„Guðrún Guðnadóttir (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Guðnadóttir''' á Oddsstöðum fæddist 1773 og lést 23. mars 1804 úr tærandi sjúkdómi, 31 árs.<br> Guðrún fermdist 14 ára eftir uppfræðslu h...) |
m (Verndaði „Guðrún Guðnadóttir (Oddsstöðum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 16. júní 2014 kl. 15:45
Guðrún Guðnadóttir á Oddsstöðum fæddist 1773 og lést 23. mars 1804 úr tærandi sjúkdómi, 31 árs.
Guðrún fermdist 14 ára eftir uppfræðslu hjá „húsbændum“.
Hún var 26 ára „fátæklingur“ hjá Margréti Guðnadóttur húsfreyju á Oddsstöðum 1801. Ekki er ólíklegt, að þær hafi verið systur.
Sennilega hefur Guðrún ekki getað unnið fyrir sér vegna örorku af einhverjum líkamlegum sökum .
Hún var niðursetningur við andlát 1804.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.