„Málhildur Jónsdóttir (Kornhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Málhildur Jónsdóttir''' vinnukona í Kornhól, f. 1778 í Klauf í Landeyjum. <br> Hún var 19 ára vinnukona í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum 1801.<br> Málh...)
 
m (Verndaði „Málhildur Jónsdóttir (Kornhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. mars 2015 kl. 14:55

Málhildur Jónsdóttir vinnukona í Kornhól, f. 1778 í Klauf í Landeyjum.
Hún var 19 ára vinnukona í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum 1801.
Málhildur var komin til Eyja 1816 og var þá bústýra í Svaðkoti hjá Einari Jónssyni ókvæntum bónda þar.
Hún var vinnukona í Kornhól við fæðingu Jóns 1820, á Vilborgarstöðum 1824 og fluttist þá að Gjábakka, 46 ára vinnukona. Hún finnst ekki í Eyjum síðan. Málhildur var 55 ára vinnukona í Akurey í V-Landeyjum 1835, á Skinnum í Djúpárhreppi 1840, á Eystri-Hól þar 1845, niðursetningur í Stóra-Rimakoti (Borg) þar 1850, í Ölversholti í Holtahreppi 1855, í Þjóðólfshaga þar 1860.
Málhildur var ógift.

I. Barnsfaðir Málhildar var Einar Snorrason, þá vinnumaður á Búastöðum, f. 19. september 1794, d. 18. maí 1866.
Barn þeirra var
5. Jón Einarsson, f. 22. desember 1820, d. 31. desember 1820 úr ginklofa.


Heimildir