„Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Árnason (Ásgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 21:08

Guðmundur Árnason frá Ásgarði fæddist 17. október 1898 í Hafnarfirði og lést 27. janúar 1988.
Foreldrar hans voru Árni Filippusson gæslustjóri í Ásgarði, f. 17. mars 1856, d. 6. janúar 1932 og kona hans Gíslína Jónsdóttir, f. 18. apríl 1871, d. 18. sepember 1953.

Guðmundur bjó með Sigurbjörgu Guðmundsdóttur frá Arnarhóli í Landeyjum, f. 8. mars 1904, d. 4. maí 1993. Þau bjuggu síðar í Reykjavík.
Börn Guðmundar og Sigurbjargar eru:
1. Þórarinn, f. 25. apríl 1929. Hann er að mestu alinn upp af föðursystur sinni Katrínu Árnadóttur og manni hennar Árna Árnasyni símritara.
2. Svanhildur, f. 29. ágúst 1931. Að mestu uppalin af föðursystur sinni Guðrúnu Árnadóttur og móður hennar Gíslínu Jónsdóttur.
3. Árni, f. 25. mars 1935.
4. Sigurður, f. 24. ágúst 1937.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara: Bjargveiðimannatal.
Guðmundur er lágur vexti og allur smávaxinn, dökkhærður og alltekinn í andliti, eltist snemma og ber aldurinn ekki sem best líkamlega, en sálarlega er hann ungur, ávallt glaður og reifur. Hann er skemmtilegur í samveru, kátur, launfyndinn og orðheppinn. Hann er ágætur félagi, vinmargur og afhaldinn.
Veiðimaður er Guðmundur ekki að neinu ráði, enda óvanur. En hann tók laglega fugl, var áhugasamur og iðinn. Lífsstarf Guðmundar er helst sjómennska, en hefir þó unnið mikið við ýmiss konar störf og nú síðast í mörg ár á Keflavíkurflugvelli. Hann býr annars í Reykjavík, ásamt fjölskyldu sinni.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir