„María Ingibjörg Magnúsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''María Ingibjörg Magnúsdóttir''' húsfreyja í Garðsfjósi og Vestanhafs fæddist 16. ágúst 1868 á Vilborgarstöðum og lést 26. nóvember 1944.<br...)
 
m (Verndaði „María Ingibjörg Magnúsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. desember 2014 kl. 21:11

María Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Garðsfjósi og Vestanhafs fæddist 16. ágúst 1868 á Vilborgarstöðum og lést 26. nóvember 1944.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, f. 18. júlí 1830, d. 5. júlí 1879, og kona hans Arnbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1836, d. 25. ágúst 1897.

María Ingibjörg var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum í bernsku og síðan ekkjunni móður sinni. Hún fór til Reykjavíkur 1889 og var ógift vinnukona hjá Matthíasi Matthiassyni í Holti í Reykjavík 1890. Hún kom til Seyðisfjarðar frá Loðmundarfirði með Arnbjörgu Svanhvíti 1899.
Þau Þorsteinn komu frá Seyðisfirði til Eyja 1901 með Arnbjörgu, bjuggu í Garðsfjósi 1901, fluttust til Vesturheims 1903 með Arnbjörgu Svanhviti og Dagmar Hansínu.

Maður Maríu Ingibajargar, (21. desember 1899 á Seyðisfirði), var Þorsteinn Guðnason.
Börn þeirra:
1. Arnbjörg Svanhvít Þorsteinsdóttir, húsfreyja í Winnipeg, f. 3. ágúst 1898, d. 30. október 1985. Hún fór til Vesturheims 1903.
2. Dagmar Hansína Þorsteinsdóttir, f. 9. desember 1901. Hún fór til Vesturheims 1903.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.