„Blik 1963/Lífskjör þurrabúðarmanns í Eyjum um aldamótin 1900, fyrri hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:




[[Árni Árnason (símritari)|ÁRNI ÁRNASON]], SÍMRITARI:
<center>[[Árni Árnason (símritari)|ÁRNI ÁRNASON]], SÍMRITARI:</center>
[[Mynd: 1963 b 188.jpg|left|thumb|350px|''Árni Árnason. Hann lézt 13. okt. á s.l. ári.<br> Þessa merka sonar Eyjanna verður nánar getið síðar í Bliki.'']]
[[Mynd: 1963 b 188.jpg|left|thumb|350px|''Árni Árnason. Hann lézt 13. okt. á s.l. ári.<br> Þessa merka sonar Eyjanna verður nánar getið síðar í Bliki.'']]


=Lífskjör þurrabúðarmanns=
 
=í Eyjum um aldamótin 1900=
<big><big><big><big><big><center>Lífskjör þurrabúðarmanns</center>
<br>
<center>í Eyjum um aldamótin 1900</center></big></big></big></big>
<br>
 


Mér hefur dottið í hug að rifja hér upp eitthvað frá liðnum árum, spjalla við þig, lesandi góður, eins og þegar kunningjar hittast eftir nokkra fjarveru og minnast þá á liðna tíma. Fram í huga mér kemur þá fyrst mynd af því, sem fyrir augun bar niður við höfnina á árunum kringum aldamótin síðustu,  á  vertíðinni,  þegar almennt er róið. Um leið getum við kynnzt dálítið störfum og hag þess fólks, sem þá barðist harðri baráttu fyrir lífi sínu og afkomu. Við skulum því staldra svolítið við og virða fyrir okkur umhverfið eins og það var.  <br>
Mér hefur dottið í hug að rifja hér upp eitthvað frá liðnum árum, spjalla við þig, lesandi góður, eins og þegar kunningjar hittast eftir nokkra fjarveru og minnast þá á liðna tíma. Fram í huga mér kemur þá fyrst mynd af því, sem fyrir augun bar niður við höfnina á árunum kringum aldamótin síðustu,  á  vertíðinni,  þegar almennt er róið. Um leið getum við kynnzt dálítið störfum og hag þess fólks, sem þá barðist harðri baráttu fyrir lífi sínu og afkomu. Við skulum því staldra svolítið við og virða fyrir okkur umhverfið eins og það var.  <br>
Lína 34: Lína 34:




<big>Það er blíðviðrisdag einn í marzmánuði árið 1901, að ég geng „niður í Sand“, sem kallað var, þ.e. niður að höfninni. Þegar ég nálgast hana, geng ég niður eftir mjóum stíg, þar sem nú er [[Formannabraut]]in. Þar eru lágreistar byggingar, nær óslitnar sambyggingar, til beggja handa, aðeins örmjó sund á milli sumra þeirra. Þetta eru krærnar, mjög óásjálegir kofar og heldur óþokkalegir, en þar er gert að fiskinum. — Ég held áfram göngunni og kem niður á aðal götuna við höfnina, þ.e.a.s. [[Strandvegur|Strandstíginn]]. Við mér blasir höfnin spegilslétt og fögur. Í baksýn er [[Stóra-Klif]], [[Eiði]]ð og Heimaklettur í allri sinni dýrð og tign. <br>
 
 
 
 
 
Það er blíðviðrisdag einn í marzmánuði árið 1901, að ég geng „niður í Sand“, sem kallað var, þ.e. niður að höfninni. Þegar ég nálgast hana, geng ég niður eftir mjóum stíg, þar sem nú er [[Formannabraut]]in. Þar eru lágreistar byggingar, nær óslitnar sambyggingar, til beggja handa, aðeins örmjó sund á milli sumra þeirra. Þetta eru krærnar, mjög óásjálegir kofar og heldur óþokkalegir, en þar er gert að fiskinum. — Ég held áfram göngunni og kem niður á aðal götuna við höfnina, þ.e.a.s. [[Strandvegur|Strandstíginn]]. Við mér blasir höfnin spegilslétt og fögur. Í baksýn er [[Stóra-Klif]], [[Eiði]]ð og [[Heimaklettur]] í allri sinni dýrð og tign. <br>
Næst mér skerst smávogur úr höfninni  inn  á  milli  tveggja stórra  klapparbelta.    Það  er „[[Lækurinn]]“ svonefndur, mesta athafnasvæði Eyjanna þá og síðar. Að vestan takmarkast hann af  stórri  þangivaxinni klöpp, sem er undir sjó á hásjávuðu. Það er svonefnd „[[Stokkhella]]“. Frá henni og nálega upp að Strandstíg    liggur    samfelldur klapparhryggur.  Hann  er  nú vel geymdur undir gömlu bæjarbryggjunni. Austan við Lækinn eru háar klappir, sem eru honum til skjóls í austanveðrum. Þar ber hæst svonefndan [[Nausthamar]]. Hann er nokkuð hár og er úr hraungrýti með svolitla grashettu í kollinum, eins og grænan  virtist mega  sinn fífil fegri muna. Þegar norðar dregur, lækka þessar klappir og enda í lágri klöpp, sem vaxin er fjörugrösum og nefnist [[Brúnkolla]]. Hún er nú undir hinni nýju [[Nausthamarsbryggja|Nausthamarsbryggju]], en á Nausthamri standa olíugeymar H.f. Shell og viðgerðarverkstæði Hraðfrystistöðvar  [[Einar Sigurðsson|Einars  Sigurðssonar]]. <br>
Næst mér skerst smávogur úr höfninni  inn  á  milli  tveggja stórra  klapparbelta.    Það  er „[[Lækurinn]]“ svonefndur, mesta athafnasvæði Eyjanna þá og síðar. Að vestan takmarkast hann af  stórri  þangivaxinni klöpp, sem er undir sjó á hásjávuðu. Það er svonefnd „[[Stokkhella]]“. Frá henni og nálega upp að Strandstíg    liggur    samfelldur klapparhryggur.  Hann  er  nú vel geymdur undir gömlu bæjarbryggjunni. Austan við Lækinn eru háar klappir, sem eru honum til skjóls í austanveðrum. Þar ber hæst svonefndan [[Nausthamar]]. Hann er nokkuð hár og er úr hraungrýti með svolitla grashettu í kollinum, eins og grænan  virtist mega  sinn fífil fegri muna. Þegar norðar dregur, lækka þessar klappir og enda í lágri klöpp, sem vaxin er fjörugrösum og nefnist [[Brúnkolla]]. Hún er nú undir hinni nýju [[Nausthamarsbryggja|Nausthamarsbryggju]], en á Nausthamri standa olíugeymar H.f. Shell og viðgerðarverkstæði Hraðfrystistöðvar  [[Einar Sigurðsson|Einars  Sigurðssonar]]. <br>


Lína 51: Lína 56:
Yfirleitt er kvenfólkið frísklegt útlits og létt í lund. Þó er eins og það votti fyrir þreytu á sumum rosknu konunum. Ekki hygg ég, að það sé vegna erfiði þessa dags, heldur vegna langvarandi baráttu fyrir daglegum þörfum. Allar eru þær líkar í klæðaburði. Pils úr svörtu, heimaunnu efni, svunta búin til úr strigapoka, prjónuð eða hekluð þríhyrna á herðum, en á handleggjunum hafa þær smokka, sem ná upp á miðjan upphandlegg. Um höfuðið hafa þær ullarskýluklút, en á fótum íslenzka skó úr stórgripahúð. Þær eru yfirleitt glaðar og reifar, gera óspart að gamni sínu hver við aðra og kæra sig kollóttar, þótt þær verði votar í fæturna við uppdrátt fisksins. Oft verða á vegi þeirra vellandi uppsprettusjósprænur, sem þær vaða yfir, geti þær ekki stiklað á steinum yfir þær. Þeim þykir gaman að ösla yfir þessar líflegu lækjarsprænur og láta þær kitla sig um tærnar:
Yfirleitt er kvenfólkið frísklegt útlits og létt í lund. Þó er eins og það votti fyrir þreytu á sumum rosknu konunum. Ekki hygg ég, að það sé vegna erfiði þessa dags, heldur vegna langvarandi baráttu fyrir daglegum þörfum. Allar eru þær líkar í klæðaburði. Pils úr svörtu, heimaunnu efni, svunta búin til úr strigapoka, prjónuð eða hekluð þríhyrna á herðum, en á handleggjunum hafa þær smokka, sem ná upp á miðjan upphandlegg. Um höfuðið hafa þær ullarskýluklút, en á fótum íslenzka skó úr stórgripahúð. Þær eru yfirleitt glaðar og reifar, gera óspart að gamni sínu hver við aðra og kæra sig kollóttar, þótt þær verði votar í fæturna við uppdrátt fisksins. Oft verða á vegi þeirra vellandi uppsprettusjósprænur, sem þær vaða yfir, geti þær ekki stiklað á steinum yfir þær. Þeim þykir gaman að ösla yfir þessar líflegu lækjarsprænur og láta þær kitla sig um tærnar:


::„Þær minna svo á lítinn læk, <br>
:::::::„Þær minna svo á lítinn læk, <br>
::er léttur rann við túnið heima ...“
:::::::er léttur rann við túnið heima ...“


Þegar ég hef athugað þetta ólgandi líf og starf í Læknum um stund, verður mér reikað að einni fiskikrónni, þar sem verið er að gera að fiski.
Þegar ég hef athugað þetta ólgandi líf og starf í Læknum um stund, verður mér reikað að einni fiskikrónni, þar sem verið er að gera að fiski.
Lína 86: Lína 91:
„Ég uppgefin,“ endurtók hún. „Nei, nú er ég ekki þreytt. En þegar skipin lenda á Eiðinu og mikið fiskast, búið að draga allan fiskinn suður yfir Eiði, síðan upp frá Stokkhellu og upp í krærnar og þar eftir að gera að aflanum, þá erum við stundum þreyttar, konurnar í Vestmannaeyjum.“ <br>
„Ég uppgefin,“ endurtók hún. „Nei, nú er ég ekki þreytt. En þegar skipin lenda á Eiðinu og mikið fiskast, búið að draga allan fiskinn suður yfir Eiði, síðan upp frá Stokkhellu og upp í krærnar og þar eftir að gera að aflanum, þá erum við stundum þreyttar, konurnar í Vestmannaeyjum.“ <br>
„Já,  því  get  ég  trúað,  en hvernig í ósköpunum stendur á því, að mennirnir lenda á Eiðinu með fiskinn? Það hlýtur þó að vera margfalt erfiðara fyrir alla aðila heldur en að lenda hér í Læknum?“ <br>
„Já,  því  get  ég  trúað,  en hvernig í ósköpunum stendur á því, að mennirnir lenda á Eiðinu með fiskinn? Það hlýtur þó að vera margfalt erfiðara fyrir alla aðila heldur en að lenda hér í Læknum?“ <br>
„Til þess liggja þrjár ástæður,“ svaraði konan. „Í fyrsta lagi er það, að fiskurinn gengur oft norðan að Eyjunum í sílisgöngunum. Þá eru notuð handfæri til fiskjar. Þá kemur fyrir, að fiskur er það ör, að búið er að fá fullfermi svo snemma dags, að sjálfsagt þykir að róa aftur og grípa gæsina, meðan hún gefst. Þá er nauðsynlegt að vera fljótur að koma aflanum á land. Munar þá miklu á tíma að lenda á Eiðinu móts við það, að róa austur fyrir Klettinn og heim í Læk. Í öðru lagi: Skipin eru oft að fiska upp við Landeyjasand, stundum all vestarlega. Ef þá hvessir af austri, sem ekki er óvanalegt hér í Eyjum, ná skipin ekki á seglum austur fyrir Klett, en verða þá að sigla upp að Eiðinu og lenda þar. Í þriðja lagi: Oft er róið í bezta veðri, en á skammri stund skipast veður og sjór. Fljótlega getur sett í svo mikinn austansjó, að [[Leiðin]], þ.e. innsiglingin, verði með öllu ófær. Þá verða allir bátar að lenda á Eiðinu.“ <br>
„Til þess liggja þrjár ástæður,“ svaraði konan. „Í fyrsta lagi er það, að fiskurinn gengur oft norðan að Eyjunum í sílisgöngunum. Þá eru notuð handfæri til fiskjar. Þá kemur fyrir, að fiskur er það ör, að búið er að fá fullfermi svo snemma dags, að sjálfsagt þykir að róa aftur og grípa gæsina, meðan hún gefst. Þá er nauðsynlegt að vera fljótur að koma aflanum á land. Munar þá miklu á tíma að lenda á Eiðinu móts við það, að róa austur fyrir Klettinn og heim í Læk. Í öðru lagi: Skipin eru oft að fiska upp við Landeyjasand, stundum all vestarlega. Ef þá hvessir af austri, sem ekki er óvanalegt hér í Eyjum, ná skipin ekki á seglum austur fyrir Klett, en verða þá að sigla upp að Eiðinu og lenda þar. Í þriðja lagi: Oft er róið í bezta veðri, en á skammri stund skipast veður og sjór. Fljótlega getur sett í svo mikinn austansjó, að [[Leið|Leiðin]], þ.e. innsiglingin, verði með öllu ófær. Þá verða allir bátar að lenda á Eiðinu.“ <br>
Þegar ég heyrði, hve gagnkunnug konan var þessum málum, spurði ég: „Er ekki vont að lenda þessum stóru skipum fullum af fiski í hvernig veðri sem er?“ <br>
Þegar ég heyrði, hve gagnkunnug konan var þessum málum, spurði ég: „Er ekki vont að lenda þessum stóru skipum fullum af fiski í hvernig veðri sem er?“ <br>
„Það er aldrei gert,“ svaraði hún. „Skipin liggja skammt fyrir utan lendinguna, meðan fiskurinn er seilaður upp úr þeim. Síðan eru seilarnar bundnar saman, taug sett við þær, sem róið er með í land, og seilarnar svo dregnar á land. Skipin eru ávallt sett upp sem léttust, án aflans og farviða. Ef róa á út aftur, er einn maður settur á land. Hann verður svo eftir í landi, tekur fiskinn af seilunum og kemur honum undan sjó. Við þau störf hjálpum við kvenfólkið oftast.“ <br>
„Það er aldrei gert,“ svaraði hún. „Skipin liggja skammt fyrir utan lendinguna, meðan fiskurinn er seilaður upp úr þeim. Síðan eru seilarnar bundnar saman, taug sett við þær, sem róið er með í land, og seilarnar svo dregnar á land. Skipin eru ávallt sett upp sem léttust, án aflans og farviða. Ef róa á út aftur, er einn maður settur á land. Hann verður svo eftir í landi, tekur fiskinn af seilunum og kemur honum undan sjó. Við þau störf hjálpum við kvenfólkið oftast.“ <br>
Lína 110: Lína 115:
''Saltfiskverkun rétt um aldamótin. Til vinstri sjást hausatrönur og hausaband hangir á þeim. <br>
''Saltfiskverkun rétt um aldamótin. Til vinstri sjást hausatrönur og hausaband hangir á þeim. <br>
''Á myndinni sjást frá vinstri: [[Eyjólfur Eyjólfsson á Vesturhúsum|Eyjólfur Eyjólfsson]], [[Vesturhús]]um, [[Guðmundur Ögmundsson]], [[Batavía|Batavíu]], síðar vitavörður á Stórhöfða, þurrabúðarmaður, [[Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Batavíu|Guðbjörg]] dóttir hans, óþekktur drengur, [[Jón Einarsson]], kaupmaður, [[Gjábakki|Gjábakka]], og [[Friðrik J. Guðmundsson, Batavíu|Friðrik Guðmundsson]], Batavíu.''
''Á myndinni sjást frá vinstri: [[Eyjólfur Eyjólfsson á Vesturhúsum|Eyjólfur Eyjólfsson]], [[Vesturhús]]um, [[Guðmundur Ögmundsson]], [[Batavía|Batavíu]], síðar vitavörður á Stórhöfða, þurrabúðarmaður, [[Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Batavíu|Guðbjörg]] dóttir hans, óþekktur drengur, [[Jón Einarsson]], kaupmaður, [[Gjábakki|Gjábakka]], og [[Friðrik J. Guðmundsson, Batavíu|Friðrik Guðmundsson]], Batavíu.''