„Þórdís Jónsdóttir (Einarshúsi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þórdís Jónsdóttir''' vinnukona fæddist 1796 í Mýrdal og lést 21. september 1870 á Oddsstöðum.<br> Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi í Presth...) |
m (Verndaði „Þórdís Jónsdóttir (Einarshúsi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 27. apríl 2015 kl. 18:03
Þórdís Jónsdóttir vinnukona fæddist 1796 í Mýrdal og lést 21. september 1870 á Oddsstöðum.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi í Presthúsum í Mýrdal, f. 1764 á Reyni þar, d. 13. janúar 1834 á Norður-Fossi þar, og kona hans Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1768 í Hvammi í Mýrdal, d. 14. maí 1832 á Norður-Fossi.
Þórdís var með foreldrum sínum í æsku, vinnukona í Reynisholti í Mýrdal 1816, í Reynishjáleigu þar 1834 og líklega til 1837.
Hún fluttist úr Mýrdal að Vilborgarstöðum 1837, var vinnukona þar til 1839, í Brandshúsi 1840, í Nýjabæ 1841, bústýra þar 1842, vinnukona á Gjábakka 1841-1848, í Háagarði 1848-1857, í Elínarhús 1858, í Einarshúsi 1859 og enn 1860.
Þórdís lést 1870, þá ómagi á Oddsstöðum.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.