„Blik 1955/Kveðja til Gagnfræðaskólans“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1955 =KVEÐJA= <big>til Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum<br> <big>1. des. 1954</big> <br> <br> ::''Leitar hugur óðfús einatt ::''ykkar til, en þ...)
 
m (Verndaði „Blik 1955/Kveðja til Gagnfræðaskólans“ [edit=sysop:move=sysop])
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. febrúar 2010 kl. 22:45

Efnisyfirlit 1955



KVEÐJA

til Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum
1. des. 1954

Leitar hugur óðfús einatt
ykkar til, en þó í dag
flýtir hann sér hraðar, hraðar
heiman, því með gleðibrag
veit, að öll þið safnizt saman
til söngs og leikja, hver og einn;
gleðielda kveikja, kynda
kennari og lærisveinn.


Áður fyrri ykkar meðal
átti ég náms- og gleðistund,
sakna nú að orka eigi
að eiga þátt í slíkum fund.
Bjarmar þó af björtum morgni
batans, senn mun eflast þor.
Feginn væri, ef gæti gengið
gleðinnar og námsins spor.


Sendi ég ykkur öllum, öllum
óska minna blómavönd;
lítil reynist orðsins angan
æskumanns, sem reyra bönd.
En þessi litli ljóðavöndur
með lítinn ilm, — af skrúði fár,
þakkir flytur ykkur einnig
öllum fyrir liðin ár.


Megi þessi stofnun standa
styrkum fótum, björt og hrein,
veita gnægð af góðum ráðum,
göfga, þroska mey og svein,
Heill í dag og heill í framtíð,
heill á náms og gleðistund;
menntakyndill megi bjartur
mörgum lýsa á gæfufund.
Björk


Trausti Þorsteinsson Steinssonar vélsmíðameistara hafði stundað nám í skólanum tvo vetur. Hugðist hann ljúka 2. bekkjar prófi í fyrra vor.
Í aprílmánuði í fyrra, er nemendur fengu tóm til vinnu við framleiðslustörfin í bænum, slasaðist Trausti, og hefir hann átt í þeim meiðslum síðan.
Skólastjóri og kennarar Gagnfræðaskólans senda Trausta alúðarfyllstu þakkir fyrir hlýju kveðjuna og óska þess jafnframt, að Trausti geti sem fyrst setzt á námsbekk í skólanum aftur.