„Blik 1967/Þáttur spaugs og spés“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
 
==Þáttur spaugs og spés==
[[Mynd:Blik 1967 339 1.jpg|200px|thumb]]
[[Mynd:Blik 1967 339 1.jpg|200px|thumb]]
===ÚR ÞlNGEYJARSÝSLU===
===ÚR ÞINGEYJARSÝSLU===
Það er vitað mál, að símastúlkur gildna aldrei undir belti nema þær séu trúlofaðar, og meira að segja harðtrú1ofaður. Þannig var þetta með símastúlkuna á Húsavík. Hún hugsaði sér að gera honum Agli Jónassyni, hinum landskunna hagyrðing þeirra Þingeyinga, nokkurn grikk, gera hann orð1ausan. Hún hringdi til hans og bað hann að botna umsvifalaust þennan fyrri hluta vísu:
Það er vitað mál, að símastúlkur gildna aldrei undir belti nema þær séu trúlofaðar, og meira að segja harðtrúlofaðar. Þannig var þetta með símastúlkuna á Húsavík. Hún hugsaði sér að gera honum Agli Jónassyni, hinum landskunna hagyrðing þeirra Þingeyinga, nokkurn grikk, gera hann orð1ausan. Hún hringdi til hans og bað hann að botna umsvifalaust þennan fyrri hluta vísu:
Hví er ég svo feit að framan,
Hví er ég svo feit að framan,
föl og bleik á kinn?
föl og bleik á kinn?
Lína 35: Lína 33:
„Hefurðu fengið þér árbít?“„Ó, minnstu ekki á það, - ekki einn
„Hefurðu fengið þér árbít?“„Ó, minnstu ekki á það, - ekki einn
einasta dropa.“]]   
einasta dropa.“]]   


==BLESSAÐI BRÚÐHJÓNIN!==
==BLESSAÐI BRÚÐHJÓNIN!==
Lína 56: Lína 53:


==Á ÖLLU VORU SKITIN SKIL==
==Á ÖLLU VORU SKITIN SKIL==
[[Mynd:Blik 1967 344 2.jpg|250px|thumb|Klúbburinn „Bleika kúin“ í Hábæjarhverfinu bar foringjunum fagurt vitni. Öll ölföng voru keypt í „Bláu kýrinni“. - Hér sjáum við mynd af fundi í „„Bleika kúin“.Básarnir í notkun hinum megin veggjarins.]][[Mynd:Blik 1967 344 1.jpg|200px|thumb|Ást við fyrstu sýn.]]
[[Mynd:Blik 1967 344 2.jpg|250px|thumb|Klúbburinn „Bleika kúin“ í Hábæjarhverfinu bar foringjunum fagurt vitni. Öll ölföng voru keypt í „Bláu kýrinni“. - Hér sjáum við mynd af fundi í „„Bleika kúin“.Básarnir í notkun hinum megin veggjarins.]]
[[Mynd:Blik 1967 344 1.jpg|200px|thumb|Ást við fyrstu sýn.]]
[[Mynd:Blik 1967 343 2.jpg|200px|thumb|Bræðralag.<br> Allt féll í ljúfa löð eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Magnús hefur orðið. Hugfangnir hlusta þeir á, Guðmundur og Þorsteinn.]]
[[Mynd:Blik 1967 343 2.jpg|200px|thumb|Bræðralag.<br> Allt féll í ljúfa löð eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Magnús hefur orðið. Hugfangnir hlusta þeir á, Guðmundur og Þorsteinn.]]


Það átti sér stab fyrir 20 árum eða þar um bil. Kunn húsfreyja í bænum var að verða sextug, og eiginmanni hennar var mjög í mun, að það yrði kunngert alþjóð með útvarpsfrétt. Ég var þá fréttamaður útvarpsins hér í Eyjum, svo að það skyldi falla mér í skaut að senda afmælisfréttina. Þó að frúin væri eða hefði getað verið mesta myndarkona, húsmóðir, móðir, eiginkona, þá vissi ég mæta vel, að ævistörf hennar höfðu ekki verið á þá lund, að þau nægðu til þess að fullnægja reglum útvarpsins um afmæliskveðjur. Þessu trúði ekki eiginmaðurinn.
Það átti sér stað fyrir 20 árum eða þar um bil. Kunn húsfreyja í bænum var að verða sextug, og eiginmanni hennar var mjög í mun, að það yrði kunngert alþjóð með útvarpsfrétt. Ég var þá fréttamaður útvarpsins hér í Eyjum, svo að það skyldi falla mér í skaut að senda afmælisfréttina. Þó að frúin væri eða hefði getað verið mesta myndarkona, húsmóðir, móðir, eiginkona, þá vissi ég mæta vel, að ævistörf hennar höfðu ekki verið á þá lund, að þau nægðu til þess að fullnægja reglum útvarpsins um afmæliskveðjur. Þessu trúði ekki eiginmaðurinn.
Ég tók því fram reglurnar og las honum skilyrðin:
Ég tók því fram reglurnar og las honum skilyrðin:
# Að afmælisbarnið hefði gegnt æðstu virðingarstöðum í Alþingi eða ríkisstjórn?<br> Nei, það stóðst ekki.
# Að afmælisbarnið hefði gegnt æðstu virðingarstöðum í Alþingi eða ríkisstjórn?<br> Nei, það stóðst ekki.
# Að afmælisbarnið væri viðurkenndur forustumaður í landsmálum.<br> Nei, það stóðst ekki.
# Að afmælisbarnið væri viðurkenndur forustumaður í landsmálum.<br> Nei, það stóðst ekki.
Lína 68: Lína 67:
# Að afmælisbarnið væri frömuður í ræktun og búnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verzlun eða handverki.<br>  „Lestu“, sagði eiginmaðurinn og brosti breitt.
# Að afmælisbarnið væri frömuður í ræktun og búnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verzlun eða handverki.<br>  „Lestu“, sagði eiginmaðurinn og brosti breitt.
# Að afmælisbarnið væri héraðskunnur fræðimaður, ættfræðingur o. s. frv.
# Að afmælisbarnið væri héraðskunnur fræðimaður, ættfræðingur o. s. frv.
„Áfram“, sagði eiginmaðurinn og hló. Ég þóttist heyra, hvernig görnin hlakkaði í honum. „Þetta er búið“, sagði ég, „liðirnir eru ekki fleiri“.<br> „Þá vil ég leyfa mér að taka þetta fram:<br> „Konan mín hefur verið í Kvenfélaginu Líkn árum saman, eða var það, og tekið þar drjúgan þátt í félagsmálum. Afrekskona er hún t. d. á sviði handverks og heimilisiðnaðar, og þar má taka það skýrt fram, að hún er gift einum kunnasta og slyngasta iðnaðarmeistara bæjarins. Og það afrek hefur hún unnið, að ala honum ? börn (hefi gleymt barnafjöldanum). Þá get ég bezt um það dæmt, að hún er vel hagmælt, og vissulega hefur hún reynzt kvenna fróðust um margt, sem skeður í bænum. Það geta þær bezt vottað, sem setið hafa saumafundi með henni í saumaklúbbnum síðast liðin 20 ár. Þannig hefur hún orðið héraðskunn fræðikona, og ætt sína rekur hún langt fram.“ Svo mikil voru rök hans.
„Áfram“, sagði eiginmaðurinn og hló. Ég þóttist heyra, hvernig görnin hlakkaði í honum. „Þetta er búið“, sagði ég, „liðirnir eru ekki fleiri“.<br> „Þá vil ég leyfa mér að taka þetta fram:<br> „Konan mín hefur verið í [[Kvenfélagið Líkn|Kvenfélaginu Líkn]] árum saman, eða var það, og tekið þar drjúgan þátt í félagsmálum. Afrekskona er hún t. d. á sviði handverks og heimilisiðnaðar, og þar má taka það skýrt fram, að hún er gift einum kunnasta og slyngasta iðnaðarmeistara bæjarins. Og það afrek hefur hún unnið, að ala honum ? börn (hefi gleymt barnafjöldanum). Þá get ég bezt um það dæmt, að hún er vel hagmælt, og vissulega hefur hún reynzt kvenna fróðust um margt, sem skeður í bænum. Það geta þær bezt vottað, sem setið hafa saumafundi með henni í saumaklúbbnum síðast liðin 20 ár. Þannig hefur hún orðið héraðskunn fræðikona, og ætt sína rekur hún langt fram.“ Svo mikil voru rök hans.


Mér fannst málið æði harðsótt og hugsaði með sjálfum mér: Listin er að kunna að slaka á klónni á réttri stundu. Ég afréð því að semja afmælisskeytið og senda það útvarpinu. Vissi fyrir víst, að þeir mundu stinga fréttinni undir stól.<br> Ekki var afmælisfréttin lesin upp í útvarpinu um kvöldið.
Mér fannst málið æði harðsótt og hugsaði með sjálfum mér: Listin er að kunna að slaka á klónni á réttri stundu. Ég afréð því að semja afmælisskeytið og senda það útvarpinu. Vissi fyrir víst, að þeir mundu stinga fréttinni undir stól.<br> Ekki var afmælisfréttin lesin upp í útvarpinu um kvöldið.
   
   
Hringt! - Það var eiginmaðurinn. - Vondur, - reiður. Hann fullyrti, að ég hefði svikið hann, aldrei sent skeytið.<br> Ég skoraði á hann að mæta mér á Símstöðinni næsta dag á tilskilinni stundu. Þetta gerði hann. Þarna vottuðu símastúlkurnar, að ég hefði sent skeytið eða viljað senda það, en fréttastofan neitað að taka við því. Jafnframt færðu stúlkurnar mér snurpur eða ákúrur frá fréttamanninum fyrir skeytið, sem fór svo herfilega í bága við settar reglur um flutning afmælisfrétta í útvarpið.<br> „Þessu má ég taka við þín vegna“,<br>   
Hringt! - Það var eiginmaðurinn. - Vondur, - reiður. Hann fullyrti, að ég hefði svikið hann, aldrei sent skeytið.<br>  
Ég skoraði á hann að mæta mér á Símstöðinni næsta dag á tilskilinni stundu. Þetta gerði hann. Þarna vottuðu símastúlkurnar, að ég hefði sent skeytið eða viljað senda það, en fréttastofan neitað að taka við því. Jafnframt færðu stúlkurnar mér snurpur eða ákúrur frá fréttamanninum fyrir skeytið, sem fór svo herfilega í bága við settar reglur um flutning afmælisfrétta í útvarpið.<br> „Þessu má ég taka við þín vegna“,<br>   
sagði ég við eiginmanninn. Þá hló hann beiskjulega og tuldraði um það, að ekki væru allir jafnir fyrir lögunum og ekki metnir kostir manna og kvenna á einn veg í landi voru. Engin afsökunarorð féllu til mín, sem hirtinguna fékk saklaus.
sagði ég við eiginmanninn. Þá hló hann beiskjulega og tuldraði um það, að ekki væru allir jafnir fyrir lögunum og ekki metnir kostir manna og kvenna á einn veg í landi voru. Engin afsökunarorð féllu til mín, sem hirtinguna fékk saklaus.


Samdægurs hitti ég Ágúst múrara Benónýsson á förnum vegi og sagði honum í léttum tóni þetta afmælisævintýri. Bað ég hann að gera vísu um þetta, þar sem við stóðum og skeggræddum.
Samdægurs hitti ég Ágúst múrara Benónýsson á förnum vegi og sagði honum í léttum tóni þetta afmælisævintýri. Bað ég hann að gera vísu um þetta, þar sem við stóðum og skeggræddum.<br>
Eitthvað varð frúin að heita annað en ....
Eitthvað varð frúin að heita annað en ....<br>
Við komum okkur saman um að kalla hana Önnu. Ef til vill hét hún það!
Við komum okkur saman um að kalla hana Önnu. Ef til vill hét hún það!<br>
Og hér kemur erindið hans Ágústs:
Og hér kemur erindið hans Ágústs:


Lína 103: Lína 103:
==Nonni==
==Nonni==
Sami Nonni þinn, amma mín<br> Nonni litli fjögurra ára bleytti sig, svo að hann varð að skipta um föt. Hann klæddi sig sjálfur í föt af eldri bróður sínum og fannst hann þá líta héldur ankannalega út. Síðan hittir hann ömmu sína, sem horfir á hann og virðir klæðnað hans fyrir sér. Þá segir Nonni: „Ég er hann Nonni þinn, amma mín, þó að ég hafi skipt um föt, sami Nonni þinn“.
Sami Nonni þinn, amma mín<br> Nonni litli fjögurra ára bleytti sig, svo að hann varð að skipta um föt. Hann klæddi sig sjálfur í föt af eldri bróður sínum og fannst hann þá líta héldur ankannalega út. Síðan hittir hann ömmu sína, sem horfir á hann og virðir klæðnað hans fyrir sér. Þá segir Nonni: „Ég er hann Nonni þinn, amma mín, þó að ég hafi skipt um föt, sami Nonni þinn“.
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 24. júlí 2007 kl. 09:47

ÚR ÞINGEYJARSÝSLU

Það er vitað mál, að símastúlkur gildna aldrei undir belti nema þær séu trúlofaðar, og meira að segja harðtrúlofaðar. Þannig var þetta með símastúlkuna á Húsavík. Hún hugsaði sér að gera honum Agli Jónassyni, hinum landskunna hagyrðing þeirra Þingeyinga, nokkurn grikk, gera hann orð1ausan. Hún hringdi til hans og bað hann að botna umsvifalaust þennan fyrri hluta vísu: Hví er ég svo feit að framan, föl og bleik á kinn?

Og Egill botnaði samstundis:

Þú hefur stundað grálegt gaman,
og gamninu slegið inn.

Eitt sinn tók Egill Jónasson þátt í bændaför um Dali. Þessa vísu orti hann um gestrisni Dalamanna:

Sú dæmalausa gestrisni hjá Dalamönnum var,
að dæmi slíks ég óvíða um landsins byggðir þekki,
því hvar sem okkur þreytta að býlum þeirra bar,
bændur gengu úr rúmum en húsfreyjurnar ekki.

Tvær vísur eftir Brynjólf hagyrðing Einarsson: Spaklega kveðið:

Ýmsum voru æskukjörin ekki blíð,
þeir hafa borið þjalarför
frá þeirri tíð.

Þegar Blik bað hann að yrkja:

Ég finn orðið til þess með trega
og tel það sé ellin, sem veldur,
að ég er all-fullkomlega
andlega og holdlega geldur.
Við dyr áfengisverzlunarinnar. „Hefurðu fengið þér árbít?“„Ó, minnstu ekki á það, - ekki einn einasta dropa.“

BLESSAÐI BRÚÐHJÓNIN!

Brúðkaupsveizla Einars og Sigríðar var á enda og brúðhjónin voru lögzt fyrir í hinni helgu brúðarsæng. Gestirnir gengu hver eftir annan að rekkjustokknum og kvöddu þau. Margir voru við skál. Þegar Þiðrik bóndi kvaddi brúðhjónin, kastaði hann upp yfir brúðarsængina. Um þetta var kveðið:

Ungur giftast Einar réð,
amen prestur sagði;
en Þiðrik yfir brúðarbeð
blessun sína lagði.

Þessi bitra skammarvísa var kveðin á alþingi 1894 um Dr. Jón Þorkelsson.

Dauft er nú fyrir doktor Jón
að drattast þings um stigi,
því engum getur hann unnið tjón
með undirferlum og lygi.

Bogi Melsted alþingismaður sendi Sigfúsi Árnasyni fyrrv. alþingismanni á Vestri-Löndum þessa vísu með kveðju sinni.

Á ÖLLU VORU SKITIN SKIL

Klúbburinn „Bleika kúin“ í Hábæjarhverfinu bar foringjunum fagurt vitni. Öll ölföng voru keypt í „Bláu kýrinni“. - Hér sjáum við mynd af fundi í „„Bleika kúin“.Básarnir í notkun hinum megin veggjarins.
Ást við fyrstu sýn.
Bræðralag.
Allt féll í ljúfa löð eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Magnús hefur orðið. Hugfangnir hlusta þeir á, Guðmundur og Þorsteinn.

Það átti sér stað fyrir 20 árum eða þar um bil. Kunn húsfreyja í bænum var að verða sextug, og eiginmanni hennar var mjög í mun, að það yrði kunngert alþjóð með útvarpsfrétt. Ég var þá fréttamaður útvarpsins hér í Eyjum, svo að það skyldi falla mér í skaut að senda afmælisfréttina. Þó að frúin væri eða hefði getað verið mesta myndarkona, húsmóðir, móðir, eiginkona, þá vissi ég mæta vel, að ævistörf hennar höfðu ekki verið á þá lund, að þau nægðu til þess að fullnægja reglum útvarpsins um afmæliskveðjur. Þessu trúði ekki eiginmaðurinn. Ég tók því fram reglurnar og las honum skilyrðin:

  1. Að afmælisbarnið hefði gegnt æðstu virðingarstöðum í Alþingi eða ríkisstjórn?
    Nei, það stóðst ekki.
  2. Að afmælisbarnið væri viðurkenndur forustumaður í landsmálum.
    Nei, það stóðst ekki.
  3. Að afmælisbarnið væri landskunnur forustumaður í félagsmálum.
    „Lestu áfram“ sagði eiginmaðurinn.
  4. Að afmælisbarnið væri landskunnur rithöfundur, skáld, tónsnillingur.
    „Áfram“, sagði eiginmaðurinn.
  5. Að afmælisbarnið væri afreksmaður í íþróttum eða fjallgöngum.
    Þögn.
  6. Að afmælisbarnið væri frömuður í ræktun og búnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verzlun eða handverki.
    „Lestu“, sagði eiginmaðurinn og brosti breitt.
  7. Að afmælisbarnið væri héraðskunnur fræðimaður, ættfræðingur o. s. frv.

„Áfram“, sagði eiginmaðurinn og hló. Ég þóttist heyra, hvernig görnin hlakkaði í honum. „Þetta er búið“, sagði ég, „liðirnir eru ekki fleiri“.
„Þá vil ég leyfa mér að taka þetta fram:
„Konan mín hefur verið í Kvenfélaginu Líkn árum saman, eða var það, og tekið þar drjúgan þátt í félagsmálum. Afrekskona er hún t. d. á sviði handverks og heimilisiðnaðar, og þar má taka það skýrt fram, að hún er gift einum kunnasta og slyngasta iðnaðarmeistara bæjarins. Og það afrek hefur hún unnið, að ala honum ? börn (hefi gleymt barnafjöldanum). Þá get ég bezt um það dæmt, að hún er vel hagmælt, og vissulega hefur hún reynzt kvenna fróðust um margt, sem skeður í bænum. Það geta þær bezt vottað, sem setið hafa saumafundi með henni í saumaklúbbnum síðast liðin 20 ár. Þannig hefur hún orðið héraðskunn fræðikona, og ætt sína rekur hún langt fram.“ Svo mikil voru rök hans.

Mér fannst málið æði harðsótt og hugsaði með sjálfum mér: Listin er að kunna að slaka á klónni á réttri stundu. Ég afréð því að semja afmælisskeytið og senda það útvarpinu. Vissi fyrir víst, að þeir mundu stinga fréttinni undir stól.
Ekki var afmælisfréttin lesin upp í útvarpinu um kvöldið.

Hringt! - Það var eiginmaðurinn. - Vondur, - reiður. Hann fullyrti, að ég hefði svikið hann, aldrei sent skeytið.
Ég skoraði á hann að mæta mér á Símstöðinni næsta dag á tilskilinni stundu. Þetta gerði hann. Þarna vottuðu símastúlkurnar, að ég hefði sent skeytið eða viljað senda það, en fréttastofan neitað að taka við því. Jafnframt færðu stúlkurnar mér snurpur eða ákúrur frá fréttamanninum fyrir skeytið, sem fór svo herfilega í bága við settar reglur um flutning afmælisfrétta í útvarpið.
„Þessu má ég taka við þín vegna“,
sagði ég við eiginmanninn. Þá hló hann beiskjulega og tuldraði um það, að ekki væru allir jafnir fyrir lögunum og ekki metnir kostir manna og kvenna á einn veg í landi voru. Engin afsökunarorð féllu til mín, sem hirtinguna fékk saklaus.

Samdægurs hitti ég Ágúst múrara Benónýsson á förnum vegi og sagði honum í léttum tóni þetta afmælisævintýri. Bað ég hann að gera vísu um þetta, þar sem við stóðum og skeggræddum.
Eitthvað varð frúin að heita annað en ....
Við komum okkur saman um að kalla hana Önnu. Ef til vill hét hún það!
Og hér kemur erindið hans Ágústs:

Í gær að sextug yrði Anna
ekki tókst til fulls að sanna,
þó að aðstoð mætra manna
og margra fleiri kæmi til.
Útvarpið um þetta þagði,
Þar ei nokkurt orð til lagði.
Á öllu voru skitin skil.
Þ. Þ. V.

ÁSTARÆVINTÝRI GVENDS GRALLARA

Gvendur grallari í hrapinu

Hér birtir Blik mynd frá ástarævintýri, sem átti sér stað í Eyjum fyrir svo sem 50 árum. Gvendur grallari hét maður á máli álþýðu í Eyjum. Hann var einsetukarl og bjó í herbergiskytru í Þykkvabænum þar í verðandi kaupstað.

Þegar hér er komið sögu, er Gvendur grallari orðinn hundleiður á að sofa hjá sjálfum sér. Hann þekkti dável vinnukonuna í Görðum þarna í einu húsinu í Þykkvabænum, vissi hana bæði heita og ástargjarna, þegar sá gallinn var á henni. Kom nú Grallara til hugar á fá að njóta yls hjá henni nokkurn hluta nætur, svona til agnarlítillar tilbreytingar í einveru tilverunnar. En þá var að komast inn í húsið, án þess að verða séður. - Jú, ráð voru til þess, þegar málið var vel og vandlega íhugað og ekki rasað um ráð fram!

Gvendur grallari hugðist komast inn um þakgluggann á norðursúð hússins. Auðvitað vissi hann, hvar Árni útvegsbóndi geymdi stigann sinn og hann vildi Grallari nota. Svo komst hann upp á skúrinn klaklaust og upp að glugganum. Þar hugðist hann nota klaufhamarinn sinn, sem hann tók með sér. En viti menn!
Þegar á reyndi, lá rúðan laus yfir gluggaopinu. Þegar Grallari lyfti rúðunni, heyrði hann eitthvert pískur inni á loftinu. Og brátt gekk hann úr skugga um, að gestur var þar fyrir.

Þá hafði Grallari rekið aðra löppina inn og niður um gluggagáttina. Þar var þrifið heldur áþyrmilega í hana og honum hrundið, svo hann missti hins fótarins og hrasaði niður á þekjuna. Þá greip Villa vinnukona í Görðum í fótinn, sem inni var, og tók af Grallara fallið. Myndin lýsir þessu betur en orð fá lýst.

Óskaddaður komst Grallari úr þessari ferð heim í bólið sitt í Þykkvabænum. Sögumaður getur þess, að Grallari muni ekki oftar hafa freistað gæfunnar um Freyjuketti og ástaryl.

Nonni

Sami Nonni þinn, amma mín
Nonni litli fjögurra ára bleytti sig, svo að hann varð að skipta um föt. Hann klæddi sig sjálfur í föt af eldri bróður sínum og fannst hann þá líta héldur ankannalega út. Síðan hittir hann ömmu sína, sem horfir á hann og virðir klæðnað hans fyrir sér. Þá segir Nonni: „Ég er hann Nonni þinn, amma mín, þó að ég hafi skipt um föt, sami Nonni þinn“.