„Sigríður Hildibrandsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Hildibrandsdóttir''' vinnukona á Vilborgarstöðum fæddist 6. nóvember 1829 og drukknaði 14. júlí 1864.<br> Foreldrar hennar voru Hildibrandu...)
 
m (Verndaði „Sigríður Hildibrandsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. apríl 2015 kl. 17:35

Sigríður Hildibrandsdóttir vinnukona á Vilborgarstöðum fæddist 6. nóvember 1829 og drukknaði 14. júlí 1864.
Foreldrar hennar voru Hildibrandur Þorsteinsson bóndi á Svínaskála í Reyðarfirði, f. 1802, d. 11. mars 1839, og kona hans Þóra Sveinsdóttir úr Eyjafirði, húsfreyja, f. 11. júlí 1802.

Sigríður var með foreldrum sínum á Svínaskála í æsku. Faðir hennar lést, er hún var á 10. árinu og heimilið leystist upp. Móðir hennar fór í vinnumennsku og Sigríður varð niðursetningur, var á Ytri-Höndlunarstað Örum & Wulfs í Hólmasókn hjá Páli Ísfeld og Gróu Eiríksdóttur 1840, vinnukona á Lambeyri þar 1845, á Fossvöllum á Jökuldal 1850, í Hvammi í Vallanessókn á Héraði 1860.
Hún fluttist úr Öræfum að Vilborgarstöðum 1864 og drukknaði „við Mýrdal“ um sumarið.
Sigríður var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.