„Blik 1938, 2. tbl./Í dag er vor.“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:




::::::::::[[Helgi Sæmundsson]]:
:::::::::[[Helgi Sæmundsson]]:
<big>
<big>
::::::::'''Í DAG ER VOR.'''
::::::::'''Í DAG ER VOR.'''
Lína 51: Lína 51:
::::::::— Hraðfara svanir hugans<br>  
::::::::— Hraðfara svanir hugans<br>  
::::::::hefja sig — móti sól.
::::::::hefja sig — móti sól.
<br>
<br>


 
----
<br>
<br>
::::::[[Mynd: 1938 b 101.jpg|ctr|400px]]


{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 8. maí 2010 kl. 16:57

Efnisyfirlit 1938


Helgi Sæmundsson:

Í DAG ER VOR.
Í dag er sólskin í sveitum,
er sigrandi völdin fær,
og drottnandi vættur vorsins
á viðkvæma strengi slær.
Í dag er söngur í sálu,
og seiðandi þrár í hug.
— Hraðfara svanir hugans
hefja sitt vængjaflug.
Í dag er tign yfir tindum,
er töfrar hvern byggðarmann.
Og norn hinna örvandi óska
örlagavefi spann.
Vorannir bóndans bíða,
og bjartsýni á hann enn.
Hann ætlar að drýgja dáðir
og draumar hans rætast senn.
Í dag er himinninn heiður
og helgi í sálu manns.
— Í dag er vorið að völdum
og vakir í byggðum lands.
— Því burtu er vetur vikinn
með vald sitt og ægimátt.
— Horfinn í fyrnsku og fjarska.
— Hann flýði í norðurátt.
Í dag er ljóðandi lækur,
er lýður um gróinn völl;
sem kastaðist fram af klettum,
og kvaddi hin bláu fjöll,
— og hafði ólgandi útþrá
eignast í vöggugjöf.
— Ljóðandi fer hann og finnur
í fjarskanum hafsins gröf.
Í dag er ég draumsins sonur.
Í dag er mér létt um spor.
— Í dag er ég frjáls úr fjötrum
og fagna þér — nýja vor.
— Frjálsbornar vermast og vaxa
vonir, sem hjarta mitt ól.
— Hraðfara svanir hugans
hefja sig — móti sól.






ctr