„Sigfinnur Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (flokkur fólk)
Lína 13: Lína 13:
* Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.
* Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.
}}
}}
 
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Bæjarstjórar]]
[[Flokkur:Bæjarstjórar]]

Útgáfa síðunnar 19. janúar 2006 kl. 09:45

Sigfinnur Sigurðsson er fæddur 16. febrúar 1937 í Stykkishólmi. Foreldrar hans voru Sigurður Skúlason verslunarmaður í Stykkishólmi og Soffía Sigfinnsdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1957 og í framhaldi af því cand. phil. frá Háskóla Íslands árið 1958. Sigfinnur öðlaðist hagfræðipróf árið 1963 frá háskóla í Marburg Lahn og Köln. Prófritgerð Sigfinns var um utanríkisverslun Íslendinga árið 1963. Einnig skrifaði Sigfinnur um Skipulag sjávarkauptúna á Íslandi (sem var verðlaunaritgerð Skipulagsstjórnar ríksins 1972).

Sigfinnur starfaði við ýmiss konar opinber störf, m.a. við uppbyggingu nýs fasteignamats ríkisins, var borgarhagfræðingur og var framkvæmdastjóri Sambands sunnlenskra sveitarfélaga frá 1972-75. Þá tók hann við embætti bæjarstjóra Vestmannaeyja og gegndi því í tvö ár, á árunum 1975-1976.

Sigfinnur var hagfræðingur Verslunarmannafélags Reykjavíkur frá 1979.

Kona hans var Helga Sveinsdóttir frá Þykkvabæ og áttu þau þrjú börn.

Sigfinnur lést árið 2003.



Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.