„Kirkjugarðurinn“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Smáleiðr.) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Mannsi (67).JPG|thumb|250px|Hlið kirkjugarðsins.]] | |||
[[Mynd:Mannsi (68).JPG|thumb|250px|Hlið kirkjugarðsins.]] | |||
'''Kirkjugarður Vestmannaeyja''' var fyrsti kirkjugarður á Íslandi sem tekinn var í notkun utan kirkjulóðar. Kirkjur í Vestmannaeyjum voru tvær framan af, að [[Ofanleiti]] og [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], og höfðu þær hvor sinn kirkjugarðinn. Það var ekki fyrr en Landakirkja var reist, að sameiginlegur kirkjugarður var tekinn í notkun. Ekki tíðkaðist að hafa kirkjugarða svo langt frá kirkjum, en það sást æ meira seinna. | '''Kirkjugarður Vestmannaeyja''' var fyrsti kirkjugarður á Íslandi sem tekinn var í notkun utan kirkjulóðar. Kirkjur í Vestmannaeyjum voru tvær framan af, að [[Ofanleiti]] og [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], og höfðu þær hvor sinn kirkjugarðinn. Það var ekki fyrr en Landakirkja var reist, að sameiginlegur kirkjugarður var tekinn í notkun. Ekki tíðkaðist að hafa kirkjugarða svo langt frá kirkjum, en það sást æ meira seinna. | ||
Útgáfa síðunnar 25. júlí 2007 kl. 14:13
Kirkjugarður Vestmannaeyja var fyrsti kirkjugarður á Íslandi sem tekinn var í notkun utan kirkjulóðar. Kirkjur í Vestmannaeyjum voru tvær framan af, að Ofanleiti og Kirkjubæ, og höfðu þær hvor sinn kirkjugarðinn. Það var ekki fyrr en Landakirkja var reist, að sameiginlegur kirkjugarður var tekinn í notkun. Ekki tíðkaðist að hafa kirkjugarða svo langt frá kirkjum, en það sást æ meira seinna.
Kirkjugarðurinn í gosinu
Eins og allt annað í nágrenninu, þá fór kirkjugarðurinn undir hátt vikurlag. Þykkt öskulagsins var 1,5 - 2,5 metrar. Stærð garðsins var einn og hálfur hektari og var öskumagnið um 200 þúsund rúmmetrar. Sjálfboðaliðar, mestmegnis frá útlöndum, komu og grófu garðinn upp með handafli að mestu leyti.
Heimildir
- Páll Zóphóníasson. Kirkjugarður Landakirkju. Sótt 4. júlí 2007 af: www.kirkjugardar.is.