Ársæll var útgerðarmaður frá árinu 1912 og var formaður í fjöldamörg ár á eigin bátum. Ársæll var stofnandi Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja árið 1940 og rak umfangsmikla timburverslun og fiskverkun. Ársæll var auk þess forseti bæjarstjórnar 1954-1962. Ársæll var kjörinn heiðursborgari í Vestmannaeyjum er hann varð sjötugur 31. desember 1963.
Ársæll var útgerðarmaður frá árinu 1912 og var formaður í fjöldamörg ár á eigin bátum. Ársæll var stofnandi Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja árið 1940 og rak umfangsmikla timburverslun og fiskverkun. Ársæll var auk þess forseti bæjarstjórnar 1954-1962. Ársæll var kjörinn heiðursborgari í Vestmannaeyjum er hann varð sjötugur 31. desember 1963.
=Frekari umfjöllun=
'''Ársæll Sveinsson''' á [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]], fæddist 31. desember 1893 og lést 14. apríl 1969.<br>
Foreldrar hans voru [[Sveinn Jónsson (Sveinsstöðum)|Sveinn Jónsson]] trésmíðameistari frá Steinum undir Eyjafjöllum, f. 19. apríl 1862 í Steinum, d. 13. maí 1947, og kona hans [[Guðrún Runólfsdóttir (Sveinsstöðum)|Guðrún Runólfsdóttir]] húsfreyja, spítalahaldari og útgerðarkona, f. 26. nóvember 1860 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkursókn, Gull., d. 20. október 1949.<br>
Kona Ársæls var [[Laufey Sigurðardóttir (Fögrubrekku)|Laufey Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 2. september 1895, d. 16. ágúst 1962.<br>
Ársæll Sveinsson er rösklega meðalhár, ljóshærður og ljós yfirlitum, sterklega vaxinn, enda vel sterkur maður og harðger. Hann er mjög þrekinn og axlabreiður og hin seinni árin vel í hold kominn, kátur og léttur. Hann var lengi formaður og fiskinn vel, enda hinn mesti fullhugi og sókndjarfur. <br>
Hann hefir komið mjög við sögu bæjarmálanna hin síðari ár og barist ótrauður í flokki sjálfstæðismanna, fylginn sér um málefni, stefnuna og tekið virkan þátt í verklegum framkvæmdum bæjarins. <br>
Hann rekur verslun og útgerð í stórum stíl og skipasmíðastöð.<br>
Ársæll var prýðis góður veiðimaður og þekktur fyrir góðveiðar í [[Siggafles]]i í [[Álsey]], sló svo fast upp og hart að allt lék á reiðiskjálfi. En hann veiddi þarna vel og hafði yndi af staðnum. Hann er vissulega góður merkisberi Álseyjar.<br>
{{Árni Árnason}}
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Íslendingabók.is.
*Garður.is.}}
= Myndir=
= Myndir=
Útgáfa síðunnar 13. ágúst 2013 kl. 12:30
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ársæll Sveinsson“
Ársæll var útgerðarmaður frá árinu 1912 og var formaður í fjöldamörg ár á eigin bátum. Ársæll var stofnandi Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja árið 1940 og rak umfangsmikla timburverslun og fiskverkun. Ársæll var auk þess forseti bæjarstjórnar 1954-1962. Ársæll var kjörinn heiðursborgari í Vestmannaeyjum er hann varð sjötugur 31. desember 1963.