„Blik 1939, 6. tbl./Þjóðernisleg samvinna Íslendinga.“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1939, 6. tbl./Þjóðernisleg samvinna Íslendinga.“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12: Lína 12:
Hin síðari ár hefir þetta þó mjög breytzt. Samhygð og bróðurhugur Íslendinga vestan hafsins og austan hefir aukizt. Sambandið milli þjóðarbrotanna hefir orðið nánara og lífrænna.<br>
Hin síðari ár hefir þetta þó mjög breytzt. Samhygð og bróðurhugur Íslendinga vestan hafsins og austan hefir aukizt. Sambandið milli þjóðarbrotanna hefir orðið nánara og lífrænna.<br>
Ég teldi mjög vel viðeigandi, að Íslendingar heima og heiman, héldu árlega hátíðlegan sameiginlegan þjóðhátíðardag. Virðist mér, að 17. júní yrði vel valinn til slíkra hátíðahalda. Við þann dag eru tengdar bjartar minningar um Jón Sigurðsson, hinn mikla foringja frelsisbaráttu þjóðar vorrar. Þann dag ríkir á Íslandi sumar og hækkandi sól. Þann dag myndi þjóðarsál Íslendinga vermast af helgri hvöt að vernda íslenzkt þjóðerni og frelsi og djúprænum skilningi á þörf samheldni og samvinnu allra Íslendinga. Þann dag myndi samhygðin og bróðurhugurinn byggja brú, Bifröst samsinnisins yfir hafið.
Ég teldi mjög vel viðeigandi, að Íslendingar heima og heiman, héldu árlega hátíðlegan sameiginlegan þjóðhátíðardag. Virðist mér, að 17. júní yrði vel valinn til slíkra hátíðahalda. Við þann dag eru tengdar bjartar minningar um Jón Sigurðsson, hinn mikla foringja frelsisbaráttu þjóðar vorrar. Þann dag ríkir á Íslandi sumar og hækkandi sól. Þann dag myndi þjóðarsál Íslendinga vermast af helgri hvöt að vernda íslenzkt þjóðerni og frelsi og djúprænum skilningi á þörf samheldni og samvinnu allra Íslendinga. Þann dag myndi samhygðin og bróðurhugurinn byggja brú, Bifröst samsinnisins yfir hafið.
[[Flokkur:Blik]]

Núverandi breyting frá og með 5. febrúar 2012 kl. 20:31

Helgi Sæmundsson:

Þjóðernisleg samvinna Íslendinga.

Þegar ógnaský bjargarleysis og harðstjórnar ríktu myrkust yfir íslenzkum byggðum hóf mikill hluti þjóðarinnar landnám í nýrri og framandi heimsálfu. Hinna íslenzku landnámsmanna biðu margar og miklar þrautir. Tunga hinnar nýju þjóðar var þeim flestum ókunn, og atvinnuhættir landsins óþekktir. Þeir voru eignalausir útlendingar í nýrri veröld. En þeir áttu bjartsýni, starfsþrótt og heita lífstrú. Þeir hófust ótrauðir handa og unnu að lokum voldugan landnámssigur.
Vesturfararnir íslenzku hlutu margir kaldar kveðjur samlanda sinna. Hrakspár fylgdu þeim flestum úr garði. Hugmyndir þeirra um landið og þjóðina voru í flestum atriðum hugarórar og hleypidómar. Þeir urðu fyrir sárum vonbrigðum við að finna ekki hið fyrirhugaða óskaland. Í hinum nýja heimi biðu þeirra margþætt og erfið verkefni. En landnemarnir íslenzku mættu þrautunum með norrænni karlmennsku og sóknarhug.
Hin einu verðmæti, sem heimalandið veitti útflytjendun­um, voru guðsorðabækur og fornsögur, djúp þjóðernistilfinning og heit lífstrú. — Af veraldlegum auði voru þeir snauðir. En þeir höfðu kynnzt baráttu og erfiðleikum, sem sköpuðu þeim viðnámsþrótt við þrautir hins nýja lands. Þeir áttu volduga sóknardirfð og sterka trú á Íslendingseðlið. Þeir unnu íslenzku þjóðerni, tungu og bókmenntum.
Íslendingar í Vesturheimi hafa unnið landnámssigur í tvennum skilningi. Auk þess að hafa fellt skóga, ræktað gróðurmold og reist byggðir í nýju landi, hafa þeir hlotið virðingu og hróður framandi þjóðar. Í hinum nýja heimi hafa þeir jafnan reynzt góðir borgarar og sannir synir síns heimalands.
Ættjarðarástin og þjóðerniskenndin á djúpan hljómgrunn í sálum samlanda vorra handan við hafið. Þeirra tilfinninga hefir oft orðið vart í orðum og verkum. Þeir hafa varðveitt íslenzka tungu og þjóðareinkenni. Þeir hafa eignazt merka snillinga á sviði orðsins listar, sem hafa skapað íslenzkum bókmenntum ómetanleg verðmæti, og reynzt þjóðhollir útverðir íslenzkrar menningar.
En Íslendingar heima á Íslandi hafa veitt þjóðernisstarfi samlandanna í Vesturheimi helzt til litla athygli. Viðhorfið, sem skóp hinar köldu kveðjur, hefir seint fyrnzt.
Hin síðari ár hefir þetta þó mjög breytzt. Samhygð og bróðurhugur Íslendinga vestan hafsins og austan hefir aukizt. Sambandið milli þjóðarbrotanna hefir orðið nánara og lífrænna.
Ég teldi mjög vel viðeigandi, að Íslendingar heima og heiman, héldu árlega hátíðlegan sameiginlegan þjóðhátíðardag. Virðist mér, að 17. júní yrði vel valinn til slíkra hátíðahalda. Við þann dag eru tengdar bjartar minningar um Jón Sigurðsson, hinn mikla foringja frelsisbaráttu þjóðar vorrar. Þann dag ríkir á Íslandi sumar og hækkandi sól. Þann dag myndi þjóðarsál Íslendinga vermast af helgri hvöt að vernda íslenzkt þjóðerni og frelsi og djúprænum skilningi á þörf samheldni og samvinnu allra Íslendinga. Þann dag myndi samhygðin og bróðurhugurinn byggja brú, Bifröst samsinnisins yfir hafið.