„Kristín Snorradóttir (ljósmóðir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
6. [[Snorri Guðmundsson|Snorri]], f. 6. febr. 1813.  <br>
6. [[Snorri Guðmundsson|Snorri]], f. 6. febr. 1813.  <br>
7. Elísabet, f. 11. okt. 1815, d. 27. júní 1837. <br>
7. Elísabet, f. 11. okt. 1815, d. 27. júní 1837. <br>
8. Kristín Guðmundsdóttir, f. 7. desember 1829.  <br>


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 2. desember 2013 kl. 19:04

Kristín Snorradóttir húsmóðir, ljósmóðir á Vilborgarstöðum fæddist 1773 í Fjósakoti í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu og lézt 26. febrúar 1855 á Vilborgarstöðum.
Foreldrar: Snorri bóndi í Fjósakoti, f. 1732, d. 1784, Þórðar á Maríubakka í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu, f. 1695, Snorrasonar bónda á Maríubakka Björnssonar og kona Snorra í Fjósakoti, Guðbjörg, f. 1744, d. 12. maí 1785, Eyjólfs bónda og græðara á Kvískerjum í Öræfum og Ytri-Tungu í Landbroti í V-Skaftafellssýslu, Jónssonar og konu Eyjólfs, Sesselju Jónsdóttur.
Guðbjörg móðir Kristínar flúði í móðuharðindunum með dætur sínar að Nesi í Selvogi. Hún lézt þar, en dætur hennar fóru aftur austur.

Kristín nam ekki ljósmóðurfræði svo vitað sé, er nefnd ljósmóðir á manntali 1816, þá búsett á Vilborgarstöðum. Hún var skráð vinnukona, ekkja á Vilborgarstöðum 1845. Hún stundaði ljósmóðurstörf í Eyjum um árabil á fyrri hluta 19. aldar.

Maki (20. nóv. 1804): Guðmundur Jónsson bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari á Vilborgarstöðum, f. 1757, d. 4. apríl 1836.

Af börnum þeirra má telja: Börn þeirra hér:
1. Eyjólfur, f. 8. des. 1805.
2. Jón, f. 29. júní 1807, d. 5. júlí s. ár.
3. Jón, f. 10. okt. 1808, d. 17. okt s. ár.
4. Guðbjörg, f. 3. jan. 1810, d. 3. febr. s. ár.
5. Þórdís, f. 8. okt. 1811, d. 20. okt. s. ár.
6. Snorri, f. 6. febr. 1813.
7. Elísabet, f. 11. okt. 1815, d. 27. júní 1837.


Heimildir

  • Upphaflegur höfundur var Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Björn Magnússon: Vestur-Skaftfellingar. Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur H.F., 1970-1973.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigfús M. Johnsen. Saga Vestmannaeyja I. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946. bls 149/89.