„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Strákurinn í Vestmannaeyjum (JGÓ)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <br> <big><big><center>Strákurinn í Vestmannaeyjum.</center></big></big><br> <small><center>(Eftir sögn Haralds Möllers, snikkara í Reykjavík, um 1886)</center></small> <br> Hjón ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<br> | <br> | ||
<big><big><center>Strákurinn í Vestmannaeyjum.</center></big></big><br> | <big><big><center>Strákurinn í Vestmannaeyjum.</center></big></big><br> | ||
<small><center>(Eftir sögn Haralds Möllers, snikkara í Reykjavík, um 1886)</center></small> | <small><center>(Eftir sögn [[Haraldur Lúðvík Möller|Haralds Möllers]], snikkara í Reykjavík, um 1886)</center></small> | ||
<br> | <br> | ||
Hjón ein bjuggu í Vestmannaeyjum eigi alls fyrir löngu, og þótti húsfreyja fremur vinnuhörð. Piltur einn var á vist hjá þeim, og lék hún hann oft hart. Einu sinni voru þeir staddir úti á túni, bóndi og strákur. Húsfreyja kom að þeim og kærði strák fyrir bónda, en ekki er þess getið, hvert kæruefnið var. Bóndi brást reiður við og ætlaði að berja strák með því, sem var hendi næst, en það var kvísl. Strákur hljóp undan, en bóndi á eftir, og barst leikurinn fram á hamar. Þar nam strákur staðar og sagðist mundu steypa sér fram af hömrunum, því að það væri eins gott og að láta lemja sig í hel. Kenndi hann húsfreyju um dauða sinn og kvaðst skyldi fylgja henni í 9. lið. Því næst hljóp strákurinn fram af hamrinum og varð það hans bani. Svo brá við dauða stráks, að húsfreyja hafði hvergi stundlegan frið, því að strákurinn gekk aftur jafn harðan og sótti að henni. Ekki varð bónda mein að aðsókn stráks, en börnum þeirra hjóna fylgdi hann og fylgir enn í dag, enda eru sum þeirra fáráðlingar. Strákur þessi gengur um Eyjarnar eins og grár köttur, og hafa margir eyjarskeggjar séð hann.<br> | Hjón ein bjuggu í Vestmannaeyjum eigi alls fyrir löngu, og þótti húsfreyja fremur vinnuhörð. Piltur einn var á vist hjá þeim, og lék hún hann oft hart. Einu sinni voru þeir staddir úti á túni, bóndi og strákur. Húsfreyja kom að þeim og kærði strák fyrir bónda, en ekki er þess getið, hvert kæruefnið var. Bóndi brást reiður við og ætlaði að berja strák með því, sem var hendi næst, en það var kvísl. Strákur hljóp undan, en bóndi á eftir, og barst leikurinn fram á hamar. Þar nam strákur staðar og sagðist mundu steypa sér fram af hömrunum, því að það væri eins gott og að láta lemja sig í hel. Kenndi hann húsfreyju um dauða sinn og kvaðst skyldi fylgja henni í 9. lið. Því næst hljóp strákurinn fram af hamrinum og varð það hans bani. Svo brá við dauða stráks, að húsfreyja hafði hvergi stundlegan frið, því að strákurinn gekk aftur jafn harðan og sótti að henni. Ekki varð bónda mein að aðsókn stráks, en börnum þeirra hjóna fylgdi hann og fylgir enn í dag, enda eru sum þeirra fáráðlingar. Strákur þessi gengur um Eyjarnar eins og grár köttur, og hafa margir eyjarskeggjar séð hann.<br> | ||
Einu sinni var Haraldur niðri á bryggju að veiða varasíli. Hann sá að strákur var á ferli fyrir ofan bryggjuna, en svo illa til fara, að víða skein í hann beran. Haraldi þótti þetta kynlegt, en hélt þó, að þetta væri einhver af félögum sínum, og kallaði í strák, en hann gegndi ekki. Haraldur kallaði aftur til stráksins, en hann svaraði ekki að heldur. Haraldur stökk þá á fætur og hljóp að stráknum, en hann tók til fótanna og skauzt fyrir húshorn. Þegar Haraldur kom fyrir hornið, var strákurinn horfinn, og þóttist hann nú vita, að ekki væri allt með felldu. Hann sagði fólki frá því, sem fyrir hann hafði borið, og var honum þá sagt, að þarna hefði hann séð strákinn, sem hefði drepið sig.<br> | Einu sinni var Haraldur niðri á bryggju að veiða varasíli. Hann sá að strákur var á ferli fyrir ofan bryggjuna, en svo illa til fara, að víða skein í hann beran. Haraldi þótti þetta kynlegt, en hélt þó, að þetta væri einhver af félögum sínum, og kallaði í strák, en hann gegndi ekki. Haraldur kallaði aftur til stráksins, en hann svaraði ekki að heldur. Haraldur stökk þá á fætur og hljóp að stráknum, en hann tók til fótanna og skauzt fyrir húshorn. Þegar Haraldur kom fyrir hornið, var strákurinn horfinn, og þóttist hann nú vita, að ekki væri allt með felldu. Hann sagði fólki frá því, sem fyrir hann hafði borið, og var honum þá sagt, að þarna hefði hann séð strákinn, sem hefði drepið sig.<br> | ||
<small>(Ólafur Davíðsson: Íslenzkar þjóðsögur II | <small>(Ólafur Davíðsson: Íslenzkar þjóðsögur II, 175—176)</small> | ||
{{Sögur og sagnir}} | {{Sögur og sagnir}} |
Útgáfa síðunnar 26. nóvember 2011 kl. 19:28
Hjón ein bjuggu í Vestmannaeyjum eigi alls fyrir löngu, og þótti húsfreyja fremur vinnuhörð. Piltur einn var á vist hjá þeim, og lék hún hann oft hart. Einu sinni voru þeir staddir úti á túni, bóndi og strákur. Húsfreyja kom að þeim og kærði strák fyrir bónda, en ekki er þess getið, hvert kæruefnið var. Bóndi brást reiður við og ætlaði að berja strák með því, sem var hendi næst, en það var kvísl. Strákur hljóp undan, en bóndi á eftir, og barst leikurinn fram á hamar. Þar nam strákur staðar og sagðist mundu steypa sér fram af hömrunum, því að það væri eins gott og að láta lemja sig í hel. Kenndi hann húsfreyju um dauða sinn og kvaðst skyldi fylgja henni í 9. lið. Því næst hljóp strákurinn fram af hamrinum og varð það hans bani. Svo brá við dauða stráks, að húsfreyja hafði hvergi stundlegan frið, því að strákurinn gekk aftur jafn harðan og sótti að henni. Ekki varð bónda mein að aðsókn stráks, en börnum þeirra hjóna fylgdi hann og fylgir enn í dag, enda eru sum þeirra fáráðlingar. Strákur þessi gengur um Eyjarnar eins og grár köttur, og hafa margir eyjarskeggjar séð hann.
Einu sinni var Haraldur niðri á bryggju að veiða varasíli. Hann sá að strákur var á ferli fyrir ofan bryggjuna, en svo illa til fara, að víða skein í hann beran. Haraldi þótti þetta kynlegt, en hélt þó, að þetta væri einhver af félögum sínum, og kallaði í strák, en hann gegndi ekki. Haraldur kallaði aftur til stráksins, en hann svaraði ekki að heldur. Haraldur stökk þá á fætur og hljóp að stráknum, en hann tók til fótanna og skauzt fyrir húshorn. Þegar Haraldur kom fyrir hornið, var strákurinn horfinn, og þóttist hann nú vita, að ekki væri allt með felldu. Hann sagði fólki frá því, sem fyrir hann hafði borið, og var honum þá sagt, að þarna hefði hann séð strákinn, sem hefði drepið sig.
(Ólafur Davíðsson: Íslenzkar þjóðsögur II, 175—176)