„Blik 1940, 7. tbl./Minni kvenna“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1940|Efnisyfirlit 1940]] | |||
<big>'''[[Gísli G. Guðlaugsson]]''' | |||
:::::::::::<big><big>'''''Minni kvenna'''''<br> | |||
:::::::::'''''(flutt 1. desember 1939)'''''</big></big><br> | |||
:::::::::::(ÚTDRÁTTUR) | |||
<br> | |||
Hin fögru orð skáldsins, „Móðir, kona, meyja,“ munu ávallt vekja hlýjar hugsanir í brjósti hvers manns, á hvaða aldri sem er.<br> | Hin fögru orð skáldsins, „Móðir, kona, meyja,“ munu ávallt vekja hlýjar hugsanir í brjósti hvers manns, á hvaða aldri sem er.<br> | ||
Frá vöggu til grafar eru við þessi orð tengdar björtustu óskir mannsins og þá helzt í þessari röð: Móðir, meyja, kona.<br> | Frá vöggu til grafar eru við þessi orð tengdar björtustu óskir mannsins og þá helzt í þessari röð: Móðir, meyja, kona.<br> | ||
Lína 14: | Lína 17: | ||
Kvenmaðurinn er sú vera, sem karlmaðurinn velur sér til samfylgdar í lífinu, og konan er tákn alls hins fegursta í lífi hans. Draumar hans í svefni og vöku vefjast um hana, sem hann þráir að förunaut sínum, það sem eftir er æfinnar.<br> | Kvenmaðurinn er sú vera, sem karlmaðurinn velur sér til samfylgdar í lífinu, og konan er tákn alls hins fegursta í lífi hans. Draumar hans í svefni og vöku vefjast um hana, sem hann þráir að förunaut sínum, það sem eftir er æfinnar.<br> | ||
Að lokum óska ég þess, að frelsi og sjálfstæði megi hlotnast íslenzku móðurinni, íslenzku meyjunni og allri íslenzku kvenþjóðinni í heild.<br> | Að lokum óska ég þess, að frelsi og sjálfstæði megi hlotnast íslenzku móðurinni, íslenzku meyjunni og allri íslenzku kvenþjóðinni í heild.<br> | ||
— Hún lengi lifi! ...<br> | |||
:::[[Gísli G. Guðlaugsson]],<br> | :::::::::::::::[[Gísli G. Guðlaugsson]],<br> | ||
:::3. bekk. | :::::::::::::::::3. bekk. | ||
Útgáfa síðunnar 24. maí 2010 kl. 17:45
- Minni kvenna
- Minni kvenna
- (flutt 1. desember 1939)
- (ÚTDRÁTTUR)
Hin fögru orð skáldsins, „Móðir, kona, meyja,“ munu ávallt vekja hlýjar hugsanir í brjósti hvers manns, á hvaða aldri sem er.
Frá vöggu til grafar eru við þessi orð tengdar björtustu óskir mannsins og þá helzt í þessari röð: Móðir, meyja, kona.
Ég ætla aðeins að minnast á nokkur orð í sambandi við móðurina, því að af henni hefi ég mest kynni. Þegar við, sem nú erum hér saman komin í kvöld, vorum lítil, þá leituðum við í fang mæðra okkar á sorgar- og gleðistundum og gerum það mörg enn. Á sorgarstundum fengum við huggun í faðmi hennar, og á gleðistundum samgladdist hún okkur. Það fyrsta, sem við munum, voru mjúkar hendur móður okkar, og hið kærleiksríka hjarta hefir vakað yfir vexti okkar og þroska. Hún nærði okkur á þeirri fæðu, sem okkur var bezt. Hún kenndi okkur fyrstu hreyfingarnar og fyrstu orðin. Og hví skyldi málið okkar vera kallað móðurmál? Og hví skyldi einmitt fyrsta orðið okkar hafa verið „mamma“, það orð, sem felur í sér lausn allra vandamála bernskuáranna?
Það er móðirin, sem hefir öll okkar uppeldismál með höndum, og það er undir henni komið, hvort æsku Íslands skilar upp á sólbjarta strönd framtíðarinnar eða ekki. Hversu margar stundir hefir móðirin ekki orðið að líða vegna okkar. Í veikindum okkar hefir hún vakað yfir okkur eins og engill og margar andvökustundir hefir hún orðið að lifa, og hugsa um, hvernig framtíð barnsins síns myndi verða, og við íslenzku drengirnir ættum að stíga á stokk og strengja þess heit að láta hið góða fræ, sem mæður okkar hafa sáð í hjörtu okkar, þroskast og bera ávöxt, svo að við getum orðið nýtir og góðir menn, því að örlög landsins eru í höndum barna þess — íslenzku þjóðarinnar.
Næst skal stuttlega minnzt á ungu stúlkurnar. Það verður að vísu mjóg lítið og snautt, því að ég er ennþá ekki orðinn það gamall, að ég geti dæmt um það, hvernig þær eru. En ég er ekki í vafa um það, að þær eiga eftir að inna af hendi hið sama starf móðurinnar, og ég hefi áður minnzt á.
Við drengirnir, sem núna sitjum á skólabekknum, getum aðeins borið þeim það, að samstarfið hefir verið hið bezta og skemmtilegasta og munum viðurkenna það, að án skólasystranna væri skólavistin dauf og tilbreytingarlaus.
Má í því tilfelli minnast á ummæli skólastjórans, þar sem hann segir meðal annars í ræðu, sem hann hélt á málfundi í skólanum, að, ef stúlkurnar hættu að sækja fundi og skemmtanir skólans, þá hættu drengirnir því einnig. Á þessu má sjá, hversu skólastjórinn lítur upp til dætra skólans. Þeir, sem mikið hafa ferðazt, og aðrir, sem hingað hafa komið, segja, að fegurri kvenrósir en hér á Íslandi, sé hvergi að finna. Þetta lof eiga þær vissulega skilið, og til viðbótar er sagt, að þær séu afburða þrautseigar, og lunderni þeirra sé sterkt sem stál.
Kvenmaðurinn er sú vera, sem karlmaðurinn velur sér til samfylgdar í lífinu, og konan er tákn alls hins fegursta í lífi hans. Draumar hans í svefni og vöku vefjast um hana, sem hann þráir að förunaut sínum, það sem eftir er æfinnar.
Að lokum óska ég þess, að frelsi og sjálfstæði megi hlotnast íslenzku móðurinni, íslenzku meyjunni og allri íslenzku kvenþjóðinni í heild.
— Hún lengi lifi! ...
- Gísli G. Guðlaugsson,
- 3. bekk.
- Gísli G. Guðlaugsson,