1.401
breyting
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 7: | Lína 7: | ||
Vatnsöflun var alltaf mikið vandamál og vatnsbólin á Heimaey dugðu engan veginn til að leysa vatnsþörfina. Þá var einnig vandi að varðveita neysluvatnið. Regnvatni var safnað eftir föngum, bæði af þökum og með segldúkum. Upp úr aldamótum 1900 hófu menn að setja brunna við hús sín og var settur vatnsbrunnur í [[Bjarmi|Frydendal]] einna fyrst húsa. Eftir 1925 var gert að skyldu að byggja vatnsbrunna við hús og árið 1929 kom í fyrsta sinn fram tillaga um borun eftir vatni. Árið 1931 var gerð efnarannsókn á vatni og reyndist af því saltbragð og í því fannst einnig járnborið grugg. Á kreppuárunum lá vatnsöflunarmálið niðri að mestu. Vatnið hafði slæm áhrif á tennur og líkama fólks enda var regnvatnið snautt af nauðsynlegum steinefnum. Ekki var óalgengt að börn fengju falskar tennur í fermingargjöf fyrr á árum. Þá var brunnvatnið bæði óhreint og litað, sótugt af olíu- og kolareyk og einnig báru fuglar óhreinindi og drituðu á þökin. | Vatnsöflun var alltaf mikið vandamál og vatnsbólin á Heimaey dugðu engan veginn til að leysa vatnsþörfina. Þá var einnig vandi að varðveita neysluvatnið. Regnvatni var safnað eftir föngum, bæði af þökum og með segldúkum. Upp úr aldamótum 1900 hófu menn að setja brunna við hús sín og var settur vatnsbrunnur í [[Bjarmi|Frydendal]] einna fyrst húsa. Eftir 1925 var gert að skyldu að byggja vatnsbrunna við hús og árið 1929 kom í fyrsta sinn fram tillaga um borun eftir vatni. Árið 1931 var gerð efnarannsókn á vatni og reyndist af því saltbragð og í því fannst einnig járnborið grugg. Á kreppuárunum lá vatnsöflunarmálið niðri að mestu. Vatnið hafði slæm áhrif á tennur og líkama fólks enda var regnvatnið snautt af nauðsynlegum steinefnum. Ekki var óalgengt að börn fengju falskar tennur í fermingargjöf fyrr á árum. Þá var brunnvatnið bæði óhreint og litað, sótugt af olíu- og kolareyk og einnig báru fuglar óhreinindi og drituðu á þökin. | ||
== Áhrif eldgosa | == Áhrif eldgosa rýrðu gæði vatnsins == | ||
Gosið í Heklu 1947 hafði slæm áhrif á gæði vatnsins enda var öskufall talsvert í Eyjum. Eftir seinni heimsstyrjöldina var oft borað eftir vatni, án árangurs. Aðeins sjór kom upp. Voru þá orðin vandræði vegna fiskiðnaðar, þrátt fyrir notkun á hreinsuðum sjó úr sjóveitu. Um 1960 var farið að skoða möguleika á vatnsleiðslu frá fastalandinu. [[Surtseyjargosið|Surtseyjargosið 1963]] olli því að hvað eftir annað féll aska á húsþök og gerði safnvatnið af þökunum ódrykkjarhæft. | Gosið í Heklu 1947 hafði slæm áhrif á gæði vatnsins enda var öskufall talsvert í Eyjum. Eftir seinni heimsstyrjöldina var oft borað eftir vatni, án árangurs. Aðeins sjór kom upp. Voru þá orðin vandræði vegna fiskiðnaðar, þrátt fyrir notkun á hreinsuðum sjó úr sjóveitu. Um 1960 var farið að skoða möguleika á vatnsleiðslu frá fastalandinu. [[Surtseyjargosið|Surtseyjargosið 1963]] olli því að hvað eftir annað féll aska á húsþök og gerði safnvatnið af þökunum ódrykkjarhæft. | ||
Lína 23: | Lína 23: | ||
Árið 2004 urðu skemmdir á vatnsleiðslunum þess valdandi að Eyjamenn voru beðnir um að takmarka notkun vatns eins og mögulegt væri. Fiskvinnslufyrirtæki hlutu einhvern skaða af, þar sem að mikið vatn þarf til fiskvinnslu. Vatnstankurinn við Löngulág var tekinn í notkun í fyrsta skipti í mörg ár. Gamlir Eyjamenn minntust þá gamalla tíma þegar safna þurfti öllu vatni og ekkert mátti fara til spillis. Giftusamlega tókst að gera við leiðslurnar en Vestmannaeyingar voru enn og aftur minntir á það hversu dýrmætt vatnið er okkur. | Árið 2004 urðu skemmdir á vatnsleiðslunum þess valdandi að Eyjamenn voru beðnir um að takmarka notkun vatns eins og mögulegt væri. Fiskvinnslufyrirtæki hlutu einhvern skaða af, þar sem að mikið vatn þarf til fiskvinnslu. Vatnstankurinn við Löngulág var tekinn í notkun í fyrsta skipti í mörg ár. Gamlir Eyjamenn minntust þá gamalla tíma þegar safna þurfti öllu vatni og ekkert mátti fara til spillis. Giftusamlega tókst að gera við leiðslurnar en Vestmannaeyingar voru enn og aftur minntir á það hversu dýrmætt vatnið er okkur. | ||
== Vatnssparnaður == | |||
Öldum saman urðu Eyjamenn að spara hvern vatnsdropa og þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur þola margir hverjir illa að sjá vatn renna úr krana að ástæðulausu. Eftirfarandi saga, sem höfð er eftir gestkomandi vertíðarmanni og á að hafa gerst um miðja síðustu öld, lýsir þeim sparnaði allvel þótt eflaust sé hún bæði nokkuð ýkt og stílfærð: | |||
:''Það var fernt í heimili, þar sem ég bjó. Hjón og tvö börn þeirra. Brunnur var við húsið þar sem regnvatni var safnað af þakinu en mjög sparlega var farið með vatnið. Einu sinni í viku var farið í bað, það var á laugardegi. Þá var baðkerið hálffyllt af vatni, þeim dýrmæta vökva. Þar sem ég var gestur á heimilinu, fór ég fyrstur í baðið. Þegar ég var búinn fór húsbóndinn í það og síðan börnin tvö á heimilinu. Síðust fór svo húsfreyjan í baðið og vart þarf að taka fram að alltaf var sama vatnið í baðkerinu. Þegar hún svo hafði lokið sinni baðferð, tók hún óhreina þvottinn og lagði hann í bleyti í baðkerið!'' |
breyting