„Blik 1936, 3. tbl./Lincoln forseti og fuglsungarnir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1936/Lincoln forseti og fuglsungarnir“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Blik 1936|Efnisyfirlit 1936]]
==Blik 1936, 3. tbl.==
==Blik 1936, 3. tbl.==
'''LINCOLN FORSETI OG FUGLSUNGARNIR'''
<br>
 
<br>
<big><big>'''LINCOLN FORSETI OG FUGLSUNGARNIR'''</big>
<br>
<br>
ÞEGAR Abraham Lincoln, hinn alkunni forseti og mannvinur, var ungur málaflutningsmaður, fór hann oft í útreiðar með nokkrum félögum sínum og jafnöldrum, sem voru lögfræðingar eins og hann.<br>
ÞEGAR Abraham Lincoln, hinn alkunni forseti og mannvinur, var ungur málaflutningsmaður, fór hann oft í útreiðar með nokkrum félögum sínum og jafnöldrum, sem voru lögfræðingar eins og hann.<br>
Einhverju sinni á einu slíku ferðalagi um kjarri- og skógivaxnar lendur, sáu þeir við veginn tvo ósjálfbjarga fuglsunga. Þeir höfðu fallið úr hreiðri sínu, sem var þar í tré einu.<br>
Einhverju sinni á einu slíku ferðalagi um kjarri- og skógivaxnar lendur, sáu þeir við veginn tvo ósjálfbjarga fuglsunga. Þeir höfðu fallið úr hreiðri sínu, sem var þar í tré einu.<br>

Útgáfa síðunnar 3. maí 2010 kl. 17:09

Efnisyfirlit 1936


Blik 1936, 3. tbl.



LINCOLN FORSETI OG FUGLSUNGARNIR

ÞEGAR Abraham Lincoln, hinn alkunni forseti og mannvinur, var ungur málaflutningsmaður, fór hann oft í útreiðar með nokkrum félögum sínum og jafnöldrum, sem voru lögfræðingar eins og hann.
Einhverju sinni á einu slíku ferðalagi um kjarri- og skógivaxnar lendur, sáu þeir við veginn tvo ósjálfbjarga fuglsunga. Þeir höfðu fallið úr hreiðri sínu, sem var þar í tré einu.
Þeir voru svo smáir, að þeir gátu eigi flogið.
Félagar Lincolns vildu halda áfram ferðinni og hirða eigi um ungana, en Lincoln fór af baki. „Til hvers ferðu af baki,“ spurðu þeir. „Ég vil reyna að finna hreiðrið, sem ungarnir hafa dottið úr,“ svaraði Lincoln. „Ertu frá þér, sögðu þeir, hví skyldum við láta tvo smáfuglsunga tefja för okkar. Það er nóg af þeim í heiminum. Flýttu þér á bak aftur. Við skulum hraða ferð okkar, því að kvöldverðurinn bíður heima og enn er löng leið heim.“
Lincoln hirti ekki um þessi orð félaga sinna. Þeir vissu, að það mundi árangurslaust að telja um fyrir honum og skyldu hann eftir. Svo leitaði hann langa stund í kjarrinu og trjánum og fann loksins hreiðrið. Þegar hann kom heim, sátu félagar hans að snæðingi. Þeir hæddu hann, hrakyrtu og hlógu að honum.
Hann svaraði þeim með þessum orðum:
„Ef mér hefði ekki lánazt að finna hreiður þessara vesalinga og koma þeim til mömmu sinnar, hefði mér ekki komið dúr á auga í alla nótt.“ Hann sagði þetta svo einlæglega og sannfærandi, að félagar hans þögnuðu og máttu undrast og dást að hinu viðkvæma og hlýja hjartalagi Lincolns, sem ekkert mátti aumt sjá.

                            ________


Hér í Vestmannaeyjum hagar svo til, að á vissum tíma árs finnast margir ósjálfbjarga fuglsungar víðsvegar í kaupstaðnum og nágrenni.
Ég á við lundapysjurnar. Með sára fáum en sorglegum undantekningum gera ungir og gamlir sér það að skyldu að hjálpa þessum ósjálfbjarga vesalingum til sjávar, þar sem þær svo megna að hjálpa sér sjálfar. Fljótt má marka hjartalag barnanna og unglinganna á því, hversu umhugað þeim er að hjálpa pysjunum, fara vel með þær og flýta sér að færa þær til strandar.