„Kristín Þórólfsdóttir (Dalahjalli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 18: | Lína 18: | ||
5. Andvana barn, f. 21. júlí 1805.<br> | 5. Andvana barn, f. 21. júlí 1805.<br> | ||
6. Vilhjálmur Þorbjörnsson, d. 3. október 1807 úr ginklofa.<br> | 6. Vilhjálmur Þorbjörnsson, d. 3. október 1807 úr ginklofa.<br> | ||
7. Andvana barn, | 7. Andvana barn, jarðað 7. apríl 1809.<br> | ||
II. Síðari maður Kristínar var [[Jón Þorsteinsson (Dalahjalli)|Jón Þorsteinsson]] tómthúsmaður í Dalahjalli 1816, f. 1778 í Saurbæ í Skagafirði.<br> | II. Síðari maður Kristínar var [[Jón Þorsteinsson (Dalahjalli)|Jón Þorsteinsson]] tómthúsmaður í Dalahjalli 1816, f. 1778 í Saurbæ í Skagafirði.<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 19. október 2013 kl. 20:46
Kristín Þórólfsdóttir frá Bryggjum í A-Landeyjum, húsfreyja í Dalahjalli, fæddist 1765 og lést 11. október 1830.
Faðir hennar var Þórólfur bóndi á Bryggjum, f. 1734, dauðfraus „milli fjalls og byggða“ 5. október 1802, Jónsson bónda á Bryggjum, f. um 1695, Þórólfssonar (ætt ókunn).
Kona Jóns Þórólfssonar á Bryggjum og móðir Þórólfs á Bryggjum var Ástríður húsfreyja, f. 1701, Jónsdóttir bónda í Dufþaksholti í Hvolhreppi, f. 1668, Bjarnasonar, og konu hans, Sigríðar húsfreyju, f. 1665, Filippusdóttur.
Móðir Kristínar Þórólfsdóttur og kona Þórólfs var Margrét húsfreyja á Bryggjum, f. 1735, d. 3. mars 1819, Jónsdóttir bónda á Skarfanesi og Járnlaugsstöðum á Landi, f. 1706, d. fyrir 1770, Magnússonar bónda í Hvammi á Landi, f. 1654, Gunnarssonar, og síðari konu Magnúsar í Hvammi, Guðrúnar húsfreyju, f. 1669, Auðunsdóttur.
Móðir Margrétar á Bryggjum og kona Jóns á Skarfanesi var Hólmfríður húsfreyja, f. 1710, á lífi 1776, Árnadóttir bónda á Kvíhúsum í Grindavík, f. 1674, Jónssonar og konu hans, Þorbjargar húsfreyju, f. 1665, Vilhjálmsdóttur.
Kristín var gift húskona í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum 1801. Þar var Þorbjörn Jónsson kvæntur vinnumaður og börnin Anna Þorbjörnsdóttir 3 ára og og Ástríður Þorbjörnsdóttir eins árs.
Þorbjörn lést 1811.
Við manntal 1816 er Kristín komin í Dalahjall og með henni er barnið Jón Þorbjörnsson fæddur 1801, en Ástríður er ekki á staðnum, heldur niðursetningur í Bakkahjáleigu, og Anna er fósturbarn í Presthúsum.
Kristín Þórólfsdóttir var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Þorbjörn Jónsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1765, d. 20. febrúar 1811. Hann var vinnumaður í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum 1801.
Börn þeirra hér:
1. Anna Þorbjörnsdóttir, f. 1798, d. 11. mars 1849.
2. Ástríður Þorbjörnsdóttir, f. 22. september 1799, d. 29. apríl 1883.
3. Jón Þorbjörnsson í Dalahjalli, f. 1801 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum. Var með móður sinni í Dalahjalli 1816, d. 3. október 1830.
4. Valgerður Þorbjörnsdóttir, 21. september 1803.
5. Andvana barn, f. 21. júlí 1805.
6. Vilhjálmur Þorbjörnsson, d. 3. október 1807 úr ginklofa.
7. Andvana barn, jarðað 7. apríl 1809.
II. Síðari maður Kristínar var Jón Þorsteinsson tómthúsmaður í Dalahjalli 1816, f. 1778 í Saurbæ í Skagafirði.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.