„Ásta Hannesdóttir (Hæli)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ásta Hannesdóttir (Hæli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Asta Hannesdottir.jpg|thumb|200px|Ásta Hannesdóttir.]] | [[Mynd:Asta Hannesdottir.jpg|thumb|200px|''Ásta Hannesdóttir.]] | ||
[[Mynd:Asta og Gudmundur.jpg|thumb|200px|''Ásta og Guðmundur.]] | |||
'''Ásta Sigríður Hannesdóttir''', frá [[Hæli|Hæli við Brekastíg10]], húsfreyja, snyrtifræðingur, listamaður, atvinnurekandi fæddist þar 10. mars 1929.<br> | '''Ásta Sigríður Hannesdóttir''', frá [[Hæli|Hæli við Brekastíg10]], húsfreyja, snyrtifræðingur, listamaður, atvinnurekandi fæddist þar 10. mars 1929.<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Hannes Hreinsson]], fiskimatsmaður, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 28. maí 1983, og fyrsta kona hans [[Vilborg Guðlaugsdóttir (Hæli)|Vilborg Guðlaugsdóttir]], húsfreyja, f. 29. október 1892 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 23. október 1932. | Foreldrar hennar voru [[Hannes Hreinsson]], fiskimatsmaður, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 28. maí 1983, og fyrsta kona hans [[Vilborg Guðlaugsdóttir (Hæli)|Vilborg Guðlaugsdóttir]], húsfreyja, f. 29. október 1892 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 23. október 1932. |
Núverandi breyting frá og með 18. október 2024 kl. 11:01
Ásta Sigríður Hannesdóttir, frá Hæli við Brekastíg10, húsfreyja, snyrtifræðingur, listamaður, atvinnurekandi fæddist þar 10. mars 1929.
Foreldrar hennar voru Hannes Hreinsson, fiskimatsmaður, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 28. maí 1983, og fyrsta kona hans Vilborg Guðlaugsdóttir, húsfreyja, f. 29. október 1892 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 23. október 1932.
Börn Vilborgar og Hannesarr:
1. Magnea G. Hannesdóttir Waage húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. desember 1922, d. 4. júlí 2017.
2. Jóna Bergþóra Hannesdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1925, d. 10. febrúar 2010.
3. Ásta Sigríður Hannesdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, kennari og atvinnurekandi f. 10. mars 1929.
Barn Hannesar og Jóhönnu Sveinsdóttur, síðari konu hans:
4. Hrönn Vilborg Hannesdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 22. febrúar 1939.
Ásta lauk gagnfræðaprófi í Vestmannaeyjum 1947, nam í Húsmæðraskólanum í Reykjavík, 1967-1969 lærði hún snyrtisérfræði á Snyrtistofunni í Bændahöllinni í Reykjavík, og 1977 lauk hún alþjóðaprófi í snyrtifræði hjá Cidesco International.
Ásta söng einsöngvarahlutverk Kate Pinkerton í óperunni Madame Butterfly í Þjóðleikhúsinu árið 1965. Hún söng í Þjóðleikshússkórnum í öllum óperuuppfærslum hússins þar til kórinn var lagður niður 1995. Hún söng í kirkjukórum og bakraddir á fjölmörgum hljómplötum íslenskra dægurlagasöngvara. Síðustu árin söng hún með Senjorítunum.
Hún lék 1966 í ónafngreindu hlutverki í kvikmyndinni „Sigurður Fáfnisbani“ eftir Harald Reinl, þar sem Terence Hill var í aðalhlutverki.
Frá 1970 til 1992 rak hún í samvinnu við Hönnu Kristínu dóttur sína, hárgreiðslu- og snyrtistofuna Kristu, sf.
Ásta var tvisvar formaður FíSS, Félags íslenskra snyrtisérfræðinga, síðar FÍSF Félags íslenskra snyrtifræðinga og sótti sem slík mörg þing CIDESCO International, alþjóðleg samtök snytifræðinga.
1992 fluttust Ásta og Guðmundur til Montreal í Kanada þar sem Guðmundur var um þriggja ára skeið fastafulltrúi Norðurlandanna í fastaráði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO.
Þau Guðmundur giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn.
I. Maður Ástu, (7. febrúar 1948) var Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri flugumferðarþjónustu og varaflugmálastjóri, f. 27. október 1926, d. 2. apríl 2009. Foreldrar hans Einar Matthías Guðmundsson, f. 5. ágúst 1897, d. 5. september 1962, og Ragnheiður Kristín Kristjánsdóttir, f. 8. desember 1899, d. 31. júlí 1981.
Börn þeirra:
1) Hanna Kristín Guðmundsdóttir, hársnyrtimeistari og framkvæmdastjóri, f. 24. apríl 1948, gift Sveini Grétari Jónssyni framkvæmdastjóra.
2) Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1955, kvæntur Guðrúnu Soffíu Jónasdóttur skólastjóra.
3) Matthías Hannes Guðmundsson, forstjóri, f. 6. maí 1958, kvæntur Grétu Kjartansdóttur bankamanni.
4) Margrét Rún Guðmundsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, f. 15. nóvember 1960, gift Franz Kraus óskarsverðlaunahafa og forstjóra kvikmyndafyrirtækisins ARRI í München í Þýskalandi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson eftir heimildarriti sömdu af Margréti Rún Guðmundsdóttur.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.