„Þorsteinn Hjörtur Árnason (Löndum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Þorsteinn Hjörtur Árnason (Löndum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 30: | Lína 30: | ||
*''Manntöl. | *''Manntöl. | ||
*''Íslendingabók.is.}} | *''Íslendingabók.is.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Bændur]] | [[Flokkur: Bændur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] |
Útgáfa síðunnar 26. ágúst 2015 kl. 11:10
Þorsteinn Hjörtur Árnason bóndi og hreppstjóri á Dyrhólum í Mýrdal, fæddist á Dyrhólum, var skírður 22. ágúst 1847 og lést 10. nóvember 1914 á Vestri-Löndum.
Faðir hans var Árni bóndi á Dyrhólum 1831-dd., f. 10. október 1803 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 13. nóvember 1866 á Dyrhólum, Hjartarson („Hjörtsson“) bónda á Norður-Hvoli 1800-dd, f. 1773 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 26. nóvember 1854 á Norður-Hvoli, Loftssonar bónda víða, en síðast í Reynisholti 1796-dd., f. 1740 í Ytri-Ásum, d. 1801 í Reynisholti, Ólafssonar, og fyrri konu Lofts, Guðríðar húsfreyju, f. 1739, d. 1778 á Ytri-Ásum, Árnadóttur.
Móðir Árna á Dyrhólum og kona Hjartar á Norður-Hvoli var Kristín húsfreyja, f. 1766 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 12. júlí 1834 á Hvoli í Mýrdal, Árnadóttir bónda í Kerlingardal, d. 30. júlí 1791 í Kerlingardal, Jónssonar, og konu Árna í Kerlingardal, Oddnýjar húsfreyju, f. 1742, d. 29. apríl 1821 á Mið-Hvoli, Sæmundsdóttur.
Móðir Þorsteins Hjartar og kona Árna á Dyrhólum var Elín húsfreyja, f. 19. mars 1809, d. 15. febrúar 1893 á Dyrhólum, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum, f. 1786 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 26. janúar 1845 á Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar bónda á Vatnsskarðshólum, f. 1746, d. 9. júlí 1834 á Ketilsstöðum, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins á Vatnsskarðshólum, Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirð Vigfússonar Gíslasonar og konu Jóns, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, dóttur Hannesar Lauritzson Scheving sýslumanns í Eyjafirði, ættföður Scheving-ættar. Þórunn átti fyrr Jón Vigfússon klausturhaldara á Reynistað, en síðar Jón eldklerk Steingrímsson.
Móðir Elínar á Dyrhólum og kona Þorsteins á Eystri-Sólheimum var Elín húsfreyja, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 16. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Hvoli í Mýrdal, skírður 2. janúar 1748, d. 26. ágúst 1819 á Hvoli, Eyjólfssonar, og konu Jóns Eyjólfssonar, Elínar húsfreyju, f. 1748, d. 29. september 1807 á Syðsta-Hvoli, Sæmundsdóttur.
Þorsteinn Hjörtur var með foreldrum sínum á Dyrhólum til ársins 1872. Hann kvæntist Matthildi Guðmundsdóttur 1872 og tóku þau við búskap þar á því ári. Þau bjuggu þar til ársins 1905, er þau fluttust til Eyja og bjuggu hjá dóttur sinni Elínu Þorsteinsdóttur og manni henna Friðriki Svipmundssyni á Vestri-Löndum.
Þau Matthildur eignuðust sex börn og voru þau öll á lífi 1910.
Þau voru:
1. Friðrik kennari í Mýrdal, síðar bókhaldari á Eskifirði, vann um skeið ýmiss störf í Kanada, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, en síðast bókhaldari í Rvk, f. 4. apríl 1873, d. 28. jan. 1957, ókv. og barnlaus.
2. Guðný húsfreyja, f. 17. maí 1874, d. 24. nóv. 1964.
Maki I: Jón Lúðvígsson skósmíðameistari á Seyðisfirði.
Maki II: Christian Björnæs, norskrar ættar, símaverkstjóri í Reykjavík.
3. Gróa Sigríður húsfreyja, f. 17. apríl 1875, flutti til Ameríku um 1910, lézt þar.
Maki I: Hallvarður Ólafsson, búsettur í Ameríku.
Maki II: Kristján Einarsson, búsettur í Ameríku.
4. Elín Ragnheiður húsfreyja, f. 24. júní 1879, d. 27. febr. 1968.
Maki: Jón Þorsteinsson bakari á Eskifirði.
5. Elín húsfreyja á Löndum, f. 3. jan. 1882, d. 28. júní 1978.
Maki: Friðrik Svipmundsson formaður og útgerðarmaður á Löndum, f. 15. apríl 1871 á Loftsölum í Mýrdal, d. 3. júlí 1935 í Reykjavík. Meðal barna þeirra var Ásmundur skipstjóri faðir Friðriks skipstjóra og skólastjóra.
6. Matthildur húsfreyja, f. 31. des. 1887, d. 24. júlí 1960.
Maki: Þórarinn Gíslason gjaldkeri á Lundi.
Heimildir
- Upphaflegur höfundur var Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Brynleifur Tobíasson: Hver er maðurinn. Reykjavík: Bókaforlag Fagurskinna (Guðmundur Gamalíelsson), 1944.
- Kennaratal á Íslandi. Reykjavík: Útgefandi Prentsmiðjan Oddi H.F., 1958-1988.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.