„Ystiklettur“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
mEkkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
{{Fjöll}} | {{Fjöll}} | ||
[[Mynd:DSCF4647.jpg |thumb|300px|Ystiklettur]] | [[Mynd:DSCF4647.jpg |thumb|300px|Ystiklettur]] | ||
'''Ystiklettur''' er austasti klettur [[jarðfræði|norðurklettanna]], en hann stendur norður af Víkini þar sem innsiglingin er. Hann er áfastur [[Miðklettur|Miðkletti]] að norðvestan, og [[Faxasker]] stendur norðaustan við hann. [[Klettshellir]] er í Ystakletti og þykir hann afar fallegur sjávarhellir. [[Lundi|Lundaveiði]] er mikið stunduð í Ystakletti, enda gefur kletturinn mjög gott af sér. | '''Ystiklettur''' er austasti klettur [[jarðfræði|norðurklettanna]], en hann stendur norður af Víkini þar sem innsiglingin er. Hann er áfastur [[Miðklettur|Miðkletti]] að norðvestan, og [[Faxasker]] stendur norðaustan við hann. [[Klettshellir]] er í Ystakletti og þykir hann afar fallegur sjávarhellir. [[Lundi|Lundaveiði]] er mikið stunduð í Ystakletti, enda gefur kletturinn mjög gott af sér. Hæsti tindur Ystakletts er kallaður '''Háhaus'''. Ystiklettur var í fornu tali kallaður '''Kletturinn''' eða '''Klettur''' | ||
== Reimleikar í Ystakletti == | == Reimleikar í Ystakletti == |
Útgáfa síðunnar 30. október 2005 kl. 23:06
Ystiklettur er austasti klettur norðurklettanna, en hann stendur norður af Víkini þar sem innsiglingin er. Hann er áfastur Miðkletti að norðvestan, og Faxasker stendur norðaustan við hann. Klettshellir er í Ystakletti og þykir hann afar fallegur sjávarhellir. Lundaveiði er mikið stunduð í Ystakletti, enda gefur kletturinn mjög gott af sér. Hæsti tindur Ystakletts er kallaður Háhaus. Ystiklettur var í fornu tali kallaður Kletturinn eða Klettur
Reimleikar í Ystakletti
- „Út'í Ystakletti út' í Ystakletti álfkona bjó...“
Jafnan hefur verið talið að reimt væri í Ystakletti. Einhverju sinni var Guðrún Laugudóttir við heyskap í Ystakletti. Hún var þar ein manna, en hafði hund sinn með sér. Hún svaf í veiðimannabólinu en hundurinn lá utandyra. Nótt eina vaknaði Guðrún við mikinn hávaða úti fyrir. Hundurinn var alveg trylltur. Þegar þetta hafði gengið nokkra stund varð allt í einu dauðaþögn. Í sömu svifum var hundinum fleygt inn til hennar. Þegar hún fór að gæta að þá sá hún að hundurin var steindauður. Hann hafði verið skorinn á háls.
Úr örnefnaskrá Gísla Lárussonar
I. Ystiklettur (1): Klettsnef (2) kallast landsuðurshornið á Ystakletti er myndar voginn að norðanverðu, en vestan í Klettsnefi ofanvert er Klettsnefstó (3). Inn af Klettsnefi er Klettshellir (4) við sjó niðri; en ofan við hann (fyrir ofan brún) er grasbrekka nefnd Réttarfles (5) (var réttað í því). Beint norður af og lítið hærra er Djúpafles (6), en norðar Langafles (7). Móbergshryggir liggja á milli flesjanna og greina þau sundur; en brúnin hér fyrir ofan er nefnd Tindar (8) (Suðurtindar (9)) – af svonefndu „Sviði“ (fiskimiði) S.V. af Álfsey eru brúnir þessar nefndar „Kambar“ samkv. gömlu „Miðakveri“.
Niður af Langaflesi er hár tangi sem liggur í vestur, grasivaxinn að ofan, en standberg beggja megin nefndur Litlaklettsnef (10); norðan í því er uppganga erfið Gyltustígur (11). Þá tekur við Klettsvík (12) er myndast af Litlaklettsnefi öðrumegin og Miðkletti hinumegin. Klettsvík er malarvík og er uppganga úr henni að austan nefnd Skriða (13). Upp af henni er Jaðar (14). Þar austur af er slægjuland nefnt Slægjan (15) (gefur ca kýrfóður). Skriðan fellur úr Háhaus (16), hæsta tindi á Ystakletti. Vestan við Skriðuna er grasbrekka, Lauslæti (17), efst í því er skúti nefndur Ból (18), sem hefir til þessa verið notað af fuglamönnum á sumrin, en fjárból á vetrum. Niður af Lauslæti er Sturlató (19) í miðju bergi. Þar vestur af Draugató (20) (eða Marktó (21)) – áttu þaðan að stafa reimleikar miklir svo að menn ekki héldust við að nátta í áður nefndu Bóli utan kona nokkur (Guðrún Laugadóttir). Sjá síðar „Dys við Erlendarkrær“ – upp af Lauslæti er grasbrekka nefnd Sandtorfa (22), myndast af lágum bergstalla á þrjá vegu. Vestan við hana og neðan við bergstallann, er önnur grasbrekka nefnd Undir hendinni (23). Hér fyrir vestan og allt að Klettaskörðum (24), sem aðskilja Miðklett og Ystaklett er nefnt Snið (25), er það vegur í miðju bergi að klettaskörðum, er farið er landveg til Heimaeyjar (vestur kletta).
Upp af Sniði og Klettaskörðum er Heljarstígur (26); brunnið berg hryggmyndað; var áður farið bandlaust upp og niður hrygginn en varð nokkrum mönnum að bana. Þar austur af en norðan við Hendina er grasbrekka, Gatnefsbrekka (27) og vestast í henni Gatnef (28) (nef með gati í gegn). Hér fyrir neðan er sandorpin fýlabrekka, nefnd Grafningsskora (29), en niður við sjó stórgrýtt urð, Selhellraurð (30), í henni er nýfundinn hellir afarstór (1907) gaf finnandinn Ágúst Gíslason útvegsbóndi honum nafnið Leynir (31), en austar í sjó út eru Selhellrar (32), er urðin mun draga nafn af. Austan við Grafningsskoru er hátt berg og í því lítið norðar við brún uppi, er Baldursbráarhillur (33). Þar norðar og neðan við brún er tó, Svelti (34) (fer stundum fé þar niður og hrapar). En upp af þessu svæði – hábrúnin – nefnist Tindar (35) (Norðurtindar (36)). Nyrsti tindurinn, sem er hæstur nefnist Stöng (37), þar niður af norðanmegin eru Stangarbásar (38) – hellrar í berginu gefa feikna bergóm. Norðan við Stöng er nefndur Faxi (39), grasivaxinn mjór hryggur en hátt standberg beggja vegna; fyrir neðan er gras (líkist hestmakka – faxi – ef setið er á hryggnum, gæti nafnið verið dregið af því?). Nyrst á tanganum kallast Faxanef (40) og í því fyrir neðan brún er Skötukjaftur (41) (myndar nefið þríhyrnu og verður skútinn líkur skötutrjónu með opnum kjafti). Er Faxi endinn á tanga þeim er gengur norður úr Ystakletti og örnefni þessi eru á, allt frá Grafningsskoru.
Vestan við Faxa fáa faðma í sjó út er einstakur drangur – Latur (42), en austar í Faxabergi er skúti við sjó niðri, nefndur Bolabás (43) (naut er ætlaði frá Eyjum til lands fannst þar standandi. Langt síðan). Austan við Faxa er vík sem myndast af Faxa vestan megin en Lögmannssæti austan megin, Faxabót (44). En upp af Faxabót er hár tindur Þórislatur (45); en neðan við hann í berginu tó, Faxaskora (46), og efst í henni Sigmundarnef (47), þar ofar er Davíðstó (48) nú afhröpuð (kennd við Davíð Ólafsson er fór fyrst upp í hana. Hrapaði hann á Hellir Súlnaskeri. Sjá síðar).
Faxasund (49) nefnist sundið milli Faxa og Skers. Lögmannssæti (50) er tangi ekki allhár, en breiður og grasivaxið sléttlendi uppi á því, en berg á þrjá vegu og myndar þannig tanga. Við það að sunnan er vik, Drengjabót (51) og í henni drangar tveir, Drengir (52), er annar drangurinn aðeins laus við bergið og milli þeirra örmjótt sund fyrir ofan sjómál, en samfastir neðar. Voru þessir drangar sem örmjóar súlur, en af öðrum er fallið fyrir nokkru, um 1840. Út úr ytri drangnum gengur hryggur 4-5 faðma langur, sést upp úr sjó um stórstraumsfjöru, nefnd Drengjatá (53), er þar oftast mikill straumur og með flæði hætta að fara þar of nærri. Hér mun hafa orðið skipsskaði 1413 samkv. Lögmannsannál.
Drengjabótarbrekka (54) er upp af Drengjabót; en þar suður af Heyhæll (55) (er heyi oft gefið þar ofan). Hér nokkru sunnar er Gjósta (56) og Gjóstuhaus (57). Gjósta er lágmyndun og liggur neðan við áðurnefnda slægju að brún, þar er roksamt mjög. Sunnan við Gjóstuhaus tekur við stór grasivaxin brekka nefnd Fastahlíð (58), liggur hún mót suðri en neðan við hana í miðju bergi er Klemensarbæli (59) – svartfuglabekkur. Hér litlu norðar í sjó út er flúð, Tíæringsflúð (60). Tíæringur (bátur) átti að farast hér á, en suður af Föstuhlíð neðst Gunnhilla (61). Hér fyrir sunnan myndast hryggur í berginu upp og ofan, Bóndi (62) og efst á honum Bóndahaus (63). Þar á brúninni stóð laus steinn afar stór, sem féll í sjó niður í jarðskjálftanum haustið 1896.
Bóndabót (64), milli Bónda og Föstuhlíðar; en fyrir sunnan Bónda er Klettsnefnsbót (65). Þar fyrir ofan í berginu er svartfuglabyggð – margir skútar nefndir Kórar (66), er neðsti skútinn örlítill, svo aðeins getur einn fugl verpt í honum nefndur Krosskirkja (67) (líkist turni á kirkju). Ofan við Kórana er allstór fýlabrekka, Voðmúlaskora (68) en ofan við hana nyrst og sunnan í Bóndahaus er Brauðtorfa (69), smá brekka. Þar lítið neðar Brauðtorfusvelti (70).
Heimildir
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
- Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014
- Gísli Lárusson. Óútgefið Örnefni á Vestmannaeyjum. Örnefnastofnun Íslands