„Jón Jónsson Austmann“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
[[Flokkur:Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur:Íbúar á Ofanleiti]]
[[Flokkur:Ofanbyggjarar]]

Útgáfa síðunnar 27. júní 2007 kl. 16:35

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Jónsson


Jón Jónsson Austmann var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum frá árinu 1827 til ársins 1858. Hann var sonur séra Jóns Jónssonar prests að Kálfafelli og Guðnýjar Jónsdóttir. Hann fæddist á Lyngum í Skaftafellssýslu 13. maí 1782 og lést árið 1858.

Nám og störf

Jón útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla árið 1809. Hann varð aðstoðarprestur að Sólheimum í Mýrdal og fékk síðan Skúmsstaða- og Stórólfshvolsþing. Jón hafði brauðaskipti við séra Sigurð Thorarensen prest að Mýrum í Álftaveri og fluttist þangað í fardögum 1817. Hann fékk veitingu fyrir Ofanleitisprestakall árið 1827 og hélt því til æviloka 1858. Hann var því prestur í Vestmannaeyjum í alls 31 ár. Kona séra Jóns var Þórdís Magnúsdóttir. Þau áttu saman níu börn og eru nokkrir afkomendur þeirra enn búsettir í Vestmannaeyjum.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason. Eyjar gegnum aldirnar. Reykjavík: Örn og Örlygur 1982.
  • Þorkell Jóhannesson. Örnefni í Vestmannaeyjum. Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag, 1938.