„Blik 1958/Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Blik 1958/Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði“ [edit=sysop:move=sysop])
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. mars 2010 kl. 20:18

Enisyfirlit 1958




Séra HALLDÓR KOLBEINS

Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði


Lærdóms ljúfa stofnun,
ljómi menningar,
veki andans orku,
aflstöð þekkingar.
Lát þín fræði fögur
fyrir æskuna
verða lind, sem lætur
ljóma gæzkuna.


Réttlærð mennt er máttur
mikill farsældar,
djarfur andardráttur
dirfsku og manndáðar.
Góðir gagnfræðingar,
gangið rétta braut.
Heppnir Heimaeyingar,
hljótið lán í skaut.


Nesti og nýju skórnir
nægja ævileið
þeim, sem alltaf eflir
einhvern lærdómsmeið.
Hvar sem leiðir liggja
er lán að kunna rétt,
vera sæmd og sómi
sína fyrir stétt.


Verið heil og hljótið
happið gæfunnar.
Hvort með blæs eða móti
minnist reglunnar:
Vonir veita sigur
og vernda sérhvern dag.
Dyggð og ötul iðja
efla sérhvern hag.
Ofanleiti í Vestm.eyjum 9. febr. 1958.
Halldór Kolbeins.