„Sigurbjörg Benediktsdóttir (Sólhlíð)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (lagaði tengil)
Ekkert breytingarágrip
Lína 29: Lína 29:
*Morgunblaðið. Minning 24. október 2004. [[Jóna Hannesdóttir (Hæli)| Jóna Hannesdóttir]].
*Morgunblaðið. Minning 24. október 2004. [[Jóna Hannesdóttir (Hæli)| Jóna Hannesdóttir]].
*Manntöl.
*Manntöl.
*Íslendingabók.is.}}
*Íslendingabók.is.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]

Útgáfa síðunnar 19. ágúst 2015 kl. 21:20

Sigurbjörg Margrét Benediktsdóttir.

Sigurbjörg Margrét Benediktsdóttir húsfreyja að Sólhlíð 7 fæddist 2. apríl 1916 og lést 13. október 2004.
Faðir hennar var Benedikt bóndi á Þverá í Axarfirði, kennari og skólastjóri, f. 16. desember 1874 á Snæringsstöðum í Svínadal í A-Hún., d. 28. júní 1970, Kristjánsson bónda þar og víðar, f. 18. desember 1831, d. 1. maí 1888, Kristjánssonar „ríka“ bónda í Stóra-Dal þar, f. um 1799, d. 1866, Jónssonar, og barnsmóður Kristjáns, Guðbjargar vinnukonu þá, en síðar kona Jóns Bjarnasonar í Tungu í Gönguskörðum, f. 12. janúar 1794, d. 1. október 1879, Halldórsdóttur.
Móðir Benedikts á Þverá og síðari kona Kristjáns á Snæringsstöðum var Steinunn húsfreyja, f. 3. september 1841 í Holti í Svínadal, d. 9. október 1881, Guðmundsdóttir bónda í Hvammi í Langadal, síðar á Kirkjubæ í Norðurárdal í A-Hún., f. 1814, d. 28. maí 1859, Ólafssonar, og konu Guðmundar í Hvammi, Margrétar húsfreyju, f. 1818, d. 7. ágúst 1865, Jónsdóttur.

Móðir Sigurbjargar Margrétar og kona Benedikts á Þverá var, (20. apríl 1912), Kristbjörg húsfreyja, f. 16. maí 1886, d. 7. september 1974, Stefánsdóttir bónda á Þverá í Axarfirði, f. 3. nóvember 1856, d. 2. mars 1900, Brynjólfssonar bónda á Þverá, f. 9. júlí 1823, d. 30. maí 1877, Jónssonar, og konu Brynjólfs, Ingibjargar húsfreyju, f. um 1823, Nikulásdóttur.
Móðir Kristbjargar á Þverá og kona Stefáns var Sigurbjörg húsfreyja á Þverá 1890, f. 13. nóvember 1846, Illugadóttir bónda í Núpskötlu á Melrakkasléttu 1850, f. 1791 í Helgastaðasókn í S-Þing., d. 16. apríl 1866, Kjartanssonar, og konu Illuga, Sigríðar húsfreyju, f. 11. október 1801, d. 22. febrúar 1861, Magnúsdóttur.

Hálfbróðir Sigurbjargar, af sama föður, var Helgi Benediktsson útgerðarmaður og kaupmaður, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971.

Sigurbjörg fluttist til Eyja úr Axarfirði 1935. Þau Ágúst giftust 27. júní 1937.

Úr minningagrein rituð af Jónu Hannesdóttur:
„Sigurbjörg var mikil framkvæmda- og athafnakona, ósérhlífin og samviskusöm og vandaði öll sín verk. Henni var einkar lagið að stjórna, því hún gerði það af þeirri ljúfmennsku, að allir voru fúsir að vinna með henni og gera sitt besta, en aldrei lét hún sitt þó eftir liggja. Líknarmál voru henni hugstæð og veit ég um þrjú líknarfélög, sem hún lagði ómælt lið og bar fyrir brjósti. Þar nefni ég Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum, Oddfellow-regluna og Félag lamaðra og fatlaðra. Öllum þessum félögum helgaði hún krafta sína og vann þeim mikið gagn.
Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún stóran hluta ævi sinnar utan heimilis. Í Vestmannaeyjum var hún um tíma matreiðslukona í Fiskiðjunni, hér í Rvík rak hún um árabil Efnalaugina Hreinsi, en seinna gerðist hún forstöðu- og matráðskona hjá Félagi lamaðra og fatlaðra í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12. Þar vann hún mikið og gott starf í mörg ár og var elskuð og virt, ekki eingöngu vegna matreiðsluhæfileika sinna, en hún var meistari í þeirri grein, heldur og líka umhyggju og kærleika við vistmenn heimilisins. “ (Mbl. 24. október 2004).

Maður Sigurbjargar, (27. júní 1937), var Ágúst Vilhjálmur Matthíasson forstjóri frá Litlhólum, f. 30. júlí 1914, d. 21. janúar 1988.

Börn Sigurbjargar og Ágústs:
1. Sigríður Rósa, fædd 5. október 1937, dáin 13. september 1997.
2. Guðrún Helga, fædd 12. september 1940.
3. Kristbjörg, fædd 13. september 1945.
4. Egill, f. 27. ágúst 1950.
5. Matthildur, f. 7. júní 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.