„Ritverk Árna Árnasonar/Magnús Ástgeirsson (Litlabæ)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''''<big>Kynning.</big>''''' | '''''<big>Kynning.</big>''''' | ||
'''Magnús Ástgeirsson''' í [[Litlibær|Litlabæ]] fæddist 27. apríl 1887, fórst af mb. Sæborgu 9. október 1909.<br> | '''Magnús Ástgeirsson''' sjómaður í [[Litlibær|Litlabæ]] fæddist 27. apríl 1887, fórst af mb. Sæborgu 9. október 1909.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Ástgeir Guðmundsson|Ástgeir Guðmundsson]] bátasmiður í Litlabæ, f. 27. október 1858 á Bryggjum í Landeyjum, d. í Eyjum 30. september 1943, og kona hans | Foreldrar hans voru [[Ástgeir Guðmundsson|Ástgeir Guðmundsson]] bátasmiður í Litlabæ, f. 27. október 1858 á Bryggjum í Landeyjum, d. í Eyjum 30. september 1943, og kona hans | ||
[[Kristín Magnúsdóttir (Litlabæ)|Kristín Magnúsdóttir]], f. 10. janúar 1859 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 13. júlí 1938 í Eyjum.<br> | [[Kristín Magnúsdóttir (Litlabæ)|Kristín Magnúsdóttir]], f. 10. janúar 1859 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 13. júlí 1938 í Eyjum.<br> | ||
Lína 14: | Lína 14: | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | ||
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.}} | *Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Sjómenn]] | [[Flokkur: Sjómenn]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Litlabæ]] | [[Flokkur: Íbúar í Litlabæ]] |
Útgáfa síðunnar 18. ágúst 2015 kl. 15:09
Kynning.
Magnús Ástgeirsson sjómaður í Litlabæ fæddist 27. apríl 1887, fórst af mb. Sæborgu 9. október 1909.
Foreldrar hans voru Ástgeir Guðmundsson bátasmiður í Litlabæ, f. 27. október 1858 á Bryggjum í Landeyjum, d. í Eyjum 30. september 1943, og kona hans
Kristín Magnúsdóttir, f. 10. janúar 1859 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 13. júlí 1938 í Eyjum.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Systir Kristínar var Guðrún kona Gísla Eyjólfssonar á Búastöðum og Sigríður Magnúsdóttir í Reykjavík kona Júlíusar bróður Ástgeirs, - þ.e. hálfbróður.
Magnús fórst með mb. Sæborgu; voru tveir á bátnum í landferð. Rak bátinn á land fram af Klasbarða og fannst Magnús drukknaður þar mjög nálægt bænum í síki. Hinn maðurinn fannst aldrei, en það var Sigurjón mágur Magnúsar.
Magnús var mjög lipur veiðimaður og stundaði bjargveiðar alls konar við góðan orðstír, m.a. í Suðurey og Brandi. Hann var meðalmaður á hæð, stilltur og gætinn við störf og í daglegri umgengni, mjög vinfastur, trúr og traustur.
Lífsstarf hans var fiskveiðar, en annars var hann hagur vel á hvers konar smíðar, eins og hann á ættir til að rekja.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.