„Kristín Jónsdóttir (Steinmóðshúsi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristín Jónsdóttir''' frá Steinmóðshúsi, síðar húsfreyja á Seyðisfirði, fæddist 25. febrúar 1873 og lést 16. júlí 1942.<br> Foreldrar hennar voru [[Helga Helg...) |
m (Verndaði „Kristín Jónsdóttir (Steinmóðshúsi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 17. mars 2014 kl. 15:01
Kristín Jónsdóttir frá Steinmóðshúsi, síðar húsfreyja á Seyðisfirði, fæddist 25. febrúar 1873 og lést 16. júlí 1942.
Foreldrar hennar voru Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1836, d. 29. desember 1914, og maður hennar Jón Steinmóðsson, f. 17. nóvember 1834, d. 28. október 1896.
Kristín var systir Friðriks Jónnsonar verkamanns frá Steinmóðshúsi, f. 15. febrúar 1880, d. 18. nóvember 1958.
Hún var niðursetningur á Vesturhúsum 1880, léttastúlka á Löndum 1890, vinnukona í Dölum 1891-1895.
Hún fluttist til Austfjarða 1896, 23 ára, frá Dölum.
Kristín var 29 ára ógift húsfreyja í Jónshúsi á Seyðisfirði 1901 með Vigfúsi húsbónda 38 ára og börnunum Jóhönnu Ólafíu 2 ára og Valgerði Signýju 1 árs.
1910 var hún gift húsfreyja í Jónshúsi þar með Vigfúsi og börnunum Jóhönnu Ólafíu, Valgerði Signýju og Jóni Kristni.
Þau Vigfús voru búsett í Steinholti á Seyðisfirði 1920 og með þeim var Jón Kristinn sonur þeirra. Kristín var húsfreyja á Seyðisfirði 1930.
Hún var síðast búsett í Reykjavík.
Maður Kristínar var Vigfús Ólafsson sjómaður, f. 15. febrúar 1865 í Bakkakoti í Útskálasókn á Reykjanesi, d. 30. ágúst 1941.
Börn þeirra hér:
Jóhanna Ólafía Vigfúsdóttir húsfreyja, f.. 21. ágúst 1899, d. 22. apríl 1975, síðast búsett í Reykjavík.
Valgerður Signý Vigfúsdóttir vibnnukona, f. 5. nóvember 1900, d. 13. janúar 1993, síðast búsett í Reykjavík.
Jón Kristinn Vigfússon verkamaður, f. 28. ágúst 1902, d. 25. ágúst 1978, síðast búsettur í Reykjavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.