„Blik 1962/Saga Bókasafns Vestmannaeyja, II. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1962/Saga Bókasafns Vestmannaeyja, II. hluti“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
Þessum skjölum fylgdi '''Listi yfir þá sem gjörast vilja meðlimir lestrarfélags Vestmannaeyja'''. Á listanum eru skráð nöfn 27 stofnfélaga lestrarfélagsins, en [[Jón Árnason í Þorlaugargerði]] virðist hafa afturkallað aðild sína að félagsstofnuninni, því strikað hefur verið yfir nafn hans. Þeir, sem „einhver efni hafa og vilja vel sér og þessum afskekta hólma“ reyndust því 26 alls, en það sýnir, að rösklega einn fjórði heimila í þorpinu á hlut að þessum félagsskap. Þetta er ekki lítil þátttaka, en vafalaust hafa einhverjir orðið utangarðs vegna fátæktar. Tillag hvers og eins er ærið misjafnt. Hefur ekki verið unnt að fylgja eftir ákvæðinu um lágmarksframlag. Bryde kaupmaður greiðir mest, 20 rd., sem var mikið fé á þeim tíma. Sýslumaður og sóknarprestur leggja fram 10 rd. hvor, greitt í bókum, næst kemur félagsmaður með 8 rd. virði í bókum, tveir borga 5 dali hvor, báðir danskir, þrír borga 2 dali og fimm leggja fram 1 dal hver. Átta borga 48 skildinga hver og fjórir 32 sk. Bókbindarinn rekur lestina með 42 sk. framlagi greiddu með bókbandi.  <br>
Þessum skjölum fylgdi '''Listi yfir þá sem gjörast vilja meðlimir lestrarfélags Vestmannaeyja'''. Á listanum eru skráð nöfn 27 stofnfélaga lestrarfélagsins, en [[Jón Árnason í Þorlaugargerði]] virðist hafa afturkallað aðild sína að félagsstofnuninni, því strikað hefur verið yfir nafn hans. Þeir, sem „einhver efni hafa og vilja vel sér og þessum afskekta hólma“ reyndust því 26 alls, en það sýnir, að rösklega einn fjórði heimila í þorpinu á hlut að þessum félagsskap. Þetta er ekki lítil þátttaka, en vafalaust hafa einhverjir orðið utangarðs vegna fátæktar. Tillag hvers og eins er ærið misjafnt. Hefur ekki verið unnt að fylgja eftir ákvæðinu um lágmarksframlag. Bryde kaupmaður greiðir mest, 20 rd., sem var mikið fé á þeim tíma. Sýslumaður og sóknarprestur leggja fram 10 rd. hvor, greitt í bókum, næst kemur félagsmaður með 8 rd. virði í bókum, tveir borga 5 dali hvor, báðir danskir, þrír borga 2 dali og fimm leggja fram 1 dal hver. Átta borga 48 skildinga hver og fjórir 32 sk. Bókbindarinn rekur lestina með 42 sk. framlagi greiddu með bókbandi.  <br>
Þar sem svo vel vill til, að listinn með nöfnum hinna fyrstu meðlima lestrarfélagsins er enn varðveittur, þykir rétt að birta hér nöfn þeirra. En þar sem forgöngumennirnir tveir, Bjarni sýslum. og séra Brynjólfur, koma mjög við sögu meðan þeirra naut við hér, verður þeim gerð nokkur skil í tveim næstu köflum. <br>
Þar sem svo vel vill til, að listinn með nöfnum hinna fyrstu meðlima lestrarfélagsins er enn varðveittur, þykir rétt að birta hér nöfn þeirra. En þar sem forgöngumennirnir tveir, Bjarni sýslum. og séra Brynjólfur, koma mjög við sögu meðan þeirra naut við hér, verður þeim gerð nokkur skil í tveim næstu köflum. <br>
[[Mynd: 1962, bls. 21.jpg|thumb|400px|''J.P.T. Bryde, selstöðukaupmaður.'']]
[[Mynd: 1962 b 21.jpg|thumb|400px|''J.P.T. Bryde, selstöðukaupmaður.'']]
'''[[J.P.T. Bryde|Jóhann  Pétur Thorkelin Bryde]]''', einn af þrem aðalstofnendum, f. í    [[Garðurinn|Danska Garði]] ([[Kornhóll|Kornhól]]) 10. sept. 1831. Faðir hans var [[N. N. Bryde|Niels N. Bryde]]. Hann var Íslandskaupmaður um 5 ártuga skeið, átti verzlanir víða um land og var fremur vel þokkaður af landsmönnum. Sonurinn; J.P.T. Bryde, oftast kallaður Pétur Bryde, erfði Garðsverzlun, en eftir 1870 dvaldi hann lengstum í Khöfn.<br>
'''[[J.P.T. Bryde|Jóhann  Pétur Thorkelin Bryde]]''', einn af þrem aðalstofnendum, f. í    [[Garðurinn|Danska Garði]] ([[Kornhóll|Kornhól]]) 10. sept. 1831. Faðir hans var [[N. N. Bryde|Niels N. Bryde]]. Hann var Íslandskaupmaður um 5 ártuga skeið, átti verzlanir víða um land og var fremur vel þokkaður af landsmönnum. Sonurinn; J.P.T. Bryde, oftast kallaður Pétur Bryde, erfði Garðsverzlun, en eftir 1870 dvaldi hann lengstum í Khöfn.<br>
J.P.T. Bryde var hlyntur nýbreytni, sem til framfara horfði; þó varla í verzlun. Ber því m.a. vitni hið óvenjumikla framlag hans til lestrarfél. <br>Hann gerði fyrstu tilraun með trjárækt í Eyjum árið 1856; gróðursetti trjáplöntur í Dalnum og nefndi [[Þórulundur|Þórulund]], til minningar um konu sína. Talið er, að hann hafi útvegað fyrsta  lundaháfinn  til  Eyja (1875). Þá gaf Bryde nýtt orgel í Landakirkju (1877). <br>
J.P.T. Bryde var hlyntur nýbreytni, sem til framfara horfði; þó varla í verzlun. Ber því m.a. vitni hið óvenjumikla framlag hans til lestrarfél. <br>Hann gerði fyrstu tilraun með trjárækt í Eyjum árið 1856; gróðursetti trjáplöntur í Dalnum og nefndi [[Þórulundur|Þórulund]], til minningar um konu sína. Talið er, að hann hafi útvegað fyrsta  lundaháfinn  til  Eyja (1875). Þá gaf Bryde nýtt orgel í Landakirkju (1877). <br>
Lína 49: Lína 49:
'''SÝSLUMAÐUR OG BÓKAVÖRÐUR (1862—1871)'''
'''SÝSLUMAÐUR OG BÓKAVÖRÐUR (1862—1871)'''


[[Mynd: 1962, bls. 26.jpg|left|thumb|''Bjarni E. Magnússon, sýslumaður.'']]
[[Mynd: 1962 b 26.jpg|left|thumb|''Bjarni E. Magnússon, sýslumaður.'']]
[[Bjarni Einar Magnússon]] var fæddur í Flatey á Breiðafirði 1. des. 1831. Foreldrar hans voru Þóra, dóttir Guðmundar Scheving sýslumanns í Barðastrandarsýslu, og Magnús Gunnarsson trésmiður. Var föðurættin úr Fljótum, en móðurætt af Vesturlandi. Foreldrar Bjarna gengu ekki í hjónaband. — Bjarni Einar ólst upp í fóstri hjá Einari Ólafssyni og Ástríði Guðmundsdóttur, foreldrum Þóru, móður Matthíasar Jochumssonar. Hann var settur til mennta í Lærða skóla 1847 og útskrifaðist þaðan 1854 með fyrstu einkunn. Bjarni sótti námið af miklu kappi. Var honum falið að gæta reglu í skólanum.  Sigldi  Bjarni  nú  til K.hafnar og lauk embættisprófi í lögfræði 1860 með I. einkunn. Þetta segir Gröndal í kunningjabréfi: ,,Bjarni Magnússon er að taka jus; hann er búinn með það skriflega, og var svo mikið, að þrettán dónar voru 30 daga að bera það upp á loftið í Garnisonkirkjunni, þar á að rannsaka málið og eru fimm eiðsvarnar níumannanefndir alvopnaðar settar til að rita láð á hrygginn á Bjarna með bryntröllum.“<br>
[[Bjarni Einar Magnússon]] var fæddur í Flatey á Breiðafirði 1. des. 1831. Foreldrar hans voru Þóra, dóttir Guðmundar Scheving sýslumanns í Barðastrandarsýslu, og Magnús Gunnarsson trésmiður. Var föðurættin úr Fljótum, en móðurætt af Vesturlandi. Foreldrar Bjarna gengu ekki í hjónaband. — Bjarni Einar ólst upp í fóstri hjá Einari Ólafssyni og Ástríði Guðmundsdóttur, foreldrum Þóru, móður Matthíasar Jochumssonar. Hann var settur til mennta í Lærða skóla 1847 og útskrifaðist þaðan 1854 með fyrstu einkunn. Bjarni sótti námið af miklu kappi. Var honum falið að gæta reglu í skólanum.  Sigldi  Bjarni  nú  til K.hafnar og lauk embættisprófi í lögfræði 1860 með I. einkunn. Þetta segir Gröndal í kunningjabréfi: ,,Bjarni Magnússon er að taka jus; hann er búinn með það skriflega, og var svo mikið, að þrettán dónar voru 30 daga að bera það upp á loftið í Garnisonkirkjunni, þar á að rannsaka málið og eru fimm eiðsvarnar níumannanefndir alvopnaðar settar til að rita láð á hrygginn á Bjarna með bryntröllum.“<br>
Um haustið kvæntist Bjarni [[Hildur Thorarensen|Hildi Solveigu]], dóttur þjóðskáldsins Bjarna Thorarensen. Ungu hjónin sigldu til Danmerkur það haust og bjuggu þar um veturinn.<br>
Um haustið kvæntist Bjarni [[Hildur Thorarensen|Hildi Solveigu]], dóttur þjóðskáldsins Bjarna Thorarensen. Ungu hjónin sigldu til Danmerkur það haust og bjuggu þar um veturinn.<br>