„Birkir Pétursson (Fagurhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Birkir Pétursson (Fagurhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 23: Lína 23:
*Íslendingabók.}}
*Íslendingabók.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Iðaðarmenn]]
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]

Núverandi breyting frá og með 23. júlí 2025 kl. 13:03

Sigurjón Birkir Pétursson trésmiður fæddist 14. desember 1946.
Foreldrar hans voru Pétur Pétursson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, sjómaður, vinnuvélastjóri, múrari, f. 13. september 1924 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 9. júlí 2016, og kona hans Anna Sigurborg Guðjónsdóttir frá Fagurhól, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.

Börn Önnu og Péturs:
1. Sigurjón Birkir Pétursson, f. 14. desember 1946. Kona hans er Ragnheiður Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1946.
2. Agnar Pétursson, f. 14. mars 1948. Kona hans var Þórey Guðjóns, látin. Sambúðarkona hans er Hjördís Þorfinnsdóttir.
3. Gylfi Pétursson, f. 24. apríl 1957. Fyrrum kona hans Guðrún Jóna Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1961. Sambúðarkona hans Hafdís Sigurðardóttir.

Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Stokkseyri.

I. Kona Birkis er Ragnheiður Hallgrímsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, verkstjóri, f. 6. mars 1946. Foreldrar hennar Hallgrímur Jónsson, f. 6. október 1915, d. 1. október 1987, og Guðrún Bjarnheiður Alexandersdóttir, f. 10. apríl 1922, d. 8. september 2010.
Börn þeirra:
1. Pétur Vignir Birkisson, f. 25. febrúar 1968.
2. Hallgrímur Birkisson, f. 29. nóvember 1969.
3. Guðjón Birkir Birkisson, f. 18. ágúst 1972.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.