„Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2013 kl. 14:59
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Guðmundur Þórarinsson fór snemma að nytja jörð sína Vesturhús til hins ýtrasta og þurfti líka alls við á þeim tímum.
Fuglaveiðar voru þá mjög stundaðar og gerðist Guðmundur brátt mjög duglegur veiðimaður með þess tíma veiðitækjum, svo sem greflum og netum. Þá var hann mjög við eggjatöku, fýla- og súlutekjur og þótti alls staðar mjög liðtækur bjargveiðimaður. Lítt komst hann á að veiða með háf, þótt hins vegar iðkaði hann það sem aðrir. Er mér sagt, að hann hafi verið miðlungur í veiði með háf, en ástundunarsamur og fullur áhuga. Var hann nær þrítugu, er háfurinn fór að tíðkast og var honum, sem fleirum, gamla veiðiaðferðin tamari.
Hann var bústólpi, kátur og léttur í lund og á velli, hár og þrekinn og snemma alskeggjaður, fríður ásýndum.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum) og
Blik 1969: Vesturhúsfeðgarnir.