„Blik 1960/Nemenda minnzt“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1960/Nemenda minnzt“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:




==''Nemenda minnzt''==
<big><big><big><big><center>''Nemenda minnzt''</center></big></big></big>
<br>
<br>
<br>
<br>
Á s.l. ári létust þrír af fyrrverandi nemendum skólans. Hlýða þykir, að þeirra sé minnzt með nokkrum orðum í ársriti hans.
Á s.l. ári létust þrír af fyrrverandi nemendum skólans. Hlýða þykir, að þeirra sé minnzt með nokkrum orðum í ársriti hans.


===Lilja Finnbogadóttir===
 
<big><big>Lilja Finnbogadóttir</big></big>
[[Mynd: 1960, bls. 8.jpg|thumb|350px|''Lilja Finnbogadóttir.'']]
[[Mynd: 1960, bls. 8.jpg|thumb|350px|''Lilja Finnbogadóttir.'']]
[[Lilja Finnbogadóttir]] andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. maí 1959. Hún var fædd að [[Bræðraborg]] ([[Njarðarstígur|Njarðarstíg]]) 3 hér í bæ 15. febr. 1920, dóttir hjónanna [[Finnbogi Finnbogason|Finnboga skipstjóra Finnbogasonar]] [[Finnbogi Björnsson| bónda Björnssonar]] í [[Norðurgarður|Norðurgarði]] og konu hans [[Sesselja Einarsdóttir í Vallartúni|Sesselju Einarsdóttur]] frá Hliði á Álftanesi.<br>
[[Lilja Finnbogadóttir]] andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. maí 1959. Hún var fædd að [[Bræðraborg]] ([[Njarðarstígur|Njarðarstíg]]) 3 hér í bæ 15. febr. 1920, dóttir hjónanna [[Finnbogi Finnbogason|Finnboga skipstjóra Finnbogasonar]] [[Finnbogi Björnsson| bónda Björnssonar]] í [[Norðurgarður|Norðurgarði]] og konu hans [[Sesselja Einarsdóttir í Vallartúni|Sesselju Einarsdóttur]] frá Hliði á Álftanesi.<br>
Lína 21: Lína 22:
Lilja Finnbogadóttir var góð eiginkona, húsmóðir og móðir. Þá reyndist hún ekki síður góð og nærgætin dóttir öldruðum foreldrum sínum, ástúðleg og umhyggjusöm. Flesta eiginleika, sem af sér skapa mestu fegurð mannlífsins, átti Lilja Finnbogadóttir, og suma þeirra í ríkum mæli. Mikið skarð er fyrir skildi, mikils er misst, þegar slíkar mæður, eiginkonur, dætur og húsmæður falla frá á bezta aldri. Lilju Finnbogadóttur var því sárt saknað af öllum, sem nutu mannkosta hennar í mannlífinu, og þá mest af hennar nánustu ástvinum. Hætt er við, að sumir þeirra beri þann söknuð sáran til aldurtilastundar.
Lilja Finnbogadóttir var góð eiginkona, húsmóðir og móðir. Þá reyndist hún ekki síður góð og nærgætin dóttir öldruðum foreldrum sínum, ástúðleg og umhyggjusöm. Flesta eiginleika, sem af sér skapa mestu fegurð mannlífsins, átti Lilja Finnbogadóttir, og suma þeirra í ríkum mæli. Mikið skarð er fyrir skildi, mikils er misst, þegar slíkar mæður, eiginkonur, dætur og húsmæður falla frá á bezta aldri. Lilju Finnbogadóttur var því sárt saknað af öllum, sem nutu mannkosta hennar í mannlífinu, og þá mest af hennar nánustu ástvinum. Hætt er við, að sumir þeirra beri þann söknuð sáran til aldurtilastundar.


===Bjarni Ólafur Björnsson===
 
<big><big>Bjarni Ólafur Björnsson</big></big>
[[Mynd: 1960, bls. 9.jpg|thumb|350px|''Bjarni Ól. Björnsson.'']]
[[Mynd: 1960, bls. 9.jpg|thumb|350px|''Bjarni Ól. Björnsson.'']]
Í fyrra sumar (4. júní 1959), vildi það hörmulega slys til í Bjarnarey, að [[Bjarni Ólafur Björnsson]] frá [[Bólstaðarhlíð]] hér í Eyjum hrapaði til dauða, þar sem hann var við eggjatekju. <br>
Í fyrra sumar (4. júní 1959), vildi það hörmulega slys til í Bjarnarey, að [[Bjarni Ólafur Björnsson]] frá [[Bólstaðarhlíð]] hér í Eyjum hrapaði til dauða, þar sem hann var við eggjatekju. <br>
Lína 36: Lína 38:
Bjarni Ól. Björnsson var góður sonur, umhyggjusamur móður sinni og nærgætinn. Þannig bróðir var hann einnig. Af hinum mörgu systkinum frá Bólstaðarhlíð, 8 talsins, var Bjarni einn eftir heima, enda yngstur þeirra. Öll hin hafa stofnað sitt eigið heimili og eru búsett í Vestmannaeyjum.
Bjarni Ól. Björnsson var góður sonur, umhyggjusamur móður sinni og nærgætinn. Þannig bróðir var hann einnig. Af hinum mörgu systkinum frá Bólstaðarhlíð, 8 talsins, var Bjarni einn eftir heima, enda yngstur þeirra. Öll hin hafa stofnað sitt eigið heimili og eru búsett í Vestmannaeyjum.


===Ágúst Markússon===
 
<big><big>Ágúst Markússon</big></big>
[[Mynd: 1960, bls. 11.jpg|thumb|350px|''Ágúst Markússon.'']]
[[Mynd: 1960, bls. 11.jpg|thumb|350px|''Ágúst Markússon.'']]
Á sumrinu 1959 fannst okkur Eyjabúum stutt stórra högga milli, þegar sú sorgarfregn barst til okkar, að dauðaslys hefði átt sér stað á [[Þórunn VE-|v.b. Þórunni]], sem stundaði síldveiðar þá fyrir Norðurlandi. Það var 10. júlí. Á bátnum var sonur skipstjórans, Ágúst, 16 ára að aldri. Hann varð fyrir höfuðhöggi við vinnu á bátnum og dó af því. <br>
Á sumrinu 1959 fannst okkur Eyjabúum stutt stórra högga milli, þegar sú sorgarfregn barst til okkar, að dauðaslys hefði átt sér stað á [[Þórunn VE-|v.b. Þórunni]], sem stundaði síldveiðar þá fyrir Norðurlandi. Það var 10. júlí. Á bátnum var sonur skipstjórans, Ágúst, 16 ára að aldri. Hann varð fyrir höfuðhöggi við vinnu á bátnum og dó af því. <br>
Lína 45: Lína 48:
Með auknum þroska gerðist Ágúst Markússon liðtækur sjómaður, áhugasamur og skyldurækinn, og var orðinn, þó ungur væri, einn af beztu liðsmönnum föður síns á bátnum, átakagóður, ólatur og lifandi í starfi.
Með auknum þroska gerðist Ágúst Markússon liðtækur sjómaður, áhugasamur og skyldurækinn, og var orðinn, þó ungur væri, einn af beztu liðsmönnum föður síns á bátnum, átakagóður, ólatur og lifandi í starfi.


:::::::::::::::●
:::::::::::::●


Sá, sem guðirnir elska, deyr ungur, segir hið gamla huggunarorð. Mér er ekki unnt að vita eða skilja sannleiksgildi þess fremur en svo margs annars, sem dulrænt er og hulið vitund og skilningi okkar mannanna. Þó gæti ég vel fellt mig við það, að allt eigi sitt markmið í tilverunni og allífinu, eins það, þegar ungum er kippt burtu héðan, fluttur til „meira að starfa guðs um geim“, eins og listaskáldið góða ályktaði og orðaði það. <br>
Sá, sem guðirnir elska, deyr ungur, segir hið gamla huggunarorð. Mér er ekki unnt að vita eða skilja sannleiksgildi þess fremur en svo margs annars, sem dulrænt er og hulið vitund og skilningi okkar mannanna. Þó gæti ég vel fellt mig við það, að allt eigi sitt markmið í tilverunni og allífinu, eins það, þegar ungum er kippt burtu héðan, fluttur til „meira að starfa guðs um geim“, eins og listaskáldið góða ályktaði og orðaði það. <br>