„Blik 1971/Trausti Á. Traustason, minningarorð“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Blik 1971/Trausti Á. Traustason, minningarorð“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
[[Mynd: 1971 b 165 A.jpg|thumb|350pz|''Trausti Á. Traustason.'']] | [[Mynd: 1971 b 165 A.jpg|thumb|350pz|''Trausti Á. Traustason.'']] | ||
Blik vill sýna okkur öllum, sem hér eiga hlut að máli, þá velvild að geyma nokkur orð um kæran son, frænda og vin, sem lézt 30. okt. 1969. <br> | Blik vill sýna okkur öllum, sem hér eiga hlut að máli, þá velvild að geyma nokkur orð um kæran son, frænda og vin, sem lézt 30. okt. 1969. <br> | ||
[[Trausti Ágúst Traustason]] var fæddur 19. marz 1952, sonur hjónanna [[Trausti Jónsson | [[Trausti Ágúst Traustason]] var fæddur 19. marz 1952, sonur hjónanna [[Trausti Jónsson (Mörk)|Trausta Jónssonar]] [[Jón Tómasson| Tómassonar]] frá [[Mörk]] í Eyjum og konu hans [[Ágústa Haraldsdóttir (Garðshorni)|Ágústu Haraldsdóttur]] [[Haraldur Jónasson (Garðshorni)| Jónassonar]] frá [[Garðshorn]]i. <br> | ||
„Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir,“ stendur þar. En hvernig sem það er, fáum við ekki skilið, að nú, þegar svo virðist sem tækni mannanna sé engin takmörk sett, skuli læknum samt vera það ofraun að sporna við dauða ungmenna, eins og vinar okkar, Trausta, þrátt fyrir mikla árvekni og ærna fyrirhöfn. | „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir,“ stendur þar. En hvernig sem það er, fáum við ekki skilið, að nú, þegar svo virðist sem tækni mannanna sé engin takmörk sett, skuli læknum samt vera það ofraun að sporna við dauða ungmenna, eins og vinar okkar, Trausta, þrátt fyrir mikla árvekni og ærna fyrirhöfn. | ||
Við eigum bágt með að sætta okkur við þær staðreyndir, að Trausti vinur okkar er horfinn sjónum, svo að við höfum hann ekki lengur hjá okkur. <br> | Við eigum bágt með að sætta okkur við þær staðreyndir, að Trausti vinur okkar er horfinn sjónum, svo að við höfum hann ekki lengur hjá okkur. <br> |
Núverandi breyting frá og með 22. júní 2024 kl. 22:22
Blik vill sýna okkur öllum, sem hér eiga hlut að máli, þá velvild að geyma nokkur orð um kæran son, frænda og vin, sem lézt 30. okt. 1969.
Trausti Ágúst Traustason var fæddur 19. marz 1952, sonur hjónanna Trausta Jónssonar Tómassonar frá Mörk í Eyjum og konu hans Ágústu Haraldsdóttur Jónassonar frá Garðshorni.
„Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir,“ stendur þar. En hvernig sem það er, fáum við ekki skilið, að nú, þegar svo virðist sem tækni mannanna sé engin takmörk sett, skuli læknum samt vera það ofraun að sporna við dauða ungmenna, eins og vinar okkar, Trausta, þrátt fyrir mikla árvekni og ærna fyrirhöfn.
Við eigum bágt með að sætta okkur við þær staðreyndir, að Trausti vinur okkar er horfinn sjónum, svo að við höfum hann ekki lengur hjá okkur.
Trausti Á. Traustason var bjartur yfirlitum, hinn fríðasti sveinn, hár og spengilegur og hið mesta mannsefni. Hann var hvers manns hugljúfi og hafði hafið framhaldsnám, er kallið mikla kom yfir hann og okkur öll. Góður námsmaður var hann, reglusamur og skapgóður, - fyrirmyndar ungmenni, sem við öll vonuðum að ætti glæsilega framtíð. Vissulega spáði manngerðin öllu góðu um það.
Fyrst árið 1966 kenndi Trausti heitinn meinsins, sem dró hann til dauða. Engum okkar kom til hugar, að veikindi hans þá væru svo alvarlegs eðlis, sem þau þó reyndust vera. Þegar svo kom á daginn, að hann gæti naumast átt langt eftir ólifað, urðum við öll harmi slegin, ástvinir hans, nánustu vandamenn og ættingjar. Það er ekki á mínu færi að lýsa þeirri baráttu, sem foreldrar hans ástkærir háðu með honum sjálfum áður en yfir lauk. Þar skiptust á bjartar vonir og hin sárustu vonbrigði. Eftir þrjú ár lauk þeirri baráttu með sigri dauðans.
Ef til vill komu fegurstu mannkostir Trausta heitins í ljós í þeirri raun. Það eitt vita bezt móðir hans og faðir.
Við, sem eftir lifum og syrgjum hinn prúða svein og mannvænlega, munum ávallt minnast hans með djúpum söknuði. Þegar við heyrum góðs unglings getið eða vænlegs mannsefnis, munum við jafnan hvarfla huga til þessa vinar okkar og frænda.
Ég, sem af vanmætti rita þessi fáu minningarorð, votta foreldrum og systkinum Trausta heitins hina dýpstu samúð mína. Megum við ekki og eigum við ekki að trúa á upphafsorðin og þar með, að hinn horfni vinur okkar njóti nú þeirra sælu, sem þeim einum hlotnast, er með guði búa?
- S.J.