga}}
Saga Vestmannaeyja hófst við ...