„Náttúra“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Náttúra - úr Wikipedia)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
== Jarðfræði ==
Vestmannaeyjar liggja um 10 km suður undan [[Landeyjasandur|Landeyjasandi]]. Eyjaþyrpingin samanstendur af 14 eyjum og auk þeirra eru um 30 drangar og sker. Eyjarnar eru sæbrattar og víðast hvar þaktar graslendi. Af þeim er Heimaey lang stærst eða um 13,4 km² og hún er sú eina sem er í byggð. Helstu og stærstu eyjarnar í kringum [[Heimaey]] eru [[Elliðaey]] og [[Bjarnarey]] norðaustur af Heimaey og til suðvesturs [[Suðurey]], [[Álsey]], [[Brandur]], [[Hellisey]] og [[Surtsey]].
Eyjarnar eru ungar á jarðsögulegan mælikvarða og hafa allar myndast í eldgosum, þær elstu fyrir u.þ.b. 12 þúsund árum. Flestar eyjarnar eru gíglaga [[móbergsstapi|móbergsstapar]] og á sumum þeirra eru gjallgígar.
Vestmannaeyjar eru á umfangs-miklu eldgosasvæði sem er um 38 km langt og 30 km breitt með 70-80 eldstöðvum eða leifum þeirra.
=== Surtsey ===
''Sjá aðalgrein: [[Surtseyjargosið]]''
Surtsey varð til í miklu neðansjávargosi sem hófst árið [[1963]] og lauk [[1967]]. Það er lengsta sögulega [[eldgos]] á Íslandi.  Við upphaf gossins voru tvær eyjur sem mynduðust, og fengu þær nöfnin Syrtlingur og Jólnir. Jólnir kom upp úr sjó rétt fyrir Þorláksmessu, og stóð fram yfir jólin [[1963]]. Syrtlingur stóð mun lengur, en leifar þessarra eyja mynduðu Surtsey seinna meir.
Strax að loknu gosinu var Surstey friðuð, þar sem að þetta var í fyrsta skiptið á sögulegum tíma sem ný eyja hafði myndast, og voru jarðfræðingar jafnt sem líffræðingar forvitnir um þróun lífríkisins á eyjunni og eyjunnar sjálfrar. Strax á fyrstu árunum eftir gosið fóru ýmsar lífverur að taka sér bólfestu þarna.
Eyjan er alfriðuð.
=== Heimaeyjargosið ===
''Sjá aðalgrein: [[Heimaeyjargosið]]''
Eldgos hófst á Heimaey þann 23. Janúar árið 1973 og eyðilagði og/eða skemmdi u.þ.b. 60% af öllum húsum bæjarins, u.þ.b. þriðjungur fór undir hraun. Í gosinu fóru nær allir heimamenn upp á land. Þeir voru þá um 5500 talsins, fyrir gos, en flestir sneru aftur að því loknu, og margir fyrr. Einn maður lét lífið í gosinu og nálgast kraftaverk að margir fleiri skyldu ekki farast.
Eftir stóð eldfjallið Eldfell, sem margir Vestmannaeyingar vildu kalla Kirkjufell, rétt norðaustan Helgafells. Frá því stendur Eldfellshraun, sem teygir sig frá Skarfatanga í suðri að Skansinum í norðri, og stækkaði Heimaey um eina 3 ferkílómetra. Eldfellshraun er basískt apalhraun að mestu, með nokkrum helluhraunsblettum; mestallt hraunið er vikur.
Gosinu var aflýst 3. Júlí sama ár, en þá tóku við gríðarlegar hreinsunarframkvæmdir á eyjunni, enda höfðu um 300 hús farið undir hraun, og afgangur bæjarins lá undir þykku öskulagi. Meirihluti þeirra sem áttu heima í Eyjum fyrir gos snéru aftur.
== Veðurfar ==
Í Vestmannaeyjum er fremur hlýtt, úrkomu- og vindasamt og markast það af legu eyjanna undan suðurströnd landsins. Hitamunur milli árstíða er tiltölulega lítill og þoka setur svip sinn á veðráttuna. Veðurfar við Vestmannaeyjar flokkast undir [[hafrænt úthafsloftslag]], nokkuð hlýtt og rakt miðað við meðaltal á fastalandinu. Veðrabrigði eru snögg og stundum oft á dag. Gjarnan er sagt að ekki sé veður í Vestmannaeyjum, heldur eingöngu veðurprufur.
Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar á [[Stórhöfði|Stórhöfða]] síðan árið [[1921]] og einnig við flugvöllinn síðan um [[1960]]. Árið [[1998]]-[[1999]] voru gerðar sjálfvirkar mælingar á [[Eldfellshraun]]i sem stóðu yfir í tæpt ár. Munur á úrkomu og hitastigi milli veðurstöðva á Heimaey hefur reynst óverulegur og er því miðað við Stórhöfða nema annað sé tekið fram. Árið [[2002]] var svo sett upp sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjabæ, við botn ''Löngulág'', þar sem vindmælingar á Stórhöfða gefa oft ekki rétta mynd af veðrinu inni í bænum.
Yfir [[vetur]] er meðalhiti hvergi hærri á landsvísu en víða er hlýrra yfir [[sumar]]ið. Á tímabilinu [[1961]]-[[2000]] var meðalárshiti 4,9°C á Stórhöfða, en hæsti meðalhiti á einu ári var 5.5°C árið [[1984]]. Milt hitastig í sjó í kringum Eyjarnar er ástæða fyrir háum meðallofthita og lítilli hitasveiflu milli árstíða og daga. Hiti hefur aldrei mælst yfir 20°C á Stórhöfða, en í júni árið [[1999]] mældist hámarkshiti 19.3°C sem er það hæsta sem þar hefur mælst. Frost mældist að meðaltali 82 daga á ári yfir vetrarmánuðina á árunum [[1961]]-[[1990]]. Mesta frost sem mælst hefur var -16,9°C í april árið [[1968]]. Að jafnaði var frost allan sólarhringin 18 daga á ári á sama tímabili.
[[Úrkoma]] er fremur mikil í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða rignir að meðaltali um 129 mm á mánuði sem er mikið miðað við aðra landshluta. Heildar meðalúrkoma á ári var 1556mm á tímabilinu [[1961]]-[[2000]]. Úrkoman er mjög árstíðarbundin. Mesta úrkoma er yfir vetrarmánuðina en minnst á tímabilinu apríl - júlí. Mesta úrkoma á einum sólarhring var 146 mm í október árið [[1979]]. Úrkomudagar hafa verið að jafnaði 246 á ári og þar af eru 82 dagar snjókoma eða slydda. Jörð var að meðaltali alhvít 40 daga á ári en alautt var að meðaltali 285 daga á tímabilinu [[1961]]-[[1990]].
Þoka var að jafnaði 86 daga á ári við Stórhöfða en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu [[1961]]-[[1990]]. Gera má ráð fyrir að þokudagar séu talsvert færrri niðri í kaupstaðnum. Alskýjað var að jafnaði 192 daga á ári, en heiðskýrt 22 daga. Meðal skýjahula var 6/8 himinhvolfsins á tímabilinu [[1961]]-[[1990]]. Meðalrakastig er 82% og þrumudagar voru 4 á ári að jafnaði á sama tímabili.
Stórhöfði er vindsamasta veðurstöð landsins. Veðurstöðin er í 120m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Meðalvindhraði yfir allt árið var 11.03 m/s á árunum 1961-2000. Talsverður munur á vindhraða milli árstíða, í júlí er meðalvinhraði 8 m/s en 13.2 m/s í janúar.
== Lífríki ==
Í Vestmannaeyjum er mjög fjölbreytt dýralíf, þá einkum fuglar og plöntur. Stærsta [[lundi|lundabyggð]] heims er í Vestmannaeyjum, en meira en tíu milljón lundar búa á eyjunum. Gjöful fiskimið eru umhverfis eyjarnar, og ofgnótt hvala, en lítið er af spendýrum á eyjunum sjálfum að undanskildum manninum.
Í Vestmannaeyjum er mjög fjölbreytt dýralíf, þá einkum fuglar og plöntur. Stærsta [[lundi|lundabyggð]] heims er í Vestmannaeyjum, en meira en tíu milljón lundar búa á eyjunum. Gjöful fiskimið eru umhverfis eyjarnar, og ofgnótt hvala, en lítið er af spendýrum á eyjunum sjálfum að undanskildum manninum.



Útgáfa síðunnar 29. mars 2005 kl. 16:18

Í Vestmannaeyjum er mjög fjölbreytt dýralíf, þá einkum fuglar og plöntur. Stærsta lundabyggð heims er í Vestmannaeyjum, en meira en tíu milljón lundar búa á eyjunum. Gjöful fiskimið eru umhverfis eyjarnar, og ofgnótt hvala, en lítið er af spendýrum á eyjunum sjálfum að undanskildum manninum.

Jarðvegur er víðast hvar grunnur í Vestmannaeyjum en þó eru á stöku stað skilyrði fyrir túnrækt. Víðast hvar er jarðvegur grýttur og stutt er niður á hraun. Jarðvegur á Heimaey telst vera sandorpinn móajarðvegur þar sem eldfjallaska er í bland við lífræn jarðvegsefni. Gamlar uppþornaðar mýrar má meðal annars finna í Lyngfellisdal, Torfmýri og Bleiksmýrardal.

Árið 1771, þegar verið var að flytja fyrstu hreindýrin til Íslands, voru 13 hreindýr flutt til Vestmannaeyja. Stendur þá í Árbókum Espólíns (10. deild, bls. 101) að „Þat sumar komu 13 hreindýr í Vestmannaeyjum at undirlagi Ólafs amtmanns Stephánssonar, dóu 10 í vesöld um vetrinn eftir, en þrjú lifdu“. Önnur eldri og ýtarlegri frásögn er í Islandske Maaneds-Tidender, 2. árg., bls. 55-59, og heimildarmaðurinn er Sigurður Sigurðsson landþingsskrifari á Hlíðarenda.


Náttúra:     FuglarSjávardýrSpendýrGróður