„Rósa Jónína Hjartardóttir (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Rósa Jónína Hjartardóttir''' frá Þorlaugargerði fæddist 13. júlí 1883 og lést 26. maí 1959.<br> Foreldrar hennar voru [[Hjörtur Jónsson (Þorlaugargerði)|Hjörtu...) |
m (Verndaði „Rósa Jónína Hjartardóttir (Þorlaugargerði)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. maí 2015 kl. 16:13
Rósa Jónína Hjartardóttir frá Þorlaugargerði fæddist 13. júlí 1883 og lést 26. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Jónsson bóndi f. 26. júlí 1852 í Sorgenfri og hrapaði til bana 23. ágúst 1883, og kona hans Guðríður Helgadóttir frá Stóra-Gerði, húsfreyja, f. 31. október 1854 í Eyjum, d. 14. júlí 1922.
Rósa Jónína missti föður sinn á 2. mánuði lífsins. Móðir hennar giftist Einari Sveinssyni 1886. Hann varð bóndi í Þorlaugargerði, f. 13. maí 1855, d. 28. júní 1932.
Hjá þeim ólst Rósa Jónína upp, var hjá þeim 1901, var vinnukona á Vegamótum 1910, vinnukona hjá Einari hálfbróður sínum á Geithálsi 1920, var ráðskona hjá Guðmundi Jónssyni verkamanni á Hofi, (Landagötu 25), 1930.
Hún átti heimili í Nýjahúsi við andlát 1959.
Rósa Jónína var ógift.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.