„Blik 1955/Stjórn Málfundafélagsin“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 10: | Lína 10: | ||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1955 | [[Mynd: 1955 b 83 A.jpg|left|thumb|200px|''Frá v.: Edda Aðalsteinsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, gjaldkerar með sæmd. Kristín Georgsdóttir, inn ötuli formaður, og Bryndís Gunnarsdóttir, inn slyngi ritari.'']] | ||
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2010 kl. 17:17
- Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans
- s.l. ár
- Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans
Aldrei fyrr í sögu skólans hafa nemendur búið við einskært ,,kvennaríki“. Allir virðast hafa unað því vel og rækt félagsstarfið af lífi og sál.
Þessa lýsingu á valdhöfum Málfundafélagsins hafa nemendur sjálfir samið að mestu leyti:
Við gluggann gegnt Strembu situr Kristín hin spaka Georgsdóttir, formaður Málfundafélagsins. Hún er bekkjarins sómi. Ólafur hinn fróði mælir svo, að aldrei hafi hann fegurri stúlku augum litið, og er þá mikið sagt, þar sem Ólafur hefur stundað nám í Gagnfræðaskólanum árum saman. Kristín er röggsöm og mælsk og ristill í röskvara lagi, og þó mild og móðurleg ástsjúkum byrjendum.
Um Eddu Aðalsteinsdóttur er þetta skrifað:
Í bekknum vinstra megin situr íturvaxin meyja. Hún er prýði deildarinnar sökum fríðleika og vitsmuna, og allt hinna er sem barnavípur hjá henni. Hárið er ljóst, þykkt og mikið og flæðir um axlir niður. Þessir kostir hennar fanga margan horskan hal og hrífa margt ungt hjarta jafnvel í yngstu skotum 2. bekkjar. Ekki er Edda málug en hugsar því meira og stiklar fossa og flúðir vizkunnar með miklum liðlegheitum, nema í fimleikasalnum. Hún er flestum fljóðum kænni og var hún því kosin aðalféhirðir og rukkari skólans. Annast hún það starf allt dyggilega og ávaxtar féð jafn vel sem sitt eigið pund.
Bryndís Gunnarsdóttir er mesta tizkutifa skólans. Hún er dökk á brún og brá eins og Abba-labba-lá. Söngvin dansmær er hún, og svo mikill stílisti, að skólastjóri undrast stórum og hyggur sig þar koma væntanlegum Nobelsverðlaunahöfundi til nokkurs þroska. Bryndís er kát kona og klæðavönd, sem er snyrt og surrfussuð daglega. Hún á hauk í horni. Hennar örlagaaugnablik eru mörg og oft mjög áleitin, en samt mun Bryndís sigla skútu sinni út úr skerjagarði æskuáranna án þess að steyta kjöl við klöpp eða skrapa súðir.
Steinunn Pálsdóttir er yngsti stjórnandi Málfundafélagsins. Hún er aðstoðargjaldkeri Eddu Aðalsteins og hennar hægri hönd. Steinunni er margt vel gefið. Prúð er hún með afbrigðum og hlýhuga, svo að jafnvel kaldur kersknishjúpur pörupeyja þánar í návist hennar. Hlýhugur hennar heillar horska hugi sveina. Það mun sannast síðar að fáar munu eiga mildari móðurhendur en Steinunn, enda munu svásir sveinar þegar geta borið þess vitni í 2. verknámsbekk.