„Kristín Guðmundsdóttir (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Kristín Guðmundsdóttir (Þorlaugargerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. febrúar 2014 kl. 12:03

Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði fæddist 4. maí 1841 á Búðarhóli í A-Landeyjum og lést 13. apríl 1881.

Faðir Kristínar var Guðmundur bóndi á Búðarhóli, f. 1787 í Miðey þar, d. 1. október 1853, Magnússon bónda á Búðarhóli, f. í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, skírður 22. október þ.á., d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, Jónssonar bónda í Vatnsdalskoti, f. 1730, Magnússonar og konu Jóns, Signýjar húsfreyju, f. 1734, d. 1. maí 1811, Brandsdóttur.
Móðir Guðmundar á Búðarhóli og fyrri kona Magnúsar á Búðarhóli var Kristín húsfreyja, f. 1755 á Hvoli í Fljótshverfi, V-Skaft., Árnadóttir bónda á Hvoli, f. 1724, d. 29. júlí 1784, Hávarðssonar, og konu Árna, Ragnhildar húsfreyju, f. 1725, d. 1784. Jónsdóttur.

Guðmundur bóndi á Búðarhóli, faðir Kristínar Guðmundsdóttur í Þorlaugargerði ættmóður Oddsstaðasystkina eldri og Guðmundur bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum, faðir Einars á Steinsstöðum, Guðmundar á Kirkjubæ og Sæmundar á Vilborgarstöðum voru albræður.

Móðir Kristínar í Þorlaugargerði og síðari kona Guðmundar á Búðarhóli var Kristín húsfreyja , f. 3. apríl 1801 á Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, d. 11. maí 1879 á Búðarhóli, Jónsdóttir bónda í Sigluvík í V-Landeyjum, f. 1761, d. 1833, Sigurðssonar bónda í Borgartúni í Holtum, f. 28. apríl 1720, d. 19. maí 1804 í Hala þar, Þórðarsonar, og konu Sigurðar í Borgartúni, Guðrúnar húsfreyju, f. 1727, d. 30. september 1807 í Hala, Jónsdóttur.
Móðir Kristínar á Búðarhóli og kona Jóns í Sigluvík var Margrét húsfreyja, f. 1762, d. 3. maí 1831, Ormsdóttir bónda á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1727, d. 7. september 1791, Guðmundssonar, og konu Orms, Þuríðar húsfreyju, f. 1730, d. 28. maí 1803, Ólafsdóttur.

Kristín var ógift hjá foreldrum sínum á Búðarhóli 1850, með búandi ekkjunni móður sinni þar 1860 og 1870. 1870 voru börn hennar þar, Guðmundur 4 ára og Jón tveggja ára. Pétur var þá vinnumaður í Gvendarhúsi.
Hún var húsfreyja í Þorlaugargerði 1880 með Pétri og börnunum Jóni, Marteu Guðlaugu og Kristínu.
Kristín lést 1881.

Maður Kristínar var Pétur Benediktsson bóndi í Þorlaugargerði f. 12. febrúar 1841, d. 16. október 1921.
1. Guðmundur Pétursson sjómaður í Grindavík, f. 20. janúar 1866, fórst í sjó 31. október 1900. Hann var tökubarn hjá ekkjunni móðurmóður sinni á Búðarhóli 1870. Þar er móðir hans Kristín, ógift vinnukona. Þess má geta, að sonur Guðmundar var Magnús faðir Guðmundar föður þeirra Magnúsar Tuma prófessors í jarðeðlisfræði og Más seðlabankastjóra.
2. Jón Pétursson bóndi og smiður í Þorlaugargerði, f. 21. júlí 1868, d. 18. júní 1932. Hann var tökubarn hjá ekkjunni móðurmóður sinni á Búðarhóli 1870. Þar er móðir hans Kristín, ógift vinnukona..
3. Martea Guðlaug Pétursdóttir, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921, fyrri kona Guðjóns á Oddsstöðum.
4. Kristín Magnúsína Pétursdóttir verkakona, húsfreyja á Brekku 1910, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.