„Blik 1936, 1. tbl./Í faðmi móður minnar“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Blik 1936/Í faðmi móður minnar“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
segir, þó hún reyni að fræða þau um allt hið bezta og dýrmætasta, vilji gera allt, sem hún getur, fyrir þau. | segir, þó hún reyni að fræða þau um allt hið bezta og dýrmætasta, vilji gera allt, sem hún getur, fyrir þau. | ||
:::G. Þ. (15 ára). | :::''G. Þ.'' (15 ára). | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Útgáfa síðunnar 4. október 2009 kl. 14:23
Blik 1936, 1. tbl.
Í FAÐMI MÓÐUR MINNAR
ENGINN veit, hvað átt hefir, fyrr en misst hefir. Svo má segja um það barn, sem misst hefir góða móður. Þau börn, sem á unga aldri missa góða og göfuglynda móður, fara á mis við alla móðurást og móðurumhyggju. Því er það oft, að margt gott barnið, sem ekki hefir átt góða móður sér til leiðbeiningar og huggunar á æskuskeiðinu, hefir leiðzt út í sollinn. Ef þau hefðu orðið móðurinnar aðnjótandi og átt hana sér til leiðbeiningar, hefði ef til vill farið betur.
Móðirin leggur líf sitt í sölurnar fyrir barn sitt. Hún vill varðveita það frá öllu vondu, sem hefir skaðleg áhrif á barnssálina. Hún vill uppfræða það um allt, sem gott er og göfugt, og gera það að góðum og nýtum manni í mannfélaginu.
Mörg móðirin hefir fyrir mörgum börnum að sjá, og hefir oft enga hjálp, á við marga erfiðleika að stríða. Því er það, að hún í æði mörg skipti leggst þreytt á koddann. En móðirin, sem er svo fórnfús, vill öllu fórna fyrir sitt. Hún telur ekki eftir sér það, sem hún gerir fyrir börn sín. Hún vonar, að þau eigi eftir að vaxa og verða að góðum og nýtum mönnum, og þá launi þau alla
erfiðleikana. En því miður eru þau æði mörg, börnin, sem ekki kunna að virða móðurina eins og hún verðskuldar, eru henni óhlýðin og erfið. Þau vilja vera sjálfs síns herrar, þegar þau geta eitthvað, breyta ekki eftir því, sem hún
segir, þó hún reyni að fræða þau um allt hið bezta og dýrmætasta, vilji gera allt, sem hún getur, fyrir þau.
- G. Þ. (15 ára).