„Sesselja Arnoddsdóttir (Grímshjalli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Sesselja Arnoddsdóttir húsfreyja í Grímshjalli fæddist 28. febrúar 1827 í Nýjabæ u. Eyjafjöllum og lést 22. júní 1888.<br> Foreldrar hennar voru Arnoddu...)
 
m (Verndaði „Sesselja Arnoddsdóttir (Grímshjalli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 31. mars 2014 kl. 21:42

Sesselja Arnoddsdóttir húsfreyja í Grímshjalli fæddist 28. febrúar 1827 í Nýjabæ u. Eyjafjöllum og lést 22. júní 1888.
Foreldrar hennar voru Arnoddur Brandsson bóndi víða, fyrst á Götum í Mýrdal, en síðast og lengst í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796 í Drangshlíð þar, d. 29. mars 1883 í Seli í Landeyjum, og fyrri kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1788, d. 31. desember 1840 á Hrútafelli.

Sesselja var í fóstri hjá Ingibjörgu móðursystur sinni í Dalseli u. Eyjafjöllum 1835 og 1840, vinnukona þar 1845 og 1850.
Hún var vinnukona 1855 í Nöjsomhed hjá sr. Brynjólfi Jónssyni, þá aðstoðarpresti, og Ragnheiði Jónsdóttur húsfreyju.
Þau Jón giftust 1859 og bjuggu í Grímshjalli.

Maður Sesselju, (5. nóvember 1859), var Jón Þorkelsson tómthúsmaður, f. 18. september 1826, d. 10. september 1864.
Barn þeirra hér:
1. Guðjón Jónsson, síðar bóndi í Dölum, f. 4. ágúst 1862, d. 29. júní 1900.


Heimildir