„Blik 1969/Hjónin frú Margrét Gestsdóttir og Kristinn Gíslason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 400px|ctr)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd: Hjónin Margrét og Kristinn.jpg|400px|ctr]]
[[Mynd: Hjónin Margrét og Kristinn.jpg|400px|ctr]]
Í síðasta [[Blik 1967|Bliki]] okkar, 1967, slæddist leið villa inn í ritið á bls. 56. Við óskum að leiðrétta hana hér með og bæta þar með fyrir yfirsjón, sem við satt að segja vitum ekki, hvernig varð til.<br>
Blik birtir hér myndir af hjónunum frú [[Margrét Gestsdóttir|Margréti Gestsdóttur]] og [[Kristinn Gíslason|Kristni Gíslasyni ]]og greinum með örfáum orðum frá uppruna þeirra og starfi hér um tugi ára. Frú Margrét var einn af stofnendum Vestmannakórs og ávallt góður söngkraftur þar, meðan hann var við lýði. Hún hafði fagra sópranrödd. „Hún var látlaus og prúð kona, svo að af bar,“ segir einn félagi Vestmannakórs, sem starfaði þar með frúnni um árabil.<br>
Frú Guðlaug Margrét Gestsdóttir var fædd 19. júlí 1903 að Skeiðholti á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Gestur Sigurðsson og Guðríður Guðlaugsdóttir, sem um árabil voru búsett á Stokkseyri. Guðlaug Margrét ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Sigurði Snæbjörnssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, Beinateigi á Stokkseyri. Hún fluttist til Vestmannaeyja um 1920. Lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. desember 1956.<br>
Kristinn Gíslason fæddist 2. júlí 1898 að Gvendarkoti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar: Gísli Gestsson í Suðurbæ í Þykkvabæ og Guðrún Jónsdóttir frá Gvendarkoti. Kristinn ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Guðrúnu Magnúsdóttur í Suður-Bæ.<br>
Kristinn Gíslason kom fyrst til Vestmannaeyja í atvinnuleit 1916, en varð hér ekki heimilisfastur fyrr en 1918. Fyrst vann hann hjá [[Gísli Magnússon|Gísla útgerðarmanni Magnússyni ]]tvær vertíðir og síðan í [[Dagsbrún]] hjá frú [[Sigríður Bjarnasen í Dagsbrún|Sigríði Bjarnasen]].<br>
Kristinn réðst til [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen ]]kaupmanns og útgerðarmanns í jan. 1924. Hjá honum vann hann í 7 ár í lifrarbræðslu eða til ársins 1931. Þá réðst Kristinn að Fiskimjölsverksmiðju Gísla J. Johnsen, en hún varð eign [[Ástþór Matthíasson|Ástþórs Matthíassonar]],
tengdasonar Gísla, er hann sjálfur fluttist burt úr bænum.<br>
Þau Kristinn Gíslason og Margrét Gestsdóttir hófu búskap hér í Eyjum 1923 og bjuggu hér öll búskaparár sín, sem urðu 33. Þau eignuðust 5 börn. Fyrstu tvö börnin dóu ung: [[Sigurður Kristinsson, barn|Sigurður]], lézt 5. des. 1929, 6 ára, [[Baldur Kristinsson, barn|Baldur]], lézt 1. marz 1927, 7 mánaða. Þrjú börn þeirra eru búsett hér í Eyjum: [[Baldur Kristinsson|Baldur]], [[Sigríður Jóna Kristinsdóttir|Sigríður Jóna ]]og [[Gísli Gunnar Baldursson|Gísli Gunnar]].

Útgáfa síðunnar 7. desember 2009 kl. 22:21

ctr


Í síðasta Bliki okkar, 1967, slæddist leið villa inn í ritið á bls. 56. Við óskum að leiðrétta hana hér með og bæta þar með fyrir yfirsjón, sem við satt að segja vitum ekki, hvernig varð til.
Blik birtir hér myndir af hjónunum frú Margréti Gestsdóttur og Kristni Gíslasyni og greinum með örfáum orðum frá uppruna þeirra og starfi hér um tugi ára. Frú Margrét var einn af stofnendum Vestmannakórs og ávallt góður söngkraftur þar, meðan hann var við lýði. Hún hafði fagra sópranrödd. „Hún var látlaus og prúð kona, svo að af bar,“ segir einn félagi Vestmannakórs, sem starfaði þar með frúnni um árabil.
Frú Guðlaug Margrét Gestsdóttir var fædd 19. júlí 1903 að Skeiðholti á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Gestur Sigurðsson og Guðríður Guðlaugsdóttir, sem um árabil voru búsett á Stokkseyri. Guðlaug Margrét ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Sigurði Snæbjörnssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, Beinateigi á Stokkseyri. Hún fluttist til Vestmannaeyja um 1920. Lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. desember 1956.
Kristinn Gíslason fæddist 2. júlí 1898 að Gvendarkoti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar: Gísli Gestsson í Suðurbæ í Þykkvabæ og Guðrún Jónsdóttir frá Gvendarkoti. Kristinn ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Guðrúnu Magnúsdóttur í Suður-Bæ.
Kristinn Gíslason kom fyrst til Vestmannaeyja í atvinnuleit 1916, en varð hér ekki heimilisfastur fyrr en 1918. Fyrst vann hann hjá Gísla útgerðarmanni Magnússyni tvær vertíðir og síðan í Dagsbrún hjá frú Sigríði Bjarnasen.
Kristinn réðst til Gísla J. Johnsen kaupmanns og útgerðarmanns í jan. 1924. Hjá honum vann hann í 7 ár í lifrarbræðslu eða til ársins 1931. Þá réðst Kristinn að Fiskimjölsverksmiðju Gísla J. Johnsen, en hún varð eign Ástþórs Matthíassonar, tengdasonar Gísla, er hann sjálfur fluttist burt úr bænum.
Þau Kristinn Gíslason og Margrét Gestsdóttir hófu búskap hér í Eyjum 1923 og bjuggu hér öll búskaparár sín, sem urðu 33. Þau eignuðust 5 börn. Fyrstu tvö börnin dóu ung: Sigurður, lézt 5. des. 1929, 6 ára, Baldur, lézt 1. marz 1927, 7 mánaða. Þrjú börn þeirra eru búsett hér í Eyjum: Baldur, Sigríður Jóna og Gísli Gunnar.