„Jóhannes Helgi Jensson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Jóhannes Helgi Jensson. '''Jóhannes Helgi Jensson''', sjómaður, starfsmaður við hreinsun e. Gosið 1973, stofnandi ásamt konu sinni og Jóni Helgasyni og rekandi fyrirtækisins Hífi á Höfn, fæddist 31. ágúst 1945 á Ísafirði og lést 2. júlí 2000.<br> Foreldrar hans Jens Karl Magnús Steindórsson frá Melum í Trékyllisvík, Strand., f. 28. október 1902, d. 14. febrúar 1965, og kona hans Guðrún Þórðard...)
 
m (Verndaði „Jóhannes Helgi Jensson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. október 2024 kl. 13:57

Jóhannes Helgi Jensson.

Jóhannes Helgi Jensson, sjómaður, starfsmaður við hreinsun e. Gosið 1973, stofnandi ásamt konu sinni og Jóni Helgasyni og rekandi fyrirtækisins Hífi á Höfn, fæddist 31. ágúst 1945 á Ísafirði og lést 2. júlí 2000.
Foreldrar hans Jens Karl Magnús Steindórsson frá Melum í Trékyllisvík, Strand., f. 28. október 1902, d. 14. febrúar 1965, og kona hans Guðrún Þórðardóttir, frá Hrúti á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 4. nóvember 1905, d. 28. maí 1972.

Þau Guðrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Vesturveg 3. Þau skildu 1973.
Þau Rut eignuðust eitt barn.
Þau Júlíana giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Höfn í Hornafirði.

I. Fyrrum kona Jóhannesar er Guðrún Óskarsdóttir, húsfreyja, f. 26. maí 1945.
Börn þeirra:
1. Jens Karl Magnús Jóhannesson, f. 26. janúar 1965.
2. Brynjar Halldór Jóhannesson, f. 18. maí 1966.

II. Barnsmóðir Jóhannesar er Rut Olsen, f. 30. mars 1954.
Barn þeirra:
3. Gunnlaug Olsen, f. 19. ágúst 1974.

III. Fyrrum kona Jóhannesar er Júlíana Gísladóttir, húsfreyja, f. 10. nóvember 1956, d. 1. júlí 2000. Foreldrar hennar Gísli Víglundsson, f. 25. ágúst 1935, d. 5. ágúst 2022, og Salóme Halldóra Magnúsdóttir, f. 16. apríl 1937, d. 20. apríl 2021.
Börn þeirra:
4. Helga Dóra Jóhannesdóttir, f. 4. ágúst 1975.
5. Emilía Brynhildur Jóhannesdóttir, f. 3. september 1981.
6. Magnús Jóhannesson, f. 31. maí 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.