„Blik 1940, 8. tbl./Á gægjum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1940|Efnisyfirlit 1940]] | |||
:::::::::::<big><big>'''Á gœgjum'''</big> | |||
<br> | |||
Kæru nemendur! Heilir og sælir!<br> | Kæru nemendur! Heilir og sælir!<br> | ||
Ykkur þykir það kannske ekki neinar sérstakar fréttir, þó ég fullyrði, að í þessum mánuði er ég einu ári eldri en ég var í desember í fyrra. Ónei, en svona er það nú samt. Á þessu ári hefir margt skeð. Nú er það t.d. sannað, að við Eyjabúar eigum hlaupagarp, sem er fyllilega jafnoki Eiríks okkar, sem þjóðsagan segir, að hafi hlaupið á höndunum upp á Eiríksjökul. Jökullinn ber síðan hans nafn, eins og þið vitið. Ég á við hann Dodda ykkar þarna, hraustmennið.<br> | Ykkur þykir það kannske ekki neinar sérstakar fréttir, þó ég fullyrði, að í þessum mánuði er ég einu ári eldri en ég var í desember í fyrra. Ónei, en svona er það nú samt. Á þessu ári hefir margt skeð. Nú er það t.d. sannað, að við Eyjabúar eigum hlaupagarp, sem er fyllilega jafnoki Eiríks okkar, sem þjóðsagan segir, að hafi hlaupið á höndunum upp á Eiríksjökul. Jökullinn ber síðan hans nafn, eins og þið vitið. Ég á við hann Dodda ykkar þarna, hraustmennið.<br> |
Núverandi breyting frá og með 25. maí 2010 kl. 20:35
- Á gœgjum
Kæru nemendur! Heilir og sælir!
Ykkur þykir það kannske ekki neinar sérstakar fréttir, þó ég fullyrði, að í þessum mánuði er ég einu ári eldri en ég var í desember í fyrra. Ónei, en svona er það nú samt. Á þessu ári hefir margt skeð. Nú er það t.d. sannað, að við Eyjabúar eigum hlaupagarp, sem er fyllilega jafnoki Eiríks okkar, sem þjóðsagan segir, að hafi hlaupið á höndunum upp á Eiríksjökul. Jökullinn ber síðan hans nafn, eins og þið vitið. Ég á við hann Dodda ykkar þarna, hraustmennið.
Þið munið, þegar hann sýndi listir sínar í skriðunni, sem síðan heitir Doddahlaup. Hvað segið þið? Á belgnum? Hljóp hann á belgnum? Ónei, þakka ykkur fyrir. Á höndunum hljóp hann; því aðeins tók hann handlaugar á eftir. Ég sá þetta betur en þið, þar sem ég sat í bifreiðinni skammt frá. Hér þýðir ekki fyrir Guðna og Begga að mögla, því að ég sá það með eigin augum. Hvað segið þið? Rak hann niður augað? Mesti misskilningur! Doddi sér gegnum holt og hæðir. Hann notaði því tækifærið og „kikkaði“ svolítið niður í neðri jarðlögin á hlaupunum, og litaðist um eftir vatni. Þökk sé Dodda.
Ég verð að tjá ykkur þakklæti mitt fyrir hjálpina, sem stúlkurnar í 3. bekk veita mér með því að sjóða grautinn minn í moðsuðunni sinni. Blessaðar táturnar hún Dóra og hún Ásta eiga víst mestan þátt í þessu. Aldrei skal það bregðast, að þær byrgi pottinn minn, þegar þær hafa tekið þá Ásta og Tomma úr henni um hádegisbilið. Ég er að hugsa um að senda þeim hákarl fyrir jólin í þakklætisskyni. Ég veit, að hann Gústi og hann Einsi kroppa í hann með þeim, ef hún Freyja býður þeim það. Þeir munu ógjarna, drengirnir þeir, vilja lenda aftur undir kökukeflinu hennar, Valkyrjunnar, eins og fyrir páskana í vor.
Ekki meira um það.
- Gleðileg jól!
- Tobba Teits.
- Gleðileg jól!